07.06.2007 23:30
Deutschland UBER ALLES!
Jæja þá eru við LOKSINS komin til Þýskalands og þvílíkur léttir.
Við erum núna í litlum bæ sem er rétt hjá Heidelberg, man ekki einu sinni hvað hann heitir. Við ætlum að kíkja á tæknisafnið í Sinsheim á morgun og vorum að klára að skoða Burg Eltz kastalann í Móseldalnum í dag.
Það sem við erum búin að bralla upp á síðkastið er að skoða Bodensee, Svarta skóg og Rínardalinn.
Við fórum frá Salzburg til Konstanz í Þýskalandi og lentum á rosa fínni gistingu þar. Við tókum ferju yfir Bodensee sem var rosalega gaman og sá maður þá virkilega hvað þetta er stórt. Við skoðunum auðvitað Mainau og eyddum góðum tíma þar, við tókum sameiginlega ákvörðun að taka því bara rólega núna seinustu dagana þar sem við erum bæði orðin ansi þreytt. Við röltuðum bara um Mainau og nutum þess að vera til.
Svo eftir það keyrðum við í gegnum Svarta skóg sem var algerlega frábært. Ég fór og skoðaði hæsta foss Þýskalands og það var nú meira pissið, þetta var samt voðalega fyndið, við vorum að keyra niður einhvern veg og ég sé þetta skilti með þennan foss og ákveð að kíkja á þetta, Hlín vildi bara bíða í bílnum enda ekki mikil fossaáhugamanneskja þannig ég ákveð að hlaupa og skoða þetta, vildi ekki betur til en ég byrja að hlaupa niður brekkuna að fossinum að hún er svo brött og ég svo dofinn í fótunum eftir allann aksturinn að ég enda á því að hlaupa niður alla helvítis brekkuna sem var svona 700 m og þverbrött, fossinn var ekki meiri en það að ég stoppaði í tvær mínutur og smellti nokkrum myndum... En uppferðin reyndist nú heldur erfiðari en niðurferðin og þegar ég loksins snéri til baka var ég nær dauða en lífi eftir að hafa hlaupið upp fjandans brekkuna aftur.
Svarti skógur var annars bara voðalega fínn, við tókum okkur bara góðan tíma og héldum svo til Stuttgart þar sem beið okkar fín IBIS hótel gisting. Í stuttgart skoðunum við meðal annars Porsche og Mercedes safnið. Og verslunarvillingurinn fékk auðvitað sitt og komst í búðir


Þegar við vorum búin í Stuttgart þá ætluðum við að fara á akstursbraut sem er kölluð Nurburgring en helvítið var lokað útaf tónleikum sem eru haldnir þar núna (Rock Am Ring) þannig það fór í vaskinn, var búinn að múta hlín með fullt af búðum til að fá að fara þangað...

Fórum á skemmtilegann kínverskann stað sem hét Ding Dong (byrjar vel) og fengum okkur Take Away af fullt af drasli sem ég kann ekki einu sinni framburðinn á og fengum bæði illt í magann og dótið skilaði sér ansi fljótt í klósettið.. Melt eða ekki.
Eyddum svo þessum dögum í að skoða Rínardalinn og fórum að skoða meðal annars kastala í Móseldalnum sem heitir Burg Eltz.
Svo á leiðinni hingað í þennan bæ sem ég man ekki heitið á gerðist svolítið skringilegt, við vorum að keyra niður eftir Rín þegar ég fæ símhringingu, þetta var þá vinafólk mín og Hlínar sem heita Jónas og Harpa og eru á "interrail" ferðalagi um Evrópu, við höfum verið í smá sambandi við þau og vorum svona búin að tala um jafnvel að hittast einhvers staðar ef við værum á svipuðum slóðum. En okkur óraði aldrei fyrir að hitta þau í Rínardalnum og sérstaklega ekki að þau hefði séð okkur bara á runtinum.
Þannig við kjöftuðum við þau í dágóðan tíma enda langt síðan við töluðum við einhvern annan en hvort annað og hvað þá einhvern sem talar íslensku... Gaman að bera ferðirnar okkar saman, við á bíl og þau með bakpoka á lestaferðalagi. Skemmtilega ólíkar ferðir. Verðum að prufa þetta einhvern daginn.
Við erum sem sagt núna bara upp á hóteli og erum að panta okkur gistingu og setja inn myndir á netið. Erum að hugsa um að fara til Frankfurt á morgun og ætlum að kíkja stutt við á tæknisafninu í Sinsheim.
Það fer annars að líða að lokum á ferðinni og maður veit eiginlega ekki hvort maður sé spenntur eða ekki, auðvitað verður gaman að fá einhvað gott að borða og þurfa ekki að búa í ferðatösku en maður á samt eftir að sakna þess um leið og maður er kominn heim. Þannig er það bara alltaf.
Við höfum samt komist að því að Þýskaland er lang besta landið af þeim öllum sem við höfum verið í, maturinn er betri, vegirnir eru betri, bjórinn er betri, það er ódýrara að gista, bensínið er ódýrara. Þannig við erum nokkuð viss um að við komum hingað fyrr en síðar að skoða betur.
Ég ætla að sjá hvað ég nenni að setja margar myndir inn í kvöld, þetta er svo helvíti tímafrekt þar sem við erum með svo mikinn bunka af myndum og það þarf að laga sumar örlítið.
Kær kveðja
Gunni og Hlín
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106649
Samtals gestir: 6906
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 08:59:01