24.05.2007 23:03
Dijon - Avignon - Millau - Avignon- Arles - Marseilles - Cannes - Monaco - Torino
Jæja núna er kominn tími fyrir smá skriffinnsku hérna.
Síðustu dagar hjá okkur hafa ekki verið neitt eðlilega stífir og mikið að skoða. Við höfum ekki verið í miklu internet sambandi og eingöngu farið á netcafé til þess að panta gistingar.
Eftir að við vorum í París ákváðum við að keyra til Dijon, sem verður að segjast kom okkur virkilega á óvart. Við ætluðum bara að vera í eina nótt en ákvaðum að eyða tveimur dögum þar sem við fundum svo skemmtilegann kastala til þess að skoða. Chateu De Bussi Rabutin. Það var rosalega gaman að sjá þann kastala þar sem hann hafði ekki verið eins endursmíðaður eins og aðrir sem ég hef til dæmis séð í þýskalandi. Leiðin þangað var líka alveg æðisleg, lengst upp í sveit og þvílikt krappir og erfiðir vegir sem bmwinum hefur nú ekki fundist leiðinlegt að negla.
Þegar við vorum búin með Dijon fórum við að ákveða hvert við ætluðum næst og fórum við svona að hugsa að því að halda suður á við. Við ákvaðum svo bara eiginlega uppúr þurru að fara að skoða Viaduct Millau brúnna sem trónir yfir smábænum Millau rétt hjá Arles í Frakklandi. Brúin var smiðuð árið 2004 og er ein hæst brú í Frakklandi (ef ekki sú hæsta) Við sem sagt gistum þar og skoðuðum brúnna sem var rosalega gaman.
Eftir þar fórum við til Avignon og skoðuðm hana mjög vel. Höll páfana eins og það hét var rosalega áhugaverð og landslagið er líka bara frábært þar. Við renndum einnig til Arles um kvöldið og skoðunum hringleikahúsið örlítið.
Svo í dag, þá fórum við frá Avignon, keyrðum niður til Marseilles og þræddum strandlengjuna alveg eins og hún leggur sig. Þetta tók svakalegann tíma og við vorum að koma bara núna upp á hótel í Torino á Ítalíu, þannig keyrslan í dag er búin að vera 13 klukkutímar takk fyrir. Við byrjuðum á Marseilles sem við renndum bara snöggt í gegn, svo tóku við þessir æðislegu smábæir við ströndina við vorum eiginlega bara bæði agndofa yfir fegurðinni þarna. Vegirnir voru frábært, háar brekkur, erfiðar beygjur og lítil umferð. Þegar við fórum svo að koma nær Cannes fórum við nú að finna örlítið fyrir kvikmyndahátiðinni sem er þar núna. Umferðin þyngdist örlítið og við ákvaðum að stoppa ekkert lengi þar. Við rétt keyrðum eftir ströndinni, tókum myndir og slöppuðum aðeins af. Svo áður en við komum til Monaco þá fundum lítinn Pizza stað sem okkur ótrúlega en satt tókst að biðja um pizzu, biðja þau um að hlaða myndavélina okkar og að fá að nota klósettið. Maður þarf ekkert að læra tungumálið ef maður er bara nógu góður í puttamálunum.
Þegar við vorum búin með Cannes var klukkan orðin helvíti margt, og við vorum eiginlega jafnvel á því að sleppa Monaco, en einhvern veginn villtumst við þarna niður og anskotinn hafi það ég ætlaði aldrei að komast þaðan í burtu, loksins þegar öll þolinmæði var þrotin og gps apparatið var að segja mér að gera vinstri beygju beint inn í klettinn við ströndina að þá keyrði ég bara einhvað, endaði á grand prix brautinni þar og brenndi þaðan í burtu. En við fengum nú samt að sjá svona það mesta sem var þar. Rosalega mikið af flottum bílum þarna og fólk greinilega á einhvað af seðlum.
Við verðum samt að játa að við hlupum svolítið á okkur að halda að við gætum rennt yfir þetta allt á einum degi (já eða ég...) En við vitum alla vega að við viljum skoða þetta betur, en ég held að ef maður ætli að vera þarna einhvað þá verður maður að vera í rétta gírnum. Við erum meira í svona menningarferð. Það væri ábyggilega voðalega gaman að fara á ríveruna í svona 2 vikur og sóla sig og skoða svæðið þarna þar sem þetta er ofboðslega fallegt þarna ekkert svo dýrt ef maður er bara nógu klár (internet-árgangurinn)
Við erum sem sagt núna í Torino á hóteli sem átti að kosta 250 evrur nóttin en var magically lækkað niður í 50 (eflaust plat á heimasíðunni til þess að allir haldi að þeir séu að fá ****** hótel.
Þetta var samt allt of langur akstur á einum degi, við lentum líka í þessu fína þrumuveðri í Ítalíu og smá rigningu.
Við sáum á skiltum í dag að það var 33+ hiti, gæti hafa verið í sól en engu að síður þá var heiftarlega heitt og ég held að ég sé búinn að drekka 4 lítra af vatni í dag sem fóru allir jafnfljótann út um svitaholurnar.
Okkur langaði annars bara að láta vita að við erum ekki búin að gleyma ykkur og við reynum að verða svolítð dugleg núna í ítalíu að blogga. Við reynum líka að nota símann sem minnst, þeir eru orðnir frekar háir blessaðir símareikningarnir.. Sérstaklega eftir allar samræðurnar við gluggakompaníið fyrir rúðuna í bílinn.
Eitt sem maður hefur samt tekið eftir með þessari borgir hérna í frakklandi er að það eru allir bara útum allt, mótorhjólin bera enga virðingu fyrir bílunum , og enginn ber virðiningu fyrir gangandi vegfarendum, ef maður hleypir fólki yfir á gangbraut þá liggur við að maður fái bara rósir fyrir. og það eru allir bílarnir hérna beyglaðir eða skemmdir þannig ég hef þurft að velja mér stæði frekar varlega sem eru nú af skornum skammti.
EIgum við ekki bara að segja þetta gott í bili, við hlökkum svo bara til að heyra í ykkur og það fer nú að styttast í endalokin á þessu.
Kær kveðja.
Ferðalangarnir.
Síðustu dagar hjá okkur hafa ekki verið neitt eðlilega stífir og mikið að skoða. Við höfum ekki verið í miklu internet sambandi og eingöngu farið á netcafé til þess að panta gistingar.
Eftir að við vorum í París ákváðum við að keyra til Dijon, sem verður að segjast kom okkur virkilega á óvart. Við ætluðum bara að vera í eina nótt en ákvaðum að eyða tveimur dögum þar sem við fundum svo skemmtilegann kastala til þess að skoða. Chateu De Bussi Rabutin. Það var rosalega gaman að sjá þann kastala þar sem hann hafði ekki verið eins endursmíðaður eins og aðrir sem ég hef til dæmis séð í þýskalandi. Leiðin þangað var líka alveg æðisleg, lengst upp í sveit og þvílikt krappir og erfiðir vegir sem bmwinum hefur nú ekki fundist leiðinlegt að negla.
Þegar við vorum búin með Dijon fórum við að ákveða hvert við ætluðum næst og fórum við svona að hugsa að því að halda suður á við. Við ákvaðum svo bara eiginlega uppúr þurru að fara að skoða Viaduct Millau brúnna sem trónir yfir smábænum Millau rétt hjá Arles í Frakklandi. Brúin var smiðuð árið 2004 og er ein hæst brú í Frakklandi (ef ekki sú hæsta) Við sem sagt gistum þar og skoðuðum brúnna sem var rosalega gaman.
Eftir þar fórum við til Avignon og skoðuðm hana mjög vel. Höll páfana eins og það hét var rosalega áhugaverð og landslagið er líka bara frábært þar. Við renndum einnig til Arles um kvöldið og skoðunum hringleikahúsið örlítið.
Svo í dag, þá fórum við frá Avignon, keyrðum niður til Marseilles og þræddum strandlengjuna alveg eins og hún leggur sig. Þetta tók svakalegann tíma og við vorum að koma bara núna upp á hótel í Torino á Ítalíu, þannig keyrslan í dag er búin að vera 13 klukkutímar takk fyrir. Við byrjuðum á Marseilles sem við renndum bara snöggt í gegn, svo tóku við þessir æðislegu smábæir við ströndina við vorum eiginlega bara bæði agndofa yfir fegurðinni þarna. Vegirnir voru frábært, háar brekkur, erfiðar beygjur og lítil umferð. Þegar við fórum svo að koma nær Cannes fórum við nú að finna örlítið fyrir kvikmyndahátiðinni sem er þar núna. Umferðin þyngdist örlítið og við ákvaðum að stoppa ekkert lengi þar. Við rétt keyrðum eftir ströndinni, tókum myndir og slöppuðum aðeins af. Svo áður en við komum til Monaco þá fundum lítinn Pizza stað sem okkur ótrúlega en satt tókst að biðja um pizzu, biðja þau um að hlaða myndavélina okkar og að fá að nota klósettið. Maður þarf ekkert að læra tungumálið ef maður er bara nógu góður í puttamálunum.
Þegar við vorum búin með Cannes var klukkan orðin helvíti margt, og við vorum eiginlega jafnvel á því að sleppa Monaco, en einhvern veginn villtumst við þarna niður og anskotinn hafi það ég ætlaði aldrei að komast þaðan í burtu, loksins þegar öll þolinmæði var þrotin og gps apparatið var að segja mér að gera vinstri beygju beint inn í klettinn við ströndina að þá keyrði ég bara einhvað, endaði á grand prix brautinni þar og brenndi þaðan í burtu. En við fengum nú samt að sjá svona það mesta sem var þar. Rosalega mikið af flottum bílum þarna og fólk greinilega á einhvað af seðlum.
Við verðum samt að játa að við hlupum svolítið á okkur að halda að við gætum rennt yfir þetta allt á einum degi (já eða ég...) En við vitum alla vega að við viljum skoða þetta betur, en ég held að ef maður ætli að vera þarna einhvað þá verður maður að vera í rétta gírnum. Við erum meira í svona menningarferð. Það væri ábyggilega voðalega gaman að fara á ríveruna í svona 2 vikur og sóla sig og skoða svæðið þarna þar sem þetta er ofboðslega fallegt þarna ekkert svo dýrt ef maður er bara nógu klár (internet-árgangurinn)
Við erum sem sagt núna í Torino á hóteli sem átti að kosta 250 evrur nóttin en var magically lækkað niður í 50 (eflaust plat á heimasíðunni til þess að allir haldi að þeir séu að fá ****** hótel.
Þetta var samt allt of langur akstur á einum degi, við lentum líka í þessu fína þrumuveðri í Ítalíu og smá rigningu.
Við sáum á skiltum í dag að það var 33+ hiti, gæti hafa verið í sól en engu að síður þá var heiftarlega heitt og ég held að ég sé búinn að drekka 4 lítra af vatni í dag sem fóru allir jafnfljótann út um svitaholurnar.
Okkur langaði annars bara að láta vita að við erum ekki búin að gleyma ykkur og við reynum að verða svolítð dugleg núna í ítalíu að blogga. Við reynum líka að nota símann sem minnst, þeir eru orðnir frekar háir blessaðir símareikningarnir.. Sérstaklega eftir allar samræðurnar við gluggakompaníið fyrir rúðuna í bílinn.
Eitt sem maður hefur samt tekið eftir með þessari borgir hérna í frakklandi er að það eru allir bara útum allt, mótorhjólin bera enga virðingu fyrir bílunum , og enginn ber virðiningu fyrir gangandi vegfarendum, ef maður hleypir fólki yfir á gangbraut þá liggur við að maður fái bara rósir fyrir. og það eru allir bílarnir hérna beyglaðir eða skemmdir þannig ég hef þurft að velja mér stæði frekar varlega sem eru nú af skornum skammti.
EIgum við ekki bara að segja þetta gott í bili, við hlökkum svo bara til að heyra í ykkur og það fer nú að styttast í endalokin á þessu.
Kær kveðja.
Ferðalangarnir.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35