11.05.2007 19:41
Allt er gott sem endar vel... eða hvað..
Já Sælinú.
Núna erum við skötuhjúin stödd í Antwerpen í Belgíu á rosalega fínu hosteli.
Dvölin í Amsterdam er búin að vera svolítið spes. Við vörum á hóteli seinasta mánudag sem heitir Bastion Hotel, þar blogguðum við seinast.
Gistingin sem við fengum svo var fín, þetta var bara heimafólk sem var með svona "Bed And Breakfast" dæmi. Fín rúm og ekkert út á það að setja.
Um daginn fórum við svo niður í bæ og löbbuðum um og skoðunum. Dagurinn var hreint út sagt æðislegur. Fórum og skoðunum berar stelpur og skoðunum aðeins í búðir, villtumst inn með breskum hóp á "Live Sex Show", fengum það svo ódýrt að það var ekki hægt að sleppa því,,,, he he. Svo um svona 11 leytið förum við heim og þegar þar er komið ætla ég rétt að kíkja á bílinn. Ég grínast svo við Hlín og segi "jæja bíllinn er þó alla vega ennþá þarna", en svo sér Hlín að glugginn í farþegahurðinni var brotinn...
Hjartað sleppti svona einu til tveimur slögum, ég hleyp að bílnum og sé að hurðin er opin. Ég hafði ekki einu sinni pælt að það var ekkert dót enn í honum. Enn meira hissa. Ég sá að það var búið að spenna hanskahólfið upp. Það voru glerbrot útum allann bílinn en bíllinn samt ekkert skemmdur. Fyrir utan rúðuna að sjálfsögðu.
Við rekum svo andlitið í miða. Á miðanum stendur að lögreglan í Noord, hverfið sem við gistum í hafi fundið bílinn svona og tekið restina af dótina sem var í bílnum. Við setjumst inn í bíl, ég í framsætið og hlín aftur í og bíllinn staðinn flatur niður á lögreglustöð.
Það var reyndar búið að loka lögreglustöðinni þegar við komum þangað en maðurinn sem var á vakt var svo góður að hleypa okkur inn og kallaði út mannskap. Þegar við komum inn á lögreglustöðina þá fengum við að sjá restina af dótinu. Svona fljótt á litið fannst okkur það eina sem vantaði var dótið úr hanskahólfinu og matartaskan okkar. Ég var svona búinn að sætta mig við tapið þegar við fórum svo að leita betur og komumst að því að EKKERT var tekið úr hanskahólfinu, radarvarinn minn var þar og ýmislegt annað dót sem var nú kannski ekki verðmætt en engu að síður.
Þannig það eina sem þessir djöfulins niðursetningar hafa komist með í burtu er maturinn okkar, þurr íslenskur matur, bakaðar baunir, núðlur, pasta, vatn og 3x bjórar... Djöfull hefði ég viljað sjá svipinn á þeim þegar þeir hlupu með þessa þungu tösku haldandi að þeir voru aldeilis komnir í feitt. Eina sem var í matartöskunni sem ég sakna eru nokkrir BMW varahlutir sem eru verðmetnir á svona 10-15 þúsund, en tryggingarnar borga það.
Ok, þannig skaðinn var ekki mikill fyrir okkar. En auðvitað er rúðan brotin. Lögregluskýrsla er tekin og við fáum dótið afhent, ég fæ hjá þeim plastpoka og fer og loka fyrir gatið. Svo spyr ég hvort ég megi ekki skilja bílinn eftir og það er ekkert mál.
Svo þegar við förum að búa okkur undir að fara labba með farangurinn þennan 1.0 km sem var á hostelið þá bjóðast þeir til að skutla okkur. Sé lögregluna heima bjóða upp á svona þjónustu. Lögreglan þarna var bara nice og kom virkilega vel fram við okkur. Lögreglumaðurinn sagði einnig að hann vonaði að þessir gaurar fengju hressilega í magann af Íslensku Kjötsúpunni okkar.
Nóttin eftir þetta var svolítið skrýtin. Hlín svaf ekki mikið en ég var svo örmagna að ég lognaðist útaf fljótlega. Daginn eftir var svo hringt í tryggingingarnar og var konan á hostelinu svo elskuleg að leyfa okkur að hringja. Þar fékk ég bara nei. Ég er ekki með kaskó þannig tjónið er ekki bætt. En auðvitað fæ ég farangurinn og það bætt, þannig maður verður bara að reyna fá einhvað til baka í því. Það samtal endaði bara með allt í lagi bless og ég snéri mér bara í því að redda rúðunni.
Lögreglan í Noord gaf mér upp "Touring Information" símanúmer sem ég hringdi í og útskýrði vandamálið okkar í. Þar var mér bent á fyrirtæki sem heitir Carglass og er mjög stórt í Hollandi, ég hringdi þangað og samdægurs var búið að setja Plexigler fyrir brotnu rúðuna til bráðabirgða. Orginal rúðan er ekki til, enda mjög spes rúða (lituð græn orginal frá BMW). Við fengum svo svar frá carglass að rúðan ætti ekki að koma fyrr en næsta mánudag, næstkomandi þ.e.a.s. Ok. Nennum ekki að bíða eftir því.
Ég fór þá að hugsa, spurði þá að því hvort Carglass væri annars staðar í Evrópu, já,,, ok flott, Belgíu? Já... Ok flott.
Eigum sem sagt pantaðann tíma í nýja rúðu næsta mánudag í Brussel, rúðar tilbúin þar og allt í góðu. Gaf þeim upp verksmiðjunúmerið á bílnum þannig þeir eiga að geta reddað réttu rúðunni. Ef ekki.. Þá er Carglass í Frakklandi..
Maður er allt svo jákvæður.
Þannig núna erum við bara sitjandi í Antwerpen að skrifa til ykkar. Seinustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir en maður sér alla vega fyrir endann á þessu.
Amsterdam var annars bara rosalega skemmtileg borg, ég hafði nátturulega komið áður þarna og kunni vel við þar. Það rigndi reyndar allann tímann þarna og við fjárfestum í fínum regnhlífum sem voru ekki eins stórar eins og þessi ég sem var með.
Við höfðum svolítinn tíma í Amsterdam þannig við náðum að skoða mikið. Fórum á Madam Tussoud safnið, Önnu Frank safnið, Riikjjjjj (??) Museum og í sightseeing bát um Amsterdam.
Já gleymdi einu,,, Þar sem við gistum í Noord, sem var smá frá Amsterdam, og síki á milli þá gekk voðalega fínn bátur þarna á milli á korters fresti. Voðalega sniðugt ferðamáti og algerlega frír.
Á morgun ætlum við að keyra aðeins um Belgíu og skoða, það eru bara 45 mínutur til Brussels þannig við þurfum ekkert að flýta okkar.
Okkar langaði líka að biðjast afsökunar á því hversu lítið hefur heyrst í okkur, bæði í síma og á blogginu.
Bæði er dýrt að hringja og við höfum frekar takmarkaðann tíma á daginn til að blogga. Og á kvöldin er maður yfirleitt alveg búinn enda löbbum við flest allt sem við förum. Vonlaust að vera á bíl í stórborgum. Enda sér maður mikið meira fótgangandi.
Ferðin hingað til Antwerp var hins vegar alveg ömurleg, það var umferðarteppa alla leiðina hingað. Það á að taka um 1 1/2 tíma. En tók svona 4-5... Ekki gaman og það var sjúklega heitt í bílnum
Jæja núna er maður aftur búinn að missa sig í skrifunum, sem betur fer skrifa ég hrikalega hratt og þetta tekur ekkert of langann tíma.
Endilega verið dugleg að kvitta fyrir ykkur. Gaman að lesa álitin ykkar.
Núna erum við skötuhjúin stödd í Antwerpen í Belgíu á rosalega fínu hosteli.
Dvölin í Amsterdam er búin að vera svolítið spes. Við vörum á hóteli seinasta mánudag sem heitir Bastion Hotel, þar blogguðum við seinast.
Gistingin sem við fengum svo var fín, þetta var bara heimafólk sem var með svona "Bed And Breakfast" dæmi. Fín rúm og ekkert út á það að setja.
Um daginn fórum við svo niður í bæ og löbbuðum um og skoðunum. Dagurinn var hreint út sagt æðislegur. Fórum og skoðunum berar stelpur og skoðunum aðeins í búðir, villtumst inn með breskum hóp á "Live Sex Show", fengum það svo ódýrt að það var ekki hægt að sleppa því,,,, he he. Svo um svona 11 leytið förum við heim og þegar þar er komið ætla ég rétt að kíkja á bílinn. Ég grínast svo við Hlín og segi "jæja bíllinn er þó alla vega ennþá þarna", en svo sér Hlín að glugginn í farþegahurðinni var brotinn...
Hjartað sleppti svona einu til tveimur slögum, ég hleyp að bílnum og sé að hurðin er opin. Ég hafði ekki einu sinni pælt að það var ekkert dót enn í honum. Enn meira hissa. Ég sá að það var búið að spenna hanskahólfið upp. Það voru glerbrot útum allann bílinn en bíllinn samt ekkert skemmdur. Fyrir utan rúðuna að sjálfsögðu.
Við rekum svo andlitið í miða. Á miðanum stendur að lögreglan í Noord, hverfið sem við gistum í hafi fundið bílinn svona og tekið restina af dótina sem var í bílnum. Við setjumst inn í bíl, ég í framsætið og hlín aftur í og bíllinn staðinn flatur niður á lögreglustöð.
Það var reyndar búið að loka lögreglustöðinni þegar við komum þangað en maðurinn sem var á vakt var svo góður að hleypa okkur inn og kallaði út mannskap. Þegar við komum inn á lögreglustöðina þá fengum við að sjá restina af dótinu. Svona fljótt á litið fannst okkur það eina sem vantaði var dótið úr hanskahólfinu og matartaskan okkar. Ég var svona búinn að sætta mig við tapið þegar við fórum svo að leita betur og komumst að því að EKKERT var tekið úr hanskahólfinu, radarvarinn minn var þar og ýmislegt annað dót sem var nú kannski ekki verðmætt en engu að síður.
Þannig það eina sem þessir djöfulins niðursetningar hafa komist með í burtu er maturinn okkar, þurr íslenskur matur, bakaðar baunir, núðlur, pasta, vatn og 3x bjórar... Djöfull hefði ég viljað sjá svipinn á þeim þegar þeir hlupu með þessa þungu tösku haldandi að þeir voru aldeilis komnir í feitt. Eina sem var í matartöskunni sem ég sakna eru nokkrir BMW varahlutir sem eru verðmetnir á svona 10-15 þúsund, en tryggingarnar borga það.
Ok, þannig skaðinn var ekki mikill fyrir okkar. En auðvitað er rúðan brotin. Lögregluskýrsla er tekin og við fáum dótið afhent, ég fæ hjá þeim plastpoka og fer og loka fyrir gatið. Svo spyr ég hvort ég megi ekki skilja bílinn eftir og það er ekkert mál.
Svo þegar við förum að búa okkur undir að fara labba með farangurinn þennan 1.0 km sem var á hostelið þá bjóðast þeir til að skutla okkur. Sé lögregluna heima bjóða upp á svona þjónustu. Lögreglan þarna var bara nice og kom virkilega vel fram við okkur. Lögreglumaðurinn sagði einnig að hann vonaði að þessir gaurar fengju hressilega í magann af Íslensku Kjötsúpunni okkar.
