Færslur: 2007 Maí
28.05.2007 22:02
Ítalía - Róm
Jæja þá erum við í Róm.
Við erum búin að skoða Písa og Flórens seinustu daga.
Við keyrðum frá Tórinó til Písa og kíktum auðvitað á skakka turninn og tókum fullt af myndum. Við eyddum ekki miklum tíma þar og svo í enda dags þá keyrðum við til Flórens, við vorum í tvo daga þar en eiginlega einn bara í að skoða.
Við fórum auðvitað að sjá "dómuna" í Flórens, Uffizi safnið og margt fleira.
Gleymdum að segja frá því að við lentum í því í Tóríno að það var lagt við hliðina á okkur í bílastæðinu okkar sem gerði það að verkum að við komumst ekki út. Einhver fábjáni á jeppa sem setti bara hazardinn á við hliðina á okkur og var í svona 2 tíma... Helvítis ítalir
En já, við erum sem sagt í Róm núna, við erum á gistihúsi hér sem er svona ágætlega huggulegt, loftkælingin mætti vera betri og maurarnir sem létu sjá sig í gær koma vonandi ekkert í dag... En að öðru leyti ágætis gisting.
Dagurinn í dag var tekinn snemma, við tókum lestina niður að safninu í Vatikaninu, erum svolítið fyrir utan miðborgina þannig þetta hefði orðið ansi langur göngutúr.
Röðin í safnið var alger djók og tók vel yfir klukkutíma, sem betur fer eftir að við náðum loksins inn þá byrjaði að rigna, svo þegar við kláruðum safnið þá hætti rigningin, mér heyrist hún samt vera byrjuð aftur núna og með góðum eldingum líka.
Vatikan safnið var rosalega stórt og mikið. Það var eiginlega of mikið af fólki þarna inni og í Sixtínsku Kappellunni var þetta nátturulega bara djók. Það voru svona 300 manns þarna inni og allir stóðu bara og horfðu upp í loftið (en ekki hvert) og svo var vörður sem sussaði á mannskapinn þegar hann var farinn að tala of mikið (við hverju búast þeir þegar þeir hafa svona marga þarna inni)
Það er eitt sem hefur angrað okkur rosalega í þessum safnferðum okkar, ekki að við séum neinir rasistar á neinn hátt en þá eru þessi austurlandabúar alveg gjörsamlega óþolandi í umgengni... Það er ekki nóg með að auðvitað ferðast þeir allir í hópum, 50 MIN! , þannig ef einn þeirra treðst fyrir framan þig þá koma allir hinir dvergarnir hlaupandi og hrindandi með. Svo er þetta líka bara svo dónalegt fólk , það treðst bara fyrir mann og ýtir og allar græjur til þess að vera 5 mínutum á undan næsta manni. Svo eru nátturulega myndavélarnar.... það verður að taka mynd af öllu, helst átta sinnum, og mynd af öllu með öllum, helst átta sinnum... Sem betur fer er bannað að lemja minnimáttar.. Ég er sjálfsagt ekki sá eini sem hef lent í þessu.
Svo er líka alveg æðislegt að sjá frumleikann í sölumönnunum hérna, í röðinni á safnið í dag þá var frekar heitt, þannig þá voru þeir (flestir litaðir (tyrkir sýndist mér) að selja vatn, kalt. Ok, frekar sniðugt.. Svo þegar byrjaði að rigna,,, voru þeir þá ekki mættir með regnhlífarnar.. hehe þetta var alveg kostulegt að sjá þá þarna..
Við vorum ekkert að flýta okkur á safninu, það var nátturulega rigning þannig við skoðunum svona það flesta og tókum myndir þar sem það mátti.
Svo í St. Péturskirkju gekk þetta nú betur, þar var frítt inn og flæðið mikið betra, enda stærra svæði.
Kirkjan er vægast sagt frábær í útliti. Við vorum alveg agndofa yfir stærðinni á þessu. Svolítið magnað líka að fá að sjá kisturnar hjá fyrrverandi páfum, svo sem eins og jóhannesi páli nr 2.
Við fórum svo upp í "Kúpulinn" sem var ekki nema 500 þrep fyrir þá sem kusu að kaupa miða í stiga, ekki lyftu (við tökum ekki lyftur í þessari ferð takk fyrir) og þá tók svona temmilega á. Gaman að sjá innan í kirkjuna svona hátt uppi og inn í dómuna. Svo fórum við út og fengum flott útsýni yfir bæinn.
Róm er mikið stærri heldur en þær borgir sem við höfum verið að skoða, eða þeas allt mikið dreifðara, þannig í dag tókum við bara þetta tvennt, svona það helsta. Gengum reyndar svo mikið á endanum að við enduðum hjá hringleikahúsinu, en við vorum svo þreytt að við tókum bara lestina heim og sjáum það á morgun.
Planið er svo að klára róm á morgun og fara svo til Pompei daginn eftir, neðar förum við ekki. Svo keyrum við til Feneyja og stoppum þar í einn dag. Meira er ekki ákveðið alveg með föstu. En eitt er víst að tíminn er að hlaupa frá okkur. Þótt ótrúlegt megi virðast.
En manni fer nú að hlakka samt til að geta tekið því rólega, við ætlum að reyna liggja bara í sólbaði hjá mömmu í Noregi, við erum orðin ansi lúin, Hlín greyið sofnaði klukkan 9 í kvöld meðan ég hef verið að hamast við að setja inn myndir (þetta tekur engann smá tíma)
Svo fer nú að líða að því að við förum að fá að vita hvort við komumst inn í háskólana. Það ætti að verða forvitnilegt.
Bless í bili :) Reynum kannski að setja inn myndir frá ítalíu á morgun.
Kveðja, Gunni og Hlín Svefnstrumpur.
Við erum búin að skoða Písa og Flórens seinustu daga.
Við keyrðum frá Tórinó til Písa og kíktum auðvitað á skakka turninn og tókum fullt af myndum. Við eyddum ekki miklum tíma þar og svo í enda dags þá keyrðum við til Flórens, við vorum í tvo daga þar en eiginlega einn bara í að skoða.
Við fórum auðvitað að sjá "dómuna" í Flórens, Uffizi safnið og margt fleira.
Gleymdum að segja frá því að við lentum í því í Tóríno að það var lagt við hliðina á okkur í bílastæðinu okkar sem gerði það að verkum að við komumst ekki út. Einhver fábjáni á jeppa sem setti bara hazardinn á við hliðina á okkur og var í svona 2 tíma... Helvítis ítalir

En já, við erum sem sagt í Róm núna, við erum á gistihúsi hér sem er svona ágætlega huggulegt, loftkælingin mætti vera betri og maurarnir sem létu sjá sig í gær koma vonandi ekkert í dag... En að öðru leyti ágætis gisting.
Dagurinn í dag var tekinn snemma, við tókum lestina niður að safninu í Vatikaninu, erum svolítið fyrir utan miðborgina þannig þetta hefði orðið ansi langur göngutúr.
Röðin í safnið var alger djók og tók vel yfir klukkutíma, sem betur fer eftir að við náðum loksins inn þá byrjaði að rigna, svo þegar við kláruðum safnið þá hætti rigningin, mér heyrist hún samt vera byrjuð aftur núna og með góðum eldingum líka.
Vatikan safnið var rosalega stórt og mikið. Það var eiginlega of mikið af fólki þarna inni og í Sixtínsku Kappellunni var þetta nátturulega bara djók. Það voru svona 300 manns þarna inni og allir stóðu bara og horfðu upp í loftið (en ekki hvert) og svo var vörður sem sussaði á mannskapinn þegar hann var farinn að tala of mikið (við hverju búast þeir þegar þeir hafa svona marga þarna inni)
Það er eitt sem hefur angrað okkur rosalega í þessum safnferðum okkar, ekki að við séum neinir rasistar á neinn hátt en þá eru þessi austurlandabúar alveg gjörsamlega óþolandi í umgengni... Það er ekki nóg með að auðvitað ferðast þeir allir í hópum, 50 MIN! , þannig ef einn þeirra treðst fyrir framan þig þá koma allir hinir dvergarnir hlaupandi og hrindandi með. Svo er þetta líka bara svo dónalegt fólk , það treðst bara fyrir mann og ýtir og allar græjur til þess að vera 5 mínutum á undan næsta manni. Svo eru nátturulega myndavélarnar.... það verður að taka mynd af öllu, helst átta sinnum, og mynd af öllu með öllum, helst átta sinnum... Sem betur fer er bannað að lemja minnimáttar.. Ég er sjálfsagt ekki sá eini sem hef lent í þessu.
Svo er líka alveg æðislegt að sjá frumleikann í sölumönnunum hérna, í röðinni á safnið í dag þá var frekar heitt, þannig þá voru þeir (flestir litaðir (tyrkir sýndist mér) að selja vatn, kalt. Ok, frekar sniðugt.. Svo þegar byrjaði að rigna,,, voru þeir þá ekki mættir með regnhlífarnar.. hehe þetta var alveg kostulegt að sjá þá þarna..
Við vorum ekkert að flýta okkur á safninu, það var nátturulega rigning þannig við skoðunum svona það flesta og tókum myndir þar sem það mátti.
Svo í St. Péturskirkju gekk þetta nú betur, þar var frítt inn og flæðið mikið betra, enda stærra svæði.
Kirkjan er vægast sagt frábær í útliti. Við vorum alveg agndofa yfir stærðinni á þessu. Svolítið magnað líka að fá að sjá kisturnar hjá fyrrverandi páfum, svo