09.02.2009 09:33
Kaupstaðarferð
Ég og Hlín kíktum til Reykjavíkur núna um helgina í smá kaupstaðarferð. Það var stór vísindaferð hjá mér í skólanum og því kjörið að slá til í smá ferðalag.
Ég fór með skólanum í Marel og Seðlabankann, svo fór hópurinn í fleiri fyrirtæki einnig sem ég fór ekki í. Mig hlakkaði mikið til þess að fara í Seðlabankann og hafði ég vonað að Dabbi hefði verið búinn að svara bréfinu frá Jóhönnu áður en heimsóknin var, en svo var nú reyndar ekki.
Varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með heimsóknina í Seðlabankann, við vorum sett í einhvern fyrirlestrarsal og þar var bara talað í einn og hálfan tíma og svo ekkert meir. Maður hélt nú að það yrði farinn "túr" í gegnum húsið og maður fengi aðeins að sjá hvernig væri þarna inni. En við fengum ekki einu sinni að fara í gegnum öryggishliðið

Svo seinna um daginn fór ég í Marel með liðinu og það var mjög gaman. Marel og mjög framarlega í sínum geira og var afskaplega skemmtilegt að skoða fyrirtækið hjá þeim. Þar var einmitt svona "walk around" um fyrirtækið sem ég hafði mikið gaman af. Mæli með Marel ef menn komast í vísindaferð þangað.
Annars var helgin bara róleg hjá okkur. Hlín fór auðvitað í sínar verslunarleiðangra og ég held hún hafi farið oftar í Kringluna heldur en ég fór á klósettið alla helgina

Ég og pabbi réðumst í smá tiltekt heima og fórum með smá drasl upp í bílskúr upp í Mosó. Gerðist nú bara í fyrsta skipti í ansi langan tíma að við tókum eitthvað úr skúrnum en settum ekki bara inn í hann. En það dót fór nú bara mest allt á haugana.
Heimleiðin gekk bara fínt og var heiðskírt mest allan tímann.
Ekki meira í bili,
Kveðja,
Skrifað af Gunnar
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18