06.08.2008 14:35
Verslunarmannahelgin afstaðin
Jæja þá er verslunarmannahelgin búin.
Ég og Hlín brugðum okkur bara til Akureyrar yfir versló og höfðum það bara gott. Við byrjuðum örlítið að pakka og ganga frá þar sem við erum að flytja inn í íbúðina hinu megin við ganginn. Svaka flutningar það
Við erum samt mjög spennt fyrir að fá eitt auka herbergi og íbúð sem er öll nýinnréttuð. Guðjón bróðir útvegaði mér einmitt líka þennan frábæra sófa svo þetta verður held ég bara mjög flott þarna hjá okkur.
Þess má geta að baðherbergið okkar verður núna með glugga þannig að ég sé kannski eitthvað á spegilinn þegar ég raka mig
Annars styttist bara óðum í skólann og ég held að við séum bæði tvö bara spennt fyrir því að byrja aftur. Auðvitað skrýtið að fá svona frí frá skólanum í 3 mánuði en maður verður bara að koma endurnærður til baka.
Hlín verður svo gerð að einka-bílstjóra í september og nóvember þar sem ég fer í aðgerð á ónýta apparatinu sem nefnist víst öðru nafni ökklinn á mér. Þannig Hlín fær þá líka góða æfingu í að keyra sjálf og auðvitað sinn heittelskaða því hann verður í gipsi í 2-4 vikur. Voða fínt
Meira er það nú ekki í bili held ég, fínt að reyna að blogga svona annað slagið þó enginn lesi þetta. Þetta æfir mann bara í að rita vandað mál og svo maður lendi nú ekki í því að byrja nota orð eins og eikka og hva segiru mar ? geggt !
Ég og Hlín brugðum okkur bara til Akureyrar yfir versló og höfðum það bara gott. Við byrjuðum örlítið að pakka og ganga frá þar sem við erum að flytja inn í íbúðina hinu megin við ganginn. Svaka flutningar það

Við erum samt mjög spennt fyrir að fá eitt auka herbergi og íbúð sem er öll nýinnréttuð. Guðjón bróðir útvegaði mér einmitt líka þennan frábæra sófa svo þetta verður held ég bara mjög flott þarna hjá okkur.
Þess má geta að baðherbergið okkar verður núna með glugga þannig að ég sé kannski eitthvað á spegilinn þegar ég raka mig

Annars styttist bara óðum í skólann og ég held að við séum bæði tvö bara spennt fyrir því að byrja aftur. Auðvitað skrýtið að fá svona frí frá skólanum í 3 mánuði en maður verður bara að koma endurnærður til baka.
Hlín verður svo gerð að einka-bílstjóra í september og nóvember þar sem ég fer í aðgerð á ónýta apparatinu sem nefnist víst öðru nafni ökklinn á mér. Þannig Hlín fær þá líka góða æfingu í að keyra sjálf og auðvitað sinn heittelskaða því hann verður í gipsi í 2-4 vikur. Voða fínt

Meira er það nú ekki í bili held ég, fínt að reyna að blogga svona annað slagið þó enginn lesi þetta. Þetta æfir mann bara í að rita vandað mál og svo maður lendi nú ekki í því að byrja nota orð eins og eikka og hva segiru mar ? geggt !

Skrifað af Gunnar
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18