18.05.2007 18:51
Sacré Bleu! - Frakkland - París
Jæja núna erum við í borg ástarinnar París.
Við erum búin að vera hérna í þrjá daga og búin að skoða rosalega mikið. Við lögðum bilnum bara í bílastæðahús og erum búin að labba borgina þvert og kruss, búin að taka lestina einu sinni og þá vorum við líka að fara um 6 km.
París er samt svolítið spes borg, hún er rosalega fallegt og allt það en hún er samt sem áður líka frekar leiðingjörn. Menningin hér er svo allt öðru vísi heldur en heima, það er erfitt að finna pub hérna sem hægt er að setjast inn fá sér bjór og halda svo áfram, hérna þarf maður alltaf að fá borð, sér þjón og helst að panta einhvað ógurlega dýrt. Hlín líka vill koma því fram að það er ekki gaman að versla hérna nema maður eigi fullt af peningum og sé merkjafrík..
En svona í alvörunni að þá er þetta bara búið að vera voðalega gott. Við erum búin að skoða Sigurbogann, Eiffelturninn(gegngum alla leið upp, sem var hægt að ganga þ.e.a.s) Louvre safnið, sem er svolítið stór biti í einu ef þú ert ekki með brennandi listaáhuga, en voðalega gaman að sjá samt Monu Lisu og Venus með berum augum. Þó okkur hafi engan vegin fundist þau fallegustu verkin þarna.
Við fórum auðvitað líka í Notre Dam kirkuna sem okkur fannst rosalega gaman því það var messa þar, virkilega flott að labba þar upp og skoða útsýnið.
París er því bara búin að vera voðalega fín, erum orðin svolítið þreytt reyndar bæði líkamlega og andlega, búin að ferðast mikið og orðin svolítið þreytt.
En á morgun förum við til Dijon, erum að fikra okkur betur suður á bóginn. Ætlum að prufa að renna til Cannes og kíkja á þessa kvikmyndahátið, reikna með ekki með gistinu þar sem það er nú líklega ekki hægt að finna hana þar.
En já, ég get ekki skrifað meira þar sem ég þurfti að borga 5 evrur fyrir 45 mínutur...!
Pósta myndum fljótlega, búinn að taka fullt af myndum héðan
Kær kveðja.!
Hlín og Gunni
Við erum búin að vera hérna í þrjá daga og búin að skoða rosalega mikið. Við lögðum bilnum bara í bílastæðahús og erum búin að labba borgina þvert og kruss, búin að taka lestina einu sinni og þá vorum við líka að fara um 6 km.
París er samt svolítið spes borg, hún er rosalega fallegt og allt það en hún er samt sem áður líka frekar leiðingjörn. Menningin hér er svo allt öðru vísi heldur en heima, það er erfitt að finna pub hérna sem hægt er að setjast inn fá sér bjór og halda svo áfram, hérna þarf maður alltaf að fá borð, sér þjón og helst að panta einhvað ógurlega dýrt. Hlín líka vill koma því fram að það er ekki gaman að versla hérna nema maður eigi fullt af peningum og sé merkjafrík..
En svona í alvörunni að þá er þetta bara búið að vera voðalega gott. Við erum búin að skoða Sigurbogann, Eiffelturninn(gegngum alla leið upp, sem var hægt að ganga þ.e.a.s) Louvre safnið, sem er svolítið stór biti í einu ef þú ert ekki með brennandi listaáhuga, en voðalega gaman að sjá samt Monu Lisu og Venus með berum augum. Þó okkur hafi engan vegin fundist þau fallegustu verkin þarna.
Við fórum auðvitað líka í Notre Dam kirkuna sem okkur fannst rosalega gaman því það var messa þar, virkilega flott að labba þar upp og skoða útsýnið.
París er því bara búin að vera voðalega fín, erum orðin svolítið þreytt reyndar bæði líkamlega og andlega, búin að ferðast mikið og orðin svolítið þreytt.
En á morgun förum við til Dijon, erum að fikra okkur betur suður á bóginn. Ætlum að prufa að renna til Cannes og kíkja á þessa kvikmyndahátið, reikna með ekki með gistinu þar sem það er nú líklega ekki hægt að finna hana þar.
En já, ég get ekki skrifað meira þar sem ég þurfti að borga 5 evrur fyrir 45 mínutur...!
Pósta myndum fljótlega, búinn að taka fullt af myndum héðan
Kær kveðja.!
Hlín og Gunni
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35