18.08.2008 16:45

Dönsku dagarnir á Stykkishólmi


Jæja þá er önnur viðburðaríka helgin afstaðin

Ég og Hlín skelltum okkur á Dönsku dagana á Stykkishólmi. Sigmar og Áslaug,  vinafólk okkar að norðan er ættað þaðan og voru þau búin að lofa hátíðina svo vel að við gátum ekki annað en kíkt.

Við fórum á föstudaginn seinasta bara eftir vinnu, ég þurfti reyndar að taka mína með mér og blaðraði í símann alla leiðina liggur við. En á föstudagskvöldinu var ekkert sérstakt veður þannig við fengum gistingu í húsi foreldra hans Sigmars, rosalega flott "norsk" timburhús sem er ekki ósvipað hennar mömmu.

Við tókum því svo bara rólega á föstudagskvöldinu og rúntuðum örlítið, vorum ekki alveg að nenna út vegna unglingafyllerís

Á laugardeginum kíktum við svo til Grundarfjarðar til foreldra Áslaugar, Sigmar varð eftir að græja og gera fyrir tónleikana sem hann var að fara að spila á um kvöldið.

Á Grundarfirði var ekkert af fólki á ferli, komumst reyndar að það var jarðarför í gangi þannig það hefur kannski útskýrt eitthvað. Við horfðum á restina af handboltaleiknum þar sem við gerðum jafntefli við danadjöflana. Við fengum einnig dýrindis vöfflur með. Ég hefði orðið brjálaður ef við hefðum tapað þeim leik, frekar svekkjandi að vera á dönskum dögum og tapa svo fyrir þeim

Svo tjölduðum við bara á laugardeginum og vorum í mat hjá mömmu hans Sigmars um kvöldið. Fengum mjög gott lambalæri og allt tilheyrandi með því.

Svo var bara farið í bjórinn og legið í honum eitthvað fram eftir kvöldi. Það er kannski ástæðan fyrir því að þegar ég bað um að fá að blása hjá lögreglunni daginn eftir áður en við lögðum að stað að ég fékk bara NEI, Var ekki hæfur til aksturs næstu 4 tímana samkvæmt löggimann. Hlín var ekki með ökuskirteinið sitt þannig við þurfum bara að doka aðeins við. Tókum góðan labbitúr og ég fékk mér vel að borða og drekka, fór svo og blés aftur eftir rúmann einn og hálfann tíma og þá var ég orðinn góður...

En þetta var fín hátið og er ég alveg viss um að kíkja þarna aftur. Skemmtileg stemmning og mjög fallegur bær.

Annars er lítið annað að frétta nema við förum auðvitað aftur til Akureyrar næstu helgi, skólinn byrjar á mánudaginn. Þannig við þurfum bara að fara að pakka dótinu okkar og gera okkur tilbúin. Skólinn fer að bresta á

Jæja gott í bili, 


Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106327
Samtals gestir: 6820
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:10:49

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar