07.05.2007 21:31

Hamburg - Berlin - Amsterdam



Jæja núna er orðinn svolítið síðan seinast heyrðist í okkur.

Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá okkur, við fórum til Hamburgar eftir að hafa náð í bílinn miðvikudaginn seinasta.  Við eyddum deginum í Hamburg í dýragarðinum sem er þar, hann er rosalega flottur og kostar mjög lítið inn í hann.

Það er frá voðalega litlu að segja þann dag en Guðjón bauð okkur svo að koma til sín til Berlínar þar sem hann var með nokkra viðskiptavini í viðskiptaferð þar. Auðvitað þáðum við 3 daga ókeypis gistingu þannig við brunuðum bara inn á næsta "rúmfatalager" og keyptum þessa fínu vindsæng. Sem svo endaði með að vera held ég þægilegri en rúmið og Guðjón neitaði að sofa á öðru en henni.

Við ætluðum ekki að fara til Berlínar strax, við ætluðum að taka hana á leiðinni frá Póllandi en við ákvaðum bara að skella okkur þar sem þetta var ekki nema 300 km frá Hamburg,

Við skoðunum Berlín hátt og lágt enda bæði búin að læra rosalega mikið um söguna sem hefur átt sér stað þar.

Við skoðunum auðvitað Brandenburgarhliðið, Checkpoint Charlie(safnið þar er mjög áhugavert, kem með myndir þaðan seinna),

Berliner Dom - Rosalega gaman að koma þar, kostaði lítið inn og maður fékk að fara upp í "dómuna" í kirkjunni og fékk útsýni yfir alla borgina. Einnig var grafhýsi undir kirkjunni þar sem aðallinn var jarðaður. Rosalegar kistur þar og rosalega áhugavert að skoða þar.

Minnisvarðinn um Helförina - Þetta eru 2700+ steinkistur sem er búið að raða í mismunandi hæðir og hóla til minningar um Helförina. Svo er safn þar undir sem tók svolítið á mann, bréf frá fólki sem var í Auscwitz og aðrir miður glaðlegir hlutir.

Sony Center - Þetta er svona City in a City, það er allt þarna, fórum í svona 3D sýningu frá IMAX, 45 mínutna mynd um risaeðlur á þýsku, ótrúlega gaman að vera með svona þríviddagleraugu eins og hálviti og sjá dýrin koma bókstaflega útum skjáinn.

Fullt í viðbót sem ég man ekki alveg í augnablikinu,

Þannig overall var Berlín bara frábær borg, ég reyndar mæli ekki með því að keyra í borginni.  Ákváðum eitt kvöldið að keyra niður í miðbæ og fá okkur að borða , það endaði ekki betur en að við keyrðum eins og fávitar útum allt, fundum nokkra staði en engin bílastæði. Þannig við fórum bara í fílu og átum á ítölskum stað sem var þarna við hliðina sem okkur líkaði vel við.

Fengum líka eina stöðumælasekt sem gekk alveg herfilega að borga, eyddum tveimur tímum að keyra á milli banka og annara staða og loksins þegar ég náði að borga hana var það á pósthúsi , og ástæðan af hverju ég var þar inni var að ég var að spyrjast fyrir hvar ég gæti borgað þetta (var að leita af sérstökum banka sem var titlaður á sektinni) Stöðumælasekt upp á heilar 5 Evrur... 

Vildum lika bara þakka Guðjóni kærlega fyrir að leyfa okkur að gista á þessu fancy smancy hóteli :) Þetta var rosalega gaman og frábært að þurfa ekki að hafa áhyggjur af gistingu.

Dagurinn í dag fór svo í að keyra til Amsterdam, við ætluðum þaðan frá Hamburg þannig við ákváðum bara að skella okkur þangað og halda dagskránni óbreyttri. Þetta voru um 700 km sem reyndust nú frekar seinfarnir. Rigndi ALLA leiðina, þá er ég ekki að tala um skúrir. Það var eins og einhver hefði bara sturtað Atlantshafinu yfir helvítis landið í allann dag. Þegar við loksins komum svo til Amsterdam þá fórum við í að leita okkur að gistinu, það gekk ekki betur en að við enduðum á hóteli í Noord (rétt fyrir utan Amsterdam) og þurftum að punga svolítið út fyrir þeirri gistingu. En hins vegar þá var þráðlaust net hérna þannig við náðum að græja gistinu fyrir næstu daga. Fundum gistinu í Amsterdam í tvær nætur fyrir það sama og þessi eina kostaði. En þegar við fórum að skoða betur álitin á gististaðnum þá kom í ljós þetta væri bara heimagisting heima hjá einhverju fólki. En flestir voru nú sæmilega ánægðir með þetta þannig vonandi verður þetta í lagi, við þurfum bara rúm til að sofa á og that's it. Við ætlum að vakna snemma og finna þennan stað og leggja bílnum þar, tókum þennan stað sérstaklega þar sem það er frítt að leggja bílnum. Kostar $$$$ að leggja inn í Amsterdam, þ.e.a.s ef þú finnur stæði.

Jæja ég held að þetta sé komið nóg í bili. Það vonandi líður ekki svona langt þangað til við bloggum næst. Við förum til Belgíu og Lúx þegar við verðum búin með Amsterdam. Ætlum að taka því rólega bara þar þangað til við ráðumst á París, þurfum að skipuleggja hana vel þar sem hún er svo dýr.

Kær Kveðja

Hlín og Gunni ;)

Ps, reyni að setja inn nýjar myndir fljótlega, erum með alveg búnka að bæði áhugaverðum og fyndnum myndum. (ein mynd af mér klípa í brjóstin á Angelinu Jolie...


Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar