29.04.2007 22:11
Enn i Sverige
Jaeja vid aetludum ad blogga örlítid ádur en vid förum til Danmerkur. Thessi dvöl okkar i Svíthjód er búin ad vera rosalega fin. Agaett ad geta slappad adeins af adur en gedveikin byrjar.
Seinasta fimmtudag forum vid a syningu med Steina, Macbeth. Syningin var a itolsku og texti a saensku thannig thid getid imyndad ykkur hvad vid skildum mikid. Plus ad thessi syning var svolitid ruglingsleg. En engu ad sidur var thetta virkilega skemmtilegt, serstaklega eftir a thegar thad var buid ad tilkynna okkur um hvad syningin var...
A fostudeginum forum vid svo til köbenhavn... Roltudum thar um eins og sonnum ferdamonnum ber ad gera. Voru i skó leit handa dekurdósunum Kötu og Àstu, systrum hennar Hlínar. Vid forum svo i Tivoli um kvoldid. Hlin fekk i magann i odru taeki thannig eg hljop um einn i oll taeki eins og halviti. Var lang elstur og leit svona ut eins og perrarnir i oskjuhlidinni. Svo jafnadi hlin sig i mallanum og vid forum i litid parisarhjol og russibana og fleira skemmtilegt.
Hapunkturinn var samt klarlega fallturninn ogurlegi, ekki thad ad hann hafi verid einhvad ogurlegur en utsynid var vodalega gott. Hefdi verid til i ad fa ad hanga thar uppi i dagoda stund til ad skoda. En thad entist stutt...
A laugardeginum leigdi Steini svo bil og vid forum i thennan fina biltur. Planid var ad fara a einhvern ofurfinann pizzustad sem reyndist svo vera lokadur. En endudum inn a thessum fina "sveita"restaurant og fengum alveg magnadar steikur. Virkilega godur matur og audvitad at madur alltof mikid eins og sonnum matgaedingi saemir.
I dag var okkur bodid med i afmaelisveislu til kunningja Steina sem vard 54 ara. Hann fekk tha flugu i hofudid ad leigja bíósal og bjoda folki ad horfa a My Fair Lady med Audrey Hepburn. Eg helt ad thetta yrdi eintom pina en svo reyndist nu ekki. Virkilega fin mynd og ekki a hverjum degi sem madur faer ad sja svona gamlar myndir a tjaldi.
Vid hofum bara verid ad pakka i kvold. Fottudum svo audvitad ad vid erum buin ad kaupa svo mikid ad Steini tharf ad lana okkur auka tosku. Ekki ad thad hafi ekki verid nog af rogast med tvaer hingad. Hlin verdur tha bara ad bera sina til baka .. hehe.
Vid aetlum ad leggja af stad til Danmerkur a morgun um hadegid. Stefnum ad thvi ad vera hja Evu Björk um matatima. (rett fyrir hann alla vega..
)
Saekjum bilinn svo a thridjudaginn til Schmiedmann og tha getum vid farid ad hefja ferdina fyrir alvoru. Mig hryllir reyndar vid ad thurfa pakka aftur i bilinn thar sem thad var ekkert smaraedi i byrjun. Get ekki imyndad mer hvernig thetta verdur nuna. Vid thurfum kannski ad fa okkur tengdamommubox...
Annars er thetta bara buid ad vera aedislegt i Svitjod og fint ad slappa adeins af. Tho thad hafi nu verid erfitt ad hemja verslunarvillinginn en madur fekk ad sofa adeins ut inn a milli.
Vid forum ad setja hrugu af myndum inn fljotlega og jafnvel einhver video.
Gaman ad heyra alitin ykkar.
Mest bestu kvedju
Hlin og Gunni.
Seinasta fimmtudag forum vid a syningu med Steina, Macbeth. Syningin var a itolsku og texti a saensku thannig thid getid imyndad ykkur hvad vid skildum mikid. Plus ad thessi syning var svolitid ruglingsleg. En engu ad sidur var thetta virkilega skemmtilegt, serstaklega eftir a thegar thad var buid ad tilkynna okkur um hvad syningin var...

A fostudeginum forum vid svo til köbenhavn... Roltudum thar um eins og sonnum ferdamonnum ber ad gera. Voru i skó leit handa dekurdósunum Kötu og Àstu, systrum hennar Hlínar. Vid forum svo i Tivoli um kvoldid. Hlin fekk i magann i odru taeki thannig eg hljop um einn i oll taeki eins og halviti. Var lang elstur og leit svona ut eins og perrarnir i oskjuhlidinni. Svo jafnadi hlin sig i mallanum og vid forum i litid parisarhjol og russibana og fleira skemmtilegt.
Hapunkturinn var samt klarlega fallturninn ogurlegi, ekki thad ad hann hafi verid einhvad ogurlegur en utsynid var vodalega gott. Hefdi verid til i ad fa ad hanga thar uppi i dagoda stund til ad skoda. En thad entist stutt...

A laugardeginum leigdi Steini svo bil og vid forum i thennan fina biltur. Planid var ad fara a einhvern ofurfinann pizzustad sem reyndist svo vera lokadur. En endudum inn a thessum fina "sveita"restaurant og fengum alveg magnadar steikur. Virkilega godur matur og audvitad at madur alltof mikid eins og sonnum matgaedingi saemir.
I dag var okkur bodid med i afmaelisveislu til kunningja Steina sem vard 54 ara. Hann fekk tha flugu i hofudid ad leigja bíósal og bjoda folki ad horfa a My Fair Lady med Audrey Hepburn. Eg helt ad thetta yrdi eintom pina en svo reyndist nu ekki. Virkilega fin mynd og ekki a hverjum degi sem madur faer ad sja svona gamlar myndir a tjaldi.
Vid hofum bara verid ad pakka i kvold. Fottudum svo audvitad ad vid erum buin ad kaupa svo mikid ad Steini tharf ad lana okkur auka tosku. Ekki ad thad hafi ekki verid nog af rogast med tvaer hingad. Hlin verdur tha bara ad bera sina til baka .. hehe.
Vid aetlum ad leggja af stad til Danmerkur a morgun um hadegid. Stefnum ad thvi ad vera hja Evu Björk um matatima. (rett fyrir hann alla vega..

Saekjum bilinn svo a thridjudaginn til Schmiedmann og tha getum vid farid ad hefja ferdina fyrir alvoru. Mig hryllir reyndar vid ad thurfa pakka aftur i bilinn thar sem thad var ekkert smaraedi i byrjun. Get ekki imyndad mer hvernig thetta verdur nuna. Vid thurfum kannski ad fa okkur tengdamommubox...
Annars er thetta bara buid ad vera aedislegt i Svitjod og fint ad slappa adeins af. Tho thad hafi nu verid erfitt ad hemja verslunarvillinginn en madur fekk ad sofa adeins ut inn a milli.
Vid forum ad setja hrugu af myndum inn fljotlega og jafnvel einhver video.
Gaman ad heyra alitin ykkar.
Mest bestu kvedju
Hlin og Gunni.
24.04.2007 21:12
Sverige
Heil og Sael.
Vid skotuhjuin erum nuna i godu yfirlaeti hja Steina, pabba hennar Hlinar i Malmo i Svitjod. Thid verdid ad afsaka stafina hja okkur i thessari faerslu, erum i saenskri tolvu.
Seinasta sunnudag keyrdum vid nidur allt Jotland. Vid stoppudum i Regnskoven i Randers, skodudum thar ymisleg skrytinn og ahugaverd dyr. Thetta var dyragardur sem var byggdur i halfgerdum svona "Domes", rosalegur raki tharna inni og madur var ordinn heiftalega sveittur bara fyrsta korterid. En thad var samt mjog gaman, saum krokodila, fyndna apa, slongur, litla hakarla, pirana fiska, dauda rottu sem var matur einhverjar slongunnar. Svin med rana.. (veit ekki nafnid a thessu kvikindi en thad var mjog fyndid)
Vid endudum svo a thvi ad keyra til hennar Evu Bjarkar sem er fraenka hennar Hlinar og byr hun i Sonderborg sem er rett hja Nordborg (thar sem billinn for i extreme makeover) Thar var tekid a moti okkur eins og hofdingum og fengum vid rosalega godan sjavarett sem reyndar hlin bordadi ekki utaf ofnaeminu sinu, en tha steikti Juha ? (madurinn hennar Evu, hann er finnskur og eg er ekki alveg klar hvernig madur skrifar nafnid hans) handa henni dyrindis kjukling og allir voru saddir og gladir. Kjoftudum svo einhvad fram eftir kvoldi. Eva hjalpadi okkur alveg rosalega og eg er ekki viss um ad thetta hefdi tekist svona vel hja okkur ef hun hefdi ekki adstodad okkur svona mikid.
Thegar eg for med bilinn til Schmiedmann i Nordborg tha keyrdi hun a eftir okkur og for svo med okkur aftur til baka til Sonderborg. Sem veitti ekki af thvi Schmiedmann er eiginlega stadsett bara lengst upp i sveit svona thannig lagad sed, their eru alla vega ekki a mjog fjolmennum stad.
En i Schmiedmann var tekid vel a moti okkur og leit verkstaedid thar bara rosalega vel ut.
Thegar vid komum aftur til Sonderborg tha skildi Eva vid okkur og vid byrjudum ad rolta i attina ad lestastodinni. Thad labb var agaetis hreyfing serstaklega thar sem vid vorum med svolitinn farangur. En allt saman gekk thetta nu bara vel a endanum og var einstaklega gaman ad taka myndir tharna i kring.
Vid keyptum svo mida til Kaupmannahafnar med lestinni, bidum i einhvern klukkutima a lestarstodinni og ferdin sjalf tok um 4 tima til koben. Thadan tokum vid svo lest til Malmo og tok Steini a moti okkur thar.
Thad sem kom okkur eiginlega mest a ovart er hversu dyrt er ad ferdast med lest. Tho er thetta reyndar svolitid long vegalengd, en ef vid hefdum getad timasett thessa ferd betur hefdum vid getad flogid fyrir minni pening. Fundum flug a 325 saenskar og tekur thad einungis 40 minutur beint til Malmo, thess i stad vorum vid a ferdinni i ruma 10 tima.
En vid sjaum ekki eftir neinu, serstaklega thar sem eg (gunnar) hef ekkert komid til danmerkur, ne svitjodar ad neinu viti.
I dag forum vid svo i verslunarleidangur i malmo. Fotin herna eru talsvert odyrari en i danmorku og vid misstum okkur svolitid i H&M. Serstaklega a mig thar sem eg hef ekki skridid undan bilnum hja mer i allan vetur og atti engin föt fyrir skólann. Eyddi hatt i 20 thusund i föt en eg keypti mer lika 2 jakka/úlpur, 3 skyrtur, buxur, 2 boli, 2 hettupeysur, Thannig madur aetti ad vera ordinn godur fyrir haskolann.
Hlin atti ekki i erfileikum med ad versla heldur frekar en fyrri daginn en hun var nu tho heldur skarri en eg i dag. En eg er lika bara buinn, tok einn dag i thetta og tharf ekkert meira.

Vid endudum svo daginn med Steina og fengum okkur hamborgara og bjór, gódur endir a godum degi.
Aetlum ad kikja adeins aftur nidur i bae a morgun og jafnvel finna handa mer einhverja klippistofu.
Stefnan er svo ad fara til Koben i einn dag i vikunni og enda svo i tivolinu um kvoldid.
Bidjum bara kaerlega ad heilsa ollum og vonandi hafidi thad sem best.
Kvedja fra Sverige!

21.04.2007 19:45
Danmark
Jæja er ekki kominn tími á nýja færslu frá okkur. Ferðin hefur gengið bara mjög vel til þessa og ekkert komið uppá. Við erum núna í Sæby í Danmörku í einhverri skemmtilegustu gistingu sem ég hef nokkurn tíma komið í. Við þurfum reyndar að borga örlítið fyrir þetta þar sem við vorum komin í svolítið klandur með gistingu. Við erum sem sagt í svona "Hutteby" , lítill sveitabær hér rétt fyrir utan Frederikshavn.
Ferðin í Norrænu gekk bara mjög vel, við lentum reyndar í svolítið vondum sjó á milli Þórshafnar og Bergen, það var norðanátt allan tímann og báturinn lamdi vel í öldurnar á leiðinni. Heyrðum eina sögu frá kalli sem gunni var að tala við að það hafi verið fullt af fólki á barnum það kvöld og í einni öldinni tæmdust öll borðin á barnum og allt útum allt.
Við lentum líka í því inn í herbergi að Gunni flaug af stólnum þegar hann var einhvað að nördast í tölvunni sinni og rúllaði yfir þvert herbergið.. Leiðinlegt að eiga ekki video af því.. (America's funniest next boat video)
Gunni lenti svo líka í að það var gengið inn á hann ((((rassberann))) af þernunum en hann rétt náði að bjarga sér inn í skáp. Þetta skeði sem sagt í morgun þegar við áttum að fara tæma herbergið, það átti sem sagt að tæma káetuna klukkutíma fyrir aðkomu en það var ekkert sagt í kallkerfinu, þannig þegar við vöknuðum höfðum við hálftíma til að koma okkur út og ganga frá dótinu okkar, vorum búin að pakka að mestu.
Færeyjar og Bergen voru mjög fínir staðir. Hlín fann sér einhverjar búðir til að skoða í þó henni hafi ekki tekist að versla neitt. Sem er ágætt.... (nema hún keypti sokka handa mér..) (það er svo auðvelt að versla handa þeim sem á ekki svona mikið af fötum)
Við tókum fullt af fyndnum myndum í Færeyjum af asnalegum skiltum og merkingum, svo sem búðinni "Gellan" og "Reyða Krossinum". Já og svo var maður sem var með skilti fyrir utan húsið hjá sér og hann greinilega vann sem grannskoðari , hvað svo sem í ósköpunum það starf gerir... (don't want to know)
Við eyddum svo deginum í dag í Frederikshavn með mömmu og einhverjum konum sem hún þekkti. Hún sem sagt tók ferju frá Larvik, kona sem hún þekkir sem vinnur í ferjunni og hún fékk að skjótast yfir með. Fórum út að borða á rosalega huggulegt veitingahús.
Á morgun keyrum við svo í Legoland, ætlum að sjá hvernig við eyðum deginum, erum ekki alveg að tíma miklum pening í aðgangseyri þar inn en ef ekkert annað verður að gera þá kíkjum við kannski.
Á mánudaginn brunum við svo niður til Nordborg þar sem bíllinn fer í make-up og svo er bara næst á dagskrá að finna útur því hvernig við komumst þaðan til Svíþjóðar. Ætli við reynum ekki að fá leiðbeiningar í Nordborg um það bara. Getur ekki verið það flókið.
Nóg langloka í bili , reynum frekar að blogga oftar, það er ekki dýrt að leigja svo wireless network í nokkra tíma hérna úti. Á staðnum sem við erum kostar um það bil 250 krónur kvöldið.
Ætlum að reyna setja nýjar myndir í myndaalbúmið í kvöld þannig þið getið flett yfir það.
Hlökkum til að heyra í ykkur og endilega verið dugleg að skrifa til okkar.
Kær kveðja frá ævintýraförunum.
17.04.2007 21:05
Seyðisfjörður
Howdy
Núna er við komin til Seyðisfjarðar. Við lögðum af stað í morgun klukkan 10 og tókum okkur bara fínan tíma á leiðinni. Við stoppuðum slatta og skoðunum og tókum myndir hér og þar. Komum við í jökulsárlóni og sáum einn ísjakann velta, var svolítið magnað.
En ég ætla bara að hafa þetta stutt héðan úr krummaskuðinu Seyðisfirði þar sem ekkert er merkt og maturinn vondur.. Nei nei þetta er voðalega fínt, hostelið okkar er það fínasta og ég meira segja get rænt netinu frá einhverjum hérna í nágreninu, svona er þegar þessir sveitalúðar kunna ekkert á w-lanið sitt...
Bíllinn stóð sig eins og hetja og meira segja þegar við fórum yfir Öxi. Sem var nú furðu góð miðað við árstíma.
Mældi meðaleyðsluna á bílnum og hún var í kringum 8.8/100 km
Báturinn fer svo klukkan 5 á morgun og ætli við dútlum okkur ekki bara hérna einhvað frma eftir degi, þríf kannski bílinn til að drepa tímann.
Núna er við komin til Seyðisfjarðar. Við lögðum af stað í morgun klukkan 10 og tókum okkur bara fínan tíma á leiðinni. Við stoppuðum slatta og skoðunum og tókum myndir hér og þar. Komum við í jökulsárlóni og sáum einn ísjakann velta, var svolítið magnað.
En ég ætla bara að hafa þetta stutt héðan úr krummaskuðinu Seyðisfirði þar sem ekkert er merkt og maturinn vondur.. Nei nei þetta er voðalega fínt, hostelið okkar er það fínasta og ég meira segja get rænt netinu frá einhverjum hérna í nágreninu, svona er þegar þessir sveitalúðar kunna ekkert á w-lanið sitt...

Bíllinn stóð sig eins og hetja og meira segja þegar við fórum yfir Öxi. Sem var nú furðu góð miðað við árstíma.
Mældi meðaleyðsluna á bílnum og hún var í kringum 8.8/100 km
Báturinn fer svo klukkan 5 á morgun og ætli við dútlum okkur ekki bara hérna einhvað frma eftir degi, þríf kannski bílinn til að drepa tímann.
16.04.2007 13:03
Change of plans
Jæja , ferðin byrjar aldeilis vel hjá okkur

Ég er búinn að vera í sambandi við Vegagerðina núna í dag og í gær og mér var tjáð að færðin norður væri engan veginn góð og hvað þá fyrir svona sleða eins og við erum á.
Erum búin að panta okkur gistingu á Seyðisfirði á morgun (þriðjudag) ((Hlín á afmæli)) og við leggjum af stað þá bara snemma um morguninn og getum því tekið okkur tíma og skoðað aðeins. Ef veðrið verður sæmilegt kíkjum við kannski á álverið ógurlega á Reyðarfirði.
Heyrumst seinna

13.04.2007 21:11
Ferðaáætlun
Ákvað að búa til bara nýja færlsu sambandi við svona grófa ferðaáætlun hjá okkur svo þetta verði ekki eins mikil samloka að lesa.
Planið hjá okkur er svona að mestu leyti neglt niður, við erum þó reyndar ekki með skeiðklukkuna á lofti og ætlum að leyfa þessu að reika svolítið að sjálfu sér.
Nennum ekki að gera neina tímaáætlum sem maður endar alltaf á því að missa niðrum sig og stressa sig í kaf yfir.
Ferðina mun alla vega byrja á því að "reyna" koma til Akureyrar næstkomandi mánudag, en eins og veðurspáin hefur verið upp á síðkasti er ekki víst að snjóhefillinn minn drífi þangað... Stefnan er alla vega sú að reyna keyra hringinn á endanum, byrja á Akureyri, gista þar í eina og hálfa nótt, eða svo, seinni nóttina þyrftum við að leggja af stað mjög snemma. Fara svo þegar við komum til baka suðurleiðina, þannig að við myndum ná einum hring í kringum landið svona allt í allt.
En eins og ég sagði, ef veðrið verður það slæmt þá bara förum við suðurleiðina og gistum jafnvel eina nótt á Seyðisfirði.
Fyrsta stoppið verður auðvitað hjá frændum okkar í Færeyjum og hlakkar okkur mikið til að skoða Reiða Krossinn og Sparikassann.
Þegar við komum svo loksins til Danmerkur eftir 3 daga gláp á ferðatölvuna og alla þættina sem eru þar þá verður stefnunni haldið til Schmiedmann í Nordborg í Danmörku. Þar fer bíllinn í smá check og verða keyptir sílsar og læst drif og fleira gotterí sem enginn nennir að lesa hvað er.
Meðan á þeirri aðgerð stendur munum við fara til Malmö í Svíþjóð til pabba hennar Hlínar, hann ætlar að vera með okkur í nokkra daga og munum við væntanlega fara til Köben og skoða Norðurlöndin einhvað.
Þegar því er svo lokið og bíllinn orðinn 100% tilbúinn keyrum við niður til Hamburgar og byrjar ferðina þá eiginlega þar. Við ákváðum að taka rangsælishringinn á Evrópu, það er segja að byrja á Þýskalandi , taka svo Holland, Belgíu, Lúx og svo Frakkland.
Við munum svo eyða 3-4 dögum í París þar sem við höfum margt að skoða þar. Svo er stefnan tekin á ríveruna í Frakklandi og niður til Monaco.
Þaðan ætlum við svo til Ítalíu og við ætlum að fara neðst í þann skó til Pompei (held það sé skrifað svona) Stoppum auðvitað í Róm og fleiri borgum. Endum svo í Feneyjum.
Þaðan förum við örlítið inn í Austurríki og við erum reyndar ekki alveg ákveðin hvort við eigum að keyra í gegnum Tékkland og beint inn í Pólland eða hvort við eigum að taka neðri hlutann af Þýskalandi og fara svo upp Þýskaland og þaðan inn í Pólland, ætli við ákveðum það ekki bara þegar nær dregur.
En í Póllandi höfðum við hugsað okkur að stoppa í nokkra daga í Kraká, skoða það Auschswitz (reyndi þó) og saltnámurnar þar og ýmislegt annað. Svo líka þegar ég sagði Hlín hvað pólverjarnir í vinnunni hjá mér hefðu sagt að það væri svo ódýrt að versla þar að þá vildi hún ólm komast þangað.

Við gerum okkur þó grein fyrir því að við verðum að passa okkur í Póllandi og er búið að benda mér á nokkur hótel þar sem við getum geymt bílinn inni og haft góð öryggishólf.
Eftir Pólland keyrum við aftur til Þýskaland og svo verður stefnan tekin á Svíþjóð, gæti verið að við stoppum eina nótt hjá pabba hennar Hlínar aftur, en svo förum við sem sagt til Noregs við hennar móður minnar og eyðum seinustu dögunum okkar þar. Reynum að skoða Norge eitthvað og hver veit nema maður skelli sér á jökul og rifji upp gamla skíðatakta. (Þarf reyndar að passa mig nú að fótbrjóta mig ekki svo við komumst aftur heim

Tökum svo Norrænu aftur til baka frá Bergen í Noregi og ætti ferðinni þá að vera lokið um það bil.
Endilega ef þið hafið einhverjar uppástungur eða ráðleggingar þá getiði sett þær hér í álit eða sent mér mail á "// gunnilar [ at ] gmail.com //" (vil ekki fá spam)
Ps, setti líka inn albúm með myndum af bílnum ef einhver hefur áhuga. Kannski full margar og full flóknar en það verður bara að hafa það.
Nóg af bulli í bili.
13.04.2007 20:58
5 dagar!
Núna styttist óðum í ferðina og allt fer að verða klárt. Við erum búin að redda svona mest öllu því sem við þurfum fyrir þetta ævintýri og það er bara svona smáhlutir sem eru eftir. Bíllinn er kominn á númer og með 08' skoðun, athugasemdalaust

Tilgangurinn með þessari færslu var svona aðeins að segja frá því hvernig þessi ferð kom upp á hjá okkur. Þegar ég og Hlín kláruðum skólann vorum við sammála um að við nenntum ekki bara vera að vinna hérna heima og bíða eftir háskólanáminu. Okkur langaði að ferðast einhvað og prufa eitthvað allt ananð.Á þessum tíma vorum við jafnvel að hugsa um að flytja út og prufa jafnvel að vinna í öðru landi. Ástralíu eða einhverju slíku. Við munum svo hvorug hvernig hugmyndin fæddist að Evrópureisunni en hún kom þarna einhvern tíma eftir að við vorum farin að láta hugann reika um hvað skyldi gera í millitíðinni þangað til við færum í skóla.
Það hafa margir bent okkur á hvort þessi ferð sé ekki tilkomin á kannski svolítið röngum tíma, þar sem við erum líklegast að fara flytjast til Akureyrar í háskólann þar og það kostar auðvitað svolitla peninga. En fyrir okkur kemur þessi ferð einmitt á hárréttum tíma, því við skiljum í rauninni engar áhyggjur eftir hér heima, við erum bæði búin með skólann, ekkert mál að fá frí úr vinnunum og við höfum ekkert barn eða íbúð eða afborganir til að hafa áhyggjur af. Önnur ástæðan er nátturulega að þegar við erum búin með háskólann að þá tekur auðvitað við að fara reyna borga niður námslánin, fara fá sér vinnu og maður fer að íhuga íbúða(húsa) kaup og allur sá pakki..
Auðvitað mun maður þurfa að hafa svolítið fyrir því að borga upp ferðina en það er samt ekkert sem við setjum fyrir okkur. Við erum bæði dugleg að vinna og við stefnum að því að taka fyrsta árið í háskólanum bara svolítið rólega og reyna lifa svolítið sparsamlega.
05.04.2007 13:20
13 dagar!! :)
jæja það styttist í ferðina okkar og við erum eiginlega ekki búin að redda neinu.
eigum eftir að fá visa-kort og eitthvað kort fyrir bílinn.. erum ekkert farin að plana hvað við ætlum að taka með .. þetta er alveg rosalegt.. en við klárum þetta vonandi um páskana..
við eigum líka eftir að sækja um háskóla áður en við förum og ég þarf að taka verklega bílprófið (btw, þá tók ég bóklega í vikunni og náði!! :) þannig eg verð nú vonandi komin með bílprófið góða þegar við förum út.
annars er lítið annað í gangi en að stressast og klára bílinn, gunni greyið hefur varla sofið uppá síðkastið því hann er að vinna allar nætur að púsla bílnum saman.. en þetta er allt að koma.. ætlum að setja myndir hérna inná þegar hann verður ready ;)
sé ykkur seinna sykurpúðar kv. Hlínsa :)
eigum eftir að fá visa-kort og eitthvað kort fyrir bílinn.. erum ekkert farin að plana hvað við ætlum að taka með .. þetta er alveg rosalegt.. en við klárum þetta vonandi um páskana..
við eigum líka eftir að sækja um háskóla áður en við förum og ég þarf að taka verklega bílprófið (btw, þá tók ég bóklega í vikunni og náði!! :) þannig eg verð nú vonandi komin með bílprófið góða þegar við förum út.
annars er lítið annað í gangi en að stressast og klára bílinn, gunni greyið hefur varla sofið uppá síðkastið því hann er að vinna allar nætur að púsla bílnum saman.. en þetta er allt að koma.. ætlum að setja myndir hérna inná þegar hann verður ready ;)
sé ykkur seinna sykurpúðar kv. Hlínsa :)
12.03.2007 18:41
Fyrsta færslan
Jæja þá er bloggið loksins komið upp.
Tilgangurinn með þessari síðu er að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með ferðinni okkar til Evrópu. Við ætlum að reyna vera voðalega dugleg í að uppfæra hana meðan við erum úti og munum nota hvert tækifæri til þess að henda inn nýjum myndum.
Við verðum einnig með gestabók hér svo fólk geti skrifað kannski smá kveðju til okkar sem við getum lesið úti (fjandi dýrt að hringja alltaf heim þessa tvo mánuði sem við verðum úti...
Látum þetta nægja að sinni.
Kveðja.
Hlín og Gunni
Tilgangurinn með þessari síðu er að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með ferðinni okkar til Evrópu. Við ætlum að reyna vera voðalega dugleg í að uppfæra hana meðan við erum úti og munum nota hvert tækifæri til þess að henda inn nýjum myndum.
Við verðum einnig með gestabók hér svo fólk geti skrifað kannski smá kveðju til okkar sem við getum lesið úti (fjandi dýrt að hringja alltaf heim þessa tvo mánuði sem við verðum úti...
Látum þetta nægja að sinni.
Kveðja.
Hlín og Gunni

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18