21.04.2007 19:45

Danmark



Jæja er ekki kominn tími á nýja færslu frá okkur. Ferðin hefur gengið bara mjög vel til þessa og ekkert komið uppá. Við erum núna í Sæby í Danmörku í einhverri skemmtilegustu gistingu sem ég hef nokkurn tíma komið í. Við þurfum reyndar að borga örlítið fyrir þetta þar sem við vorum komin í svolítið klandur með gistingu. Við erum sem sagt í svona "Hutteby" , lítill sveitabær hér rétt fyrir utan Frederikshavn.

Ferðin í Norrænu gekk bara mjög vel, við lentum reyndar í svolítið vondum sjó á milli Þórshafnar og Bergen, það var norðanátt allan tímann og báturinn lamdi vel í öldurnar á leiðinni. Heyrðum eina sögu frá kalli sem gunni var að tala við að það hafi verið fullt af fólki á barnum það kvöld og í einni öldinni tæmdust öll borðin á barnum og allt útum allt.

Við lentum líka í því inn í herbergi að Gunni flaug af stólnum þegar hann var einhvað að nördast í tölvunni sinni og rúllaði yfir þvert herbergið.. Leiðinlegt að eiga ekki video af því.. (America's funniest next boat video)

Gunni lenti svo líka í að það var gengið inn á hann ((((rassberann))) af þernunum en hann rétt náði að bjarga sér inn í skáp. Þetta skeði sem sagt í morgun þegar við áttum að fara tæma herbergið, það átti sem sagt að tæma káetuna klukkutíma fyrir aðkomu en það var ekkert sagt í kallkerfinu, þannig þegar við vöknuðum höfðum við hálftíma til að koma okkur út og ganga frá dótinu okkar, vorum búin að pakka að mestu.

Færeyjar og Bergen voru mjög fínir staðir. Hlín fann sér einhverjar búðir til að skoða í þó henni hafi ekki tekist að versla neitt. Sem er ágætt.... (nema hún keypti sokka handa mér..) (það er svo auðvelt að versla handa þeim sem á ekki svona mikið af fötum)

Við tókum fullt af fyndnum myndum í Færeyjum af asnalegum skiltum og merkingum, svo sem búðinni "Gellan" og "Reyða Krossinum". Já og svo var maður sem var með skilti fyrir utan húsið hjá sér og hann greinilega vann sem grannskoðari , hvað svo sem í ósköpunum það starf gerir... (don't want to know)

Við eyddum svo deginum í dag í Frederikshavn með mömmu og einhverjum konum sem hún þekkti. Hún sem sagt tók ferju frá Larvik, kona sem hún þekkir sem vinnur í ferjunni og hún fékk að skjótast yfir með. Fórum út að borða á rosalega huggulegt veitingahús.

Á morgun keyrum við svo í Legoland, ætlum að sjá hvernig við eyðum deginum, erum ekki alveg að tíma miklum pening í aðgangseyri þar inn en ef ekkert annað verður að gera þá kíkjum við kannski.


Á mánudaginn brunum við svo niður til Nordborg þar sem bíllinn fer í make-up og svo er bara næst á dagskrá að finna útur því hvernig við komumst þaðan til Svíþjóðar. Ætli við reynum ekki að fá leiðbeiningar í Nordborg um það bara. Getur ekki verið það flókið.

Nóg langloka í bili , reynum frekar að blogga oftar, það er ekki dýrt að leigja svo wireless network í nokkra tíma hérna úti. Á staðnum sem við erum kostar um það bil 250 krónur kvöldið.

Ætlum að reyna setja nýjar myndir í myndaalbúmið í kvöld þannig þið getið flett yfir það.

Hlökkum til að heyra í ykkur og endilega verið dugleg að skrifa til okkar.

Kær kveðja frá ævintýraförunum.
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106703
Samtals gestir: 6920
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 09:39:02

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar