02.06.2007 20:14

Pompei - Perugia - Feneyjar - Salzburg


Jæja núna er kominn tími til að láta heyra aðeins í okkur eftir að hafa verið netlaus í nokkra daga.

Þegar við vorum búin með Róm þá skelltum við okkur yfir einn dag niður til Pompei. Það tók um þrjá tíma að keyra þangað en það var alveg þess virði. Borgin var mikið stærri heldur en við héldum og göturnar þar voru auðvitað rosalega erfiðar í göngu , sérstaklega fyrir mig (Gunnar) útaf ökklanum á mér. En það sem kom okkur á óvart var hversu rosalega flott allar byggingarnar hafa verið þarna. Og einnig hvað þetta var heilt. Ótrúlegt að borg geti bara horfið undir eldgos og fundist svona mikið seinna.

Við kláruðum Pompei um kvöldmatarleytið og áttum gistingu í Perugia. Þann dag var sem sagt keyrt mikið, keyrðum þrjá tíma til Pompei, svo eiginlega bara sömu leið til baka aftur í þrjá tíma og svo til Pompei. Við gistum á Holiday Inn gistingu í Perugia og það var niiiiiice!, lang bestu rúm sem við höfum fengið og loksins náði maður almennilegum svefn.

Svo var stefnan tekin á feneyjar, með smá stoppi í Ferrari safninu í Marinello... stoppuðum ekkert voðalega lengi þar, þurftum að keyra mikið og svo var hinn helmingurinn ekkert voðalega hrifinn af öllu þessu málmdrasli þarna ...

Þennan dag lentum við samt í heiftarlegri umferðarteppu ,,, skildum fyrst ekkert hvað var í gangi og allir stopp, ég fór út og teigði úr mér í svona 15 mínutur og svo sátum við bara og hvíldum okkur inn í bíl. Svo eftir dágóða stund byrjaði allt að færast og svo svona tveimur kílómetrum seinna þá sáum við það.... Það hafði BMW bíll keyrt beint aftan á vöruflutningabíl og bíllinn var gjörsamlega í köku,,,, húddið og mótorinn höfðu kramist undir stönginni sem eru aftan á trukkunum og af því litla sem ég kunni nú við að horfa á þetta þá sýndist mér nú ökumaðurinn alla vega ekki hafa sloppið ómeiddur úr þessu. En vonandi fór þetta nú ekki eins illa og þetta leit út.. Maður fann greinilegan mun á umferðinni eftir þetta, hún var töluvert rólegri og virtust flestir vera svona hálf slegnir..

Svo þegar við komum til Malcontenta, sem er lítill bær (hverfi) fyrir utan Feneyjar, höfðum ekki efni á því að gista í Feneyjum, enda kostar það líka svona 300-4000 evrur nóttin þannig það var ekki alveg option.. Plús það eru engar götur,,, :)

Feneyjar voru samt ekkert eins og við bjuggumst við, borgin sjálf er tiltörulegra hrein, miðað við það sem maður hafði heyrt. Það er samt ekkert voðalega mikið að skoða þar, við eiginlega eyddum bara deginum í að rölta um borgina og neita að kaupa töskur og lítil asnaleg gúmmídýr af helvítis farandsölunum. Við reyndum aðeins að kíkja í búðir þar, gunna vantaði nærbuxur en einu merkin sem voru þar að einhverju viti voru Prada, Gucci, Valentino og einhvað annað kjaftæði sem enginn vill borga fyrir... Gunni kíkti í eina kirkju þar sem það mátti ekki fara með bakpoka þar inn, Hlín var svo góð að láta múta sér með ís svo ég gæti stokkið inn í tíu mínutur, hún var voðalega ánægð með það.. Enda enginn smáís.. Besti ís í heimi.

Við vorum að pæla í að skella okkur á gondóla, en við ákváðum bara að horfa á hina bjánana og taka myndir af þeim.

Um kvöldmatarleytið ákváðum við nú að fara bara að skella okkur upp á hótel, þegar við vorum komin svona tíu mínutur af stað í umferðarteppuna með strætónunum þá byrjaði að hellirigna.. Sluppum ansi vel þar.

Deginum í dag eyddum við svo bara í að keyra til Salzburg, við vorum að pæla í að fara fyrst til Sviss og koma við í bænum Zermatt, sem er þar sem ég hef farið svolítið á skíði gegnum árin. En það tók bara of langan tíma samkvæmt gps kellingunni. Við gistum sem sagt hérna í nótt og höldum svo til sviss á morgun, ætlum að taka daginn í að rúnta framhjá innsbruck og í gegnum alpana, planið er svo að enda hjá Bodensee í þýskalandi og skoða Svarta skóg.. Ég hef komið þangað mjög oft, en eins og gengur og gerist er alzheimerinn alveg að fara með mann þannig ég man ekki einu sinni hvað ég gerði í gær (tek alla ferðina upp á diktafón svo ég geti bloggað.. erfitt líf )

Eitt sem við gleymdum að segja frá er seinasta daginn sem við vorum í Róm, þá vorum við að skoða hringleikahúsið og þegar við vorum að koma þangað út kemur einhver stelpuskjáta upp að mér og spyr hvort ég vilji ekki skrifa undir einhvers konar undirskriftarlista fyrir fátæk börn. Jú jú svo sem,,, ok, skrifaði einhvað bull nafn og kjaftæðisland en svo heimtaði hún pening frá mér í kjölfarið. Ss, hún biður mig um að skrifa undir þetta skjal og ég á að gefa henni pening fyrir fátæk börn,,, hélt nú ekki.. Ég var nú reyndar ekki með neinn pening í lausu á mér þannig ég laug nú ekkert með það, en hún brást öll sú versta við og gretti sig ógurlega og sagði á sinni bjöguðu ítölsk´-ættuðu ensku "fuck you bitch".. Já takk fyrir það kærlega, og vonandi svelta börnin þín ekki sem þú virðist hafa svona miklar áhyggjur af.. Býst nú ekki við að þessi peningur sem ég átti að gefa henni hafi verið handa þeim.. Það samt sem svona fólk gerir sér ekki grein fyrir er að það veit ekkert við hvern það er að steita hnefann í, hvað veit hún nema ég hafi gleymt að taka lyfin mín í morgun og hefði gefinn henni einn góðann á hann.. En þar sem ég er svo góðhjartaður þá ullaði ég bara á hana og gekk mína leið..

Endilega ef þið hafið einhverja staði að skoða annað hvort í sviss eða í þýskalandi þá endilega skellið þeim á netið, við erum nú reyndar að verða uppiskroppa með tíma en það má alltaf bæta einhverju inn í þessa lauslegu "dagskrá okkar" ef svo má kalla.

Sé til hvort ég nenni að setja inn myndir í kvöld, þetta er svoddann flóð sem við eigum af þessu myndadóti.

Kveðja frá Hlín og Gunna :)




Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106703
Samtals gestir: 6920
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 09:39:02

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar