25.02.2009 23:48

Blogg og vitleysa

Jæja kominn tími til að henda smá texta hér inn.

Ég var að setja inn myndir úr jeppaferðinni sem ég og Sigmar fórum í Flateyjardal með 4x4 klúbbnum. Fórum á laugardegi snemma morguns og vorum yfir allan daginn. Þetta var alveg mögnuð ferð og gerðist ansi margt skrautlegt. Súkkinn hjá mér dreif þetta nú samt allt og lenti ekkert í neinu basli. Átti í smá erfileikum með árbakkana því það er svo stutt á milli hjóla en það hafðist nú í flestum tilvikum. Þurfti aðeins að kippa í bílinn í einum bakkanum en það telst ekki með. Ég var ekki fastur emoticon

Annars er bara allt gott að frétta frá okkur. Ég er að verða vitlaus á allri verkefnavinnunni hjá mér. Skilaði af mér 3 verkefnum seinasta mánudag og þarf að skila 2 næsta mánudag. Og það er eiginlega bara byrjunin. Stærsta verkefni annarinnar er eftir ásamt fleiri öðrum smáverkefnum. (væl væl væl væl)

Annars erum við skötuhjú bara búin að hafa það gott og búin að dunda okkur þegar við höfum frían tíma

Ég mæli endilega með því að kíkja á myndirnar úr ferðinni. Þetta er án efa allra skemmtilegasta jeppaferð sem ég hef farið í og sú bilanafríasta. Það klikkaði ekkert hjá mér og allt hélst í lagi. Svoleiðis á það að vera ;)

Nenni ekki að blaðra meira í bili. Á að vera að læra en það klikkaði eitthvað aðeins. Meistaradeildin og svona,,, ú sí.

Kveðja,

Gunnsi glanni og Hlína fína :)
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106408
Samtals gestir: 6829
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:32:05

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar