13.05.2007 23:50

Belgia - Brussel

Heil og Sæl

Núna erum við stödd í Brussel í Belgíu. Nýja rúðan mín verður sett í á morgun hér þannig dagurinn í dag fór bara svona að mestu í skoðunarferðir.

Brussel kom okkur alveg skemmtilega á óvart, rosalegt mannlífið í gamla bænum og margt skemmtilegt að skoða. Rosalegur ágangur samt frá mönnum frá veitingastöðum sem voru að reyna lokka mann inn á sína staði. Einn gerðist svo frakkur að bjóða mér fríann mat,,, langaði nú að spyrja hann hvað bjórinn kostaði þá.. hehe.

Ég fékk að leggja bílnum í bílastæðahús á hóteli hérna í nágreninu sem heitir 4 points, konan í móttökunni benti mér á það þar sem bíllinn er auðvitað bara með plexiglers hliðarrúðu að þá tók ég engann séns á því.

Við fengum líka helvíti fína rigningu hérna áðan, við vorum að labba heim úr bænum þegar við byrjun að heyra þrumur og eldingar, svo bara eins og fingri hafi verið smellt þá var eins og það hafi verið sturtað úr fötu yfir bæinn í svona 20 mínutur, það fór allt á flot, flæddi uppúr holræsum, og allar götur urðu bara að litlum lækjum. Hlupum inn í svona ATM skýli og héngum þar í smá stund, regnhlífarnar okkar virkuðu bara ekkert í þessu veðri. En þetta var ansi fróðlegt þó maður hafi svoleiðis rennblotnað.

Það var mjög gott að komast í smá sturtu hérna þar sem maður hafði engann tíma til að sturta sig í Amsterdam, plús að það var ekkert í boði held ég.

Ég er búinn að setja inn fullt af myndum núna inn í kvöld. Þetta blogg er orðið bara sæmilegasta vinna. En það er rosalega gaman að þið getið fylgst með okkur, ég ætla reyna klára setja inn smá lýsingar á myndirnar líka svo þið getið fylgst með því hvað við erum að skoða.

Planið fyrir vikuna er að fá rúðuna klukkan eitt á morgun og byrja svo að keyra áleiðis til Frakklands , Paris.

Við eigum gistingu pantaða þar á budget hóteli í fjóra daga. Það var ekkert voðalega ódýrt, um 3000 kall nóttin á manninn en engu að síður ágætt miðað við hvað við verðum lengi, það var hvergi laust svona lengi þessa daga.

Við höfuð svo aðeins verið að skoða hvað kostar að fara í Disneyland, við erum eiginlega alveg á báðum áttum, þetta er voðalega dýrt. Við sjáum til hvað við eyðum í  París og ákveðum okkur svo hvort við kíkjum.

Við ætlum svo að keyra niður frakkland og að strandlengjunni, okkur langar að rekja hana aðeins en við ætlum að reyna að forðast að gista þar. Verðum að kíkja í Monaco í smá stund.

Langaði bara að henda inn smá færslu og minna á myndirnar. Ég veit að þetta er mikið og kannski margt af því sama, en ég nenni ekki að fara betur yfir þetta og vinna þær einhvað til. Þetta er bara of mikið magn til þess plús ég er í fríi..

Btw, fundum hótel hérna sem heitir "Hótel Alma" .. ;) Sést á einni myndinni.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar