09.01.2008 07:10
2008!
jæja ég held að það sé komin tími til skrifa smá hérna, af tilefni þess að árið var að klárast.
þetta ár var nú alveg rosalegt, miklar breytingar sem urðu á því.
við útskrifuðumst bæði úr menntó í des 2006, þannig árið 2007 byrjaði með mikilli vinnu hjá okkur báðum, Hlín vann á krabbameinsdeildinni og meðgöngudeildinni í 150% starfi liggur við og Gunni vann í vélrás og í að gera upp bimmann þannig hann var í vinnu bara allan sólarhringinn :P
svo í apríl fórum við loksins í ferðina okkar til Evrópu :) það var alveg frábært og við tölum um þessa ferð á hverjum degi, hún var svo æðisleg :) og við erum auðvitað búin að ákveða að fara í einhverja svipaða ferð aftur :) frá apríl til júni, lifðum við á hótelum og í bílnum. borðuðum góðan mat, skoðuðum nýja staði á hverjum degi, sötruðum bjór og versluðum að sjálfsögðu ;) og svo þegar við komum aftur þá byrjaði bara sama gamla farið aftur, vinna vinna vinna..
svo í ágúst fluttum við til akureyrar og byrjuðum í skólanum. það var rosaleg breyting að fara úr garðabænum hingað til akureyrar í okkar eigin íbúð, en það er alveg frábært að búa hérna og skólinn hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur báðum :) við höfum kynnst frábæru fólki og námið er mjög skemmtilegt.
ágúst til desember fór ekki í annað en að læra læra læra, við gátum kíkt tvisvar til reykjavíkur á þessum tíma og þá var sko djammað ;)
vonandi verður þetta ár jafn skemmtilegt, en aðeins rólegra.
það er ýmislegt planað á þessu ári
Imba systir Hlínar á að eiga barn bara á hverri stundu og Hlín getur ekki beðið :) var búin að vona að það kæmi í jólafríinu en gæinn ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér!
ásta og kata systur Hlínar fermast í mars, þannig við kíkjum í bæinn þá. þær eru líka að leika í leiksýningu í skólanum sínum þannig Hlín ætlar að fara sérferð til að horfa á þær, hún vill auðvitað ekki missa af leikkonunum sínum :)
svo ætlar Gunni líklega að fara til Noregs að hitta mömmu sína og Hlín ætlar líklega til Bandaríkjanna með mömmu sinni og systrum og versla smá ;).
við eigum 5 ára sambandsafmæli á árinu þannig það verður gert eitthvað extra rómó í tilefni þess :)
en aðalplanið verður auðvitað að læra og ná árinu með stæl :)
við viljum bara óska öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir það liðna :) vonandi eigum við nú eftir að hitta fólkið okkar meira á þessu ári :)
með bestu kveðjum akureyrarpakkið
Gunni og Hlín

ps. áramótaheitið okkar er að blogga meira :P
þannig það koma nýjar fréttir af okkur þegar skólinn er byrjaður aftur :)
þetta ár var nú alveg rosalegt, miklar breytingar sem urðu á því.
við útskrifuðumst bæði úr menntó í des 2006, þannig árið 2007 byrjaði með mikilli vinnu hjá okkur báðum, Hlín vann á krabbameinsdeildinni og meðgöngudeildinni í 150% starfi liggur við og Gunni vann í vélrás og í að gera upp bimmann þannig hann var í vinnu bara allan sólarhringinn :P
svo í apríl fórum við loksins í ferðina okkar til Evrópu :) það var alveg frábært og við tölum um þessa ferð á hverjum degi, hún var svo æðisleg :) og við erum auðvitað búin að ákveða að fara í einhverja svipaða ferð aftur :) frá apríl til júni, lifðum við á hótelum og í bílnum. borðuðum góðan mat, skoðuðum nýja staði á hverjum degi, sötruðum bjór og versluðum að sjálfsögðu ;) og svo þegar við komum aftur þá byrjaði bara sama gamla farið aftur, vinna vinna vinna..
svo í ágúst fluttum við til akureyrar og byrjuðum í skólanum. það var rosaleg breyting að fara úr garðabænum hingað til akureyrar í okkar eigin íbúð, en það er alveg frábært að búa hérna og skólinn hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur báðum :) við höfum kynnst frábæru fólki og námið er mjög skemmtilegt.
ágúst til desember fór ekki í annað en að læra læra læra, við gátum kíkt tvisvar til reykjavíkur á þessum tíma og þá var sko djammað ;)
vonandi verður þetta ár jafn skemmtilegt, en aðeins rólegra.
það er ýmislegt planað á þessu ári
Imba systir Hlínar á að eiga barn bara á hverri stundu og Hlín getur ekki beðið :) var búin að vona að það kæmi í jólafríinu en gæinn ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér!
ásta og kata systur Hlínar fermast í mars, þannig við kíkjum í bæinn þá. þær eru líka að leika í leiksýningu í skólanum sínum þannig Hlín ætlar að fara sérferð til að horfa á þær, hún vill auðvitað ekki missa af leikkonunum sínum :)
svo ætlar Gunni líklega að fara til Noregs að hitta mömmu sína og Hlín ætlar líklega til Bandaríkjanna með mömmu sinni og systrum og versla smá ;).
við eigum 5 ára sambandsafmæli á árinu þannig það verður gert eitthvað extra rómó í tilefni þess :)
en aðalplanið verður auðvitað að læra og ná árinu með stæl :)
við viljum bara óska öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir það liðna :) vonandi eigum við nú eftir að hitta fólkið okkar meira á þessu ári :)
með bestu kveðjum akureyrarpakkið
Gunni og Hlín

ps. áramótaheitið okkar er að blogga meira :P
þannig það koma nýjar fréttir af okkur þegar skólinn er byrjaður aftur :)
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106507
Samtals gestir: 6854
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 07:11:35