28.01.2008 16:25
Akureyrarvísur
Jæja, er ekki komið að hinu alls ekki algengu og hvað þá skipulögðu bloggfærslu uppfærslu hjá okkur skötuhjúunum.
Það er allt gott að frétta héðan og allt sæmilega rólegt ennþá, skólinn er ekki farinn í gang að fullu svo maður bíður hvellsins bara með makindum (auðvitað dettur manni ekki í hug að læra fram í tímann, það er stranglega bannað með lögum... :) )
Það er búið að vera í nógu að snúast hjá okkur að nýta tímann svona áður en álagið byrjar að dunda í litlu íbúðinni okkar, vorum að klára að setja upp skápinn sem við keyptum í Ikea og koma honum fyrir, sem var nú hægara sagt en gert og hvað þá að finna gólfpláss til að setja flykkið saman. En það hófst á endanum og á hún Hlín loksins almennilega hirslur undir öll fötin sín milljón.
Veðrið er bara búið að vera ágætt miðað við þarna í rokrassgati hjá ykkur fyrir sunnan, þó mætti nú alveg eitthvað af þessum snjó sem virtist hafa villst af leið og endað á Suðurnesjunum alveg koma hingað. Trölli greyið (nei mér finnst engin kaldhæðni í að kalla jeppann minn trölla hehe ) er farið að langa í smá snjóhvell til að fara út að leika, fór í smá skottúr með Hauki félaga mínum hérna fyrir norðan eftir að við gerðum heiðarlega tilraun til að fara á skíði en það var svo hvasst að það var ekki hundi út sigandi þannig við ákvaðum bara að fara í smá bíltúr í staðinn.
Stefnan er svo að koma suður næstu helgi, það er stór vísindaferð í skólanum sem ég hef nú samt á tilfinningunni að sé ekki mikill stemmari fyrir hérna. Við erum alla vega að hugsa um að skella okkur suður og jafnvel kíkja eitthvað með fólkinu sem fer.
Ég keypti mér svo loksins kort í ræktinni í stöð sem heitir Átak hérna, virðist vera ágæt, svipar svolítið til "World Class" þemans sem ég er nú reyndar ekkert afskaplega hrifinn af en þetta verður nú sjálfsagt allt í góðu.
Jæja nóg af bulli í dag, bloggið er víst ekki nógu góð afsökun svona lengi til þess að halda ekki áfram að hripa niður tölfræði .
Kveðja.
Gunni og Hlín.
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18