13.04.2007 20:58
5 dagar!
Núna styttist óðum í ferðina og allt fer að verða klárt. Við erum búin að redda svona mest öllu því sem við þurfum fyrir þetta ævintýri og það er bara svona smáhlutir sem eru eftir. Bíllinn er kominn á númer og með 08' skoðun, athugasemdalaust

Tilgangurinn með þessari færslu var svona aðeins að segja frá því hvernig þessi ferð kom upp á hjá okkur. Þegar ég og Hlín kláruðum skólann vorum við sammála um að við nenntum ekki bara vera að vinna hérna heima og bíða eftir háskólanáminu. Okkur langaði að ferðast einhvað og prufa eitthvað allt ananð.Á þessum tíma vorum við jafnvel að hugsa um að flytja út og prufa jafnvel að vinna í öðru landi. Ástralíu eða einhverju slíku. Við munum svo hvorug hvernig hugmyndin fæddist að Evrópureisunni en hún kom þarna einhvern tíma eftir að við vorum farin að láta hugann reika um hvað skyldi gera í millitíðinni þangað til við færum í skóla.
Það hafa margir bent okkur á hvort þessi ferð sé ekki tilkomin á kannski svolítið röngum tíma, þar sem við erum líklegast að fara flytjast til Akureyrar í háskólann þar og það kostar auðvitað svolitla peninga. En fyrir okkur kemur þessi ferð einmitt á hárréttum tíma, því við skiljum í rauninni engar áhyggjur eftir hér heima, við erum bæði búin með skólann, ekkert mál að fá frí úr vinnunum og við höfum ekkert barn eða íbúð eða afborganir til að hafa áhyggjur af. Önnur ástæðan er nátturulega að þegar við erum búin með háskólann að þá tekur auðvitað við að fara reyna borga niður námslánin, fara fá sér vinnu og maður fer að íhuga íbúða(húsa) kaup og allur sá pakki..
Auðvitað mun maður þurfa að hafa svolítið fyrir því að borga upp ferðina en það er samt ekkert sem við setjum fyrir okkur. Við erum bæði dugleg að vinna og við stefnum að því að taka fyrsta árið í háskólanum bara svolítið rólega og reyna lifa svolítið sparsamlega.
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106649
Samtals gestir: 6906
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 08:59:01