Nóttin eftir þetta var svolítið skrýtin. Hlín svaf ekki mikið en ég var svo örmagna að ég lognaðist útaf fljótlega. Daginn eftir var svo hringt í tryggingingarnar og var konan á hostelinu svo elskuleg að leyfa okkur að hringja. Þar fékk ég bara nei. Ég er ekki með kaskó þannig tjónið er ekki bætt. En auðvitað fæ ég farangurinn og það bætt, þannig maður verður bara að reyna fá einhvað til baka í því. Það samtal endaði bara með allt í lagi bless og ég snéri mér bara í því að redda rúðunni.
Lögreglan í Noord gaf mér upp "Touring Information" símanúmer sem ég hringdi í og útskýrði vandamálið okkar í. Þar var mér bent á fyrirtæki sem heitir Carglass og er mjög stórt í Hollandi, ég hringdi þangað og samdægurs var búið að setja Plexigler fyrir brotnu rúðuna til bráðabirgða. Orginal rúðan er ekki til, enda mjög spes rúða (lituð græn orginal frá BMW). Við fengum svo svar frá carglass að rúðan ætti ekki að koma fyrr en næsta mánudag, næstkomandi þ.e.a.s. Ok. Nennum ekki að bíða eftir því.
Ég fór þá að hugsa, spurði þá að því hvort Carglass væri annars staðar í Evrópu, já,,, ok flott, Belgíu? Já... Ok flott.
Eigum sem sagt pantaðann tíma í nýja rúðu næsta mánudag í Brussel, rúðar tilbúin þar og allt í góðu. Gaf þeim upp verksmiðjunúmerið á bílnum þannig þeir eiga að geta reddað réttu rúðunni. Ef ekki.. Þá er Carglass í Frakklandi..

Þannig núna erum við bara sitjandi í Antwerpen að skrifa til ykkar. Seinustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir en maður sér alla vega fyrir endann á þessu.
Amsterdam var annars bara rosalega skemmtileg borg, ég hafði nátturulega komið áður þarna og kunni vel við þar. Það rigndi reyndar allann tímann þarna og við fjárfestum í fínum regnhlífum sem voru ekki eins stórar eins og þessi ég sem var með.
Við höfðum svolítinn tíma í Amsterdam þannig við náðum að skoða mikið. Fórum á Madam Tussoud safnið, Önnu Frank safnið, Riikjjjjj (??) Museum og í sightseeing bát um Amsterdam.
Já gleymdi einu,,, Þar sem við gistum í Noord, sem var smá frá Amsterdam, og síki á milli þá gekk voðalega fínn bátur þarna á milli á korters fresti. Voðalega sniðugt ferðamáti og algerlega frír.
Á morgun ætlum við að keyra aðeins um Belgíu og skoða, það eru bara 45 mínutur til Brussels þannig við þurfum ekkert að flýta okkar.
Okkar langaði líka að biðjast afsökunar á því hversu lítið hefur heyrst í okkur, bæði í síma og á blogginu.
Bæði er dýrt að hringja og við höfum frekar takmarkaðann tíma á daginn til að blogga. Og á kvöldin er maður yfirleitt alveg búinn enda löbbum við flest allt sem við förum. Vonlaust að vera á bíl í stórborgum. Enda sér maður mikið meira fótgangandi.
Ferðin hingað til Antwerp var hins vegar alveg ömurleg, það var umferðarteppa alla leiðina hingað. Það á að taka um 1 1/2 tíma. En tók svona 4-5... Ekki gaman og það var sjúklega heitt í bílnum

Jæja núna er maður aftur búinn að missa sig í skrifunum, sem betur fer skrifa ég hrikalega hratt og þetta tekur ekkert of langann tíma.
Endilega verið dugleg að kvitta fyrir ykkur. Gaman að lesa álitin ykkar.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35