13.04.2007 21:11

Ferðaáætlun



Ákvað að búa til bara nýja færlsu sambandi við svona grófa ferðaáætlun hjá okkur svo þetta verði ekki eins mikil samloka að lesa.

Planið hjá okkur er svona að mestu leyti neglt niður, við erum þó reyndar ekki með skeiðklukkuna á lofti og ætlum að leyfa þessu að reika svolítið að sjálfu sér.
Nennum ekki að gera neina tímaáætlum sem maður endar alltaf á því að missa niðrum sig og stressa sig í kaf yfir.

Ferðina mun alla vega byrja á því að "reyna" koma til Akureyrar næstkomandi mánudag, en eins og veðurspáin hefur verið upp á síðkasti er ekki víst að snjóhefillinn minn drífi þangað...  Stefnan er alla vega sú að reyna keyra hringinn á endanum, byrja á Akureyri, gista þar í eina og hálfa nótt, eða svo, seinni nóttina þyrftum við að leggja af stað mjög snemma. Fara svo þegar við komum til baka suðurleiðina, þannig að við myndum ná einum hring í kringum landið svona allt í allt.

En eins og ég sagði, ef veðrið verður það slæmt þá bara förum við suðurleiðina og gistum jafnvel eina nótt á Seyðisfirði.

Fyrsta stoppið verður auðvitað hjá frændum okkar í Færeyjum og hlakkar okkur mikið til að skoða Reiða Krossinn og Sparikassann.

Þegar við komum svo loksins til Danmerkur eftir 3 daga gláp á ferðatölvuna og alla þættina sem eru þar þá verður stefnunni haldið til Schmiedmann í Nordborg í Danmörku. Þar fer bíllinn í smá check og verða keyptir sílsar og læst drif og fleira gotterí sem enginn nennir að lesa hvað er.

Meðan á þeirri aðgerð stendur munum við fara til Malmö í Svíþjóð til pabba hennar Hlínar, hann ætlar að vera með okkur í nokkra daga og munum við væntanlega fara til Köben og skoða Norðurlöndin einhvað.

Þegar því er svo lokið og bíllinn orðinn 100% tilbúinn keyrum við niður til Hamburgar og byrjar ferðina þá eiginlega þar. Við ákváðum að taka rangsælishringinn á Evrópu, það er segja að byrja á Þýskalandi , taka svo Holland, Belgíu, Lúx og svo Frakkland.

Við munum svo eyða 3-4 dögum í París þar sem við höfum margt að skoða þar. Svo er stefnan tekin á ríveruna í Frakklandi og niður til Monaco.

Þaðan ætlum við svo til Ítalíu og við ætlum að fara neðst í þann skó til Pompei (held það sé skrifað svona) Stoppum auðvitað í Róm og fleiri borgum. Endum svo í Feneyjum.

Þaðan förum við örlítið inn í Austurríki og við erum reyndar ekki alveg ákveðin hvort við eigum að keyra í gegnum Tékkland og beint inn í Pólland eða hvort við eigum að taka neðri hlutann af Þýskalandi og fara svo upp Þýskaland og þaðan inn  í Pólland, ætli við ákveðum það ekki bara þegar nær dregur.

En í Póllandi höfðum við hugsað okkur að stoppa í nokkra daga í Kraká, skoða það Auschswitz (reyndi þó) og saltnámurnar þar og ýmislegt annað. Svo líka þegar ég sagði Hlín hvað pólverjarnir í vinnunni hjá mér hefðu sagt að það væri svo ódýrt að versla þar að þá vildi hún ólm komast þangað.
Við gerum okkur þó grein fyrir því að við verðum að passa okkur í Póllandi og er búið að benda mér á nokkur hótel þar sem við getum geymt bílinn inni og haft góð öryggishólf.

Eftir Pólland keyrum við aftur til Þýskaland og svo verður stefnan tekin á Svíþjóð, gæti verið að við stoppum eina nótt hjá pabba hennar Hlínar aftur, en svo förum við sem sagt til Noregs við hennar móður minnar og eyðum seinustu dögunum okkar þar. Reynum að skoða Norge eitthvað og hver veit nema maður skelli sér á jökul og rifji upp gamla skíðatakta. (Þarf reyndar að passa mig nú að fótbrjóta mig ekki svo við komumst aftur heim )

Tökum svo Norrænu aftur til baka frá Bergen í Noregi og ætti ferðinni þá að vera lokið um það bil.

Endilega ef þið hafið einhverjar uppástungur eða ráðleggingar þá getiði sett þær hér í álit eða sent mér mail á "// gunnilar [ at ] gmail.com //" (vil ekki fá spam)

Ps, setti líka inn albúm með myndum af bílnum ef einhver hefur áhuga. Kannski full margar og full flóknar en það verður bara að hafa það.

Nóg af bulli í bili.


Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106703
Samtals gestir: 6920
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 09:39:02

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar