20.09.2007 23:26

Ótitlað

Enn á lífi.


Jæja mér datt í hug að hripa niður smá lífsummerki um okkur skötuhjúin.

Lífið á Akureyri er ágætt, rólegt en ágætt. Við höfum bara verið að einbeita okkur að skólanum og að reyna að komast almennilega í gang. Ekkert smá viðbrigði að koma úr 2 mánaðar evróputúr og fara svo í að sitja á rassgatinu heilu og hálfu dagana að lesa...

Annars erum við bara bæði að fíla HA alveg mjög vel, ég persónulega (gunnar) er ofsalega feginn að hafa ekki farið í Hí, eða HR, ég held ég hefði týnst meira þar og ekki náð að hafa eins mikið samband við kennara og nemendur eins og hér.

Það er voðalega auðvelt að kynnast fólki hérna og maður þekkjir eiginlega orðið alls flesta svona með nafni. Mikið um félagslíf hérna og ég og hlín höfuð verið grimm í skólakvöldunum. Ágætt að kíkja í svona vísindaferðir og taka smá djamm með krökkunum og vera bara komin heim klukkan 2 og geta vaknað með höfuðið í lagi daginn eftir.

Við vorum að hugsa um að reyna renna til Reykjavíkur í oktober þegar ég á afmæli. Taka eina helgi í bænum , þó svo mikill tími færi svo sem í að læra hugsa ég. En það má troða því inn á milli.

Annars er íbúðin líka bara voðalega fín, vorum að fá nýja eldavél og örbylguofn. Það er verið að grafa fyrir netinu hjá okkur. Það voru bara tvær símalínur inn í allt húsið og er Síminn að grafa fyrir þessu núna. Þannig vonandi fáum við betri tengingu hérna inn fljótlega, erum að sníkja tengingu hjá fólkinu hér á móti. Borgum þeim bara hluta af tengingunni fyrir.

Það er samt voðalega skrýtið að búa svona einn, við mættum nú alveg vera duglegri að taka til, en það virðist ekki vera efst á forgangslistanum í augnarblikinu, við tökum svona rispur bara. Ágætt að vera ekkert að stressa sig of mikið

Ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili, við látum heyra í okkur kannski áður en við komum í bæinn.

Kveðja.

Hlín og Gunni.
Flettingar í dag: 550
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106748
Samtals gestir: 6929
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 10:00:57

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar