18.02.2009 09:25
Blogg
Guten tag meine damen und herren..
Langaði að setja inn smá færslu hérna þar sem maður hefur verið svo duglegur upp á síðkastið að viðhalda vefnum. (Þetta er ágætis leið til að maður muni hvað maður var að gera á yngri árum þegar maður verður kominn með meiri Alzheimer og man ekki neitt stundinni lengur)
Annars er bara allt gott að frétta frá mér og Hlín. Skólinn er kominn vel af stað og maður er farinn að vinna vel fyrir verkefnavinnunni. Önnin hjá mér og Hlín virðist vera svolítið mismunandi þar sem hennar önn virðist fremur afslöppuð en mín er stanslaus keyrsla og fáránleg verkefnavinna. Akkúrat öfugt miðað við hvernig þetta var seinustu önn... Skemmtilegt.
Annars er það helsta að frétta að ég er að fara í jeppaferð með Eyfirðingadeild 4x4 klúbbsins hérna fyrir norðan næsta laugardag. Mér skylst á manninum sem skipuleggur ferðina að farið verði í Laugafell ef það verður fært þangað. Farið verður kl 08:00 um morguninn og komið heim seinna um daginn. Það verður fróðlegt að sjá hvað Trölli hefur í stærri jeppana.
Jæja ég ætla ekki að blaðra meira í bili þar sem ég á nú víst að vera fylgjast með því sem blessaður Kostnaðarbókhaldskennarinn er að reyna að koma útur sér. Honum tekst það bara ekkert sérlega vel,
Með kveðju
Gunnar
Skrifað af Gunnar
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18