09.11.2007 11:38

Skólatíð

Helvíti erum við einhvað léleg við þetta blogg okkar.... Ætli ástæðan geti ekki verið sú að eftir erfiðan skóladag og þegar maður er búin að skrifa alltof mikið að þá einfaldlega nenni maður ekki að setja niður í rólegum að skrifa.

Það er nú samt allt í föstum skorðum hjá okkur. Skólinn er í fyrsta sæti og mestur tími fer í hann, ég (gunnar) er búinn að vera í fríi í þar seinustu viku, einhvers skonar verkefnavika sem er sett á til þess að nemendur geti einbeitt sér að klára þau gífurlegu verkefni sem eru sett fyrir.

Ég er núna einmitt að leggja lokahönd á rannsóknarritgerð um vistvæna eldsneytisgjafa sem henta vel íslands markaði, stefnir í að verða 20 bls ritgerð með myndum og öðru fíneríi.

Sömu sögu má nú eiginlega ekki segja um hana Hlín, það eru engin verkefni hjá henni nánast en allt morandi í prófum, hún er að meðal tali í einu prófi  í viku og hvert próf gildir ansi stórt. Enda er hún líka að mestu leyti  í símati.

Við kunnum ágætlega við okkur hérna svo sem, lífið er rólegt og stutt í allt og alla. Jeppinn er búinn að reynast vel og ágætis tilbreyting frá BMW skrímslinu sem unndi sér nú ekki vel hérna þar sem gatnakerfið er ansi götótt. Get nú samt ekki beðið eftir að það fari að snjóa aðeins hérna svo maður geti nú farið að svekkja þessa sveitadurga hérna á stóru jeppunum sínum.

Það er svona smá hugmynd hjá okkur að reyna jafnvel að fara í bæinn einhvern tíma í nóvember ef tími og fjárráð leyfa, annars komum við nú sjálfsagt ekkert fyrr en um jólin bara, klárum minnir mig skólan 13. des þannig við kæmum fljótlega eftir það, eigum nú samt pantaðan bústað með Kristmanni og Bergrúnu helgina eftir prófin í Svignarskarðinu, ætlum okkur að vera þar yfir helgina til að ná svona prófstressinu úr sér áður en maður kemur í vitleysuna í borginni. Verður ágætt að setjast niður og fá sér nokkra kalda og liggja í heita pottinum.

Við erum annars bara búin að vera sæmilega dugleg að elda okkur mat þó matseðillinn sé nú ekki sá fjölbreyttasti, peningar leyfa eiginlega ekkert annað en kjúkling, pasta og annars konar prumpfæði sem kostar litla peninga, ég persónulega er alla vega orðinn frekar hungraður í almennilegt kjöt og farinn að hlakka til þess að sprengja beltið yfir jólin.

Við erum loksins komin með okkar eigið internet hérna heima og er það alveg rosalegur munur. óttarlega fínt að geta legið upp í rúmi með tölvuna og lært.

Lengra verður þetta nú ekki í dag en ég ætla að reyna vera duglegri við þetta svona í framtíðinni, (segir maður það ekki alltaf og stendur svo aldrei við það... :) )

Kveðja,

Gunni og Hlín.

Flettingar í dag: 550
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106748
Samtals gestir: 6929
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 10:00:57

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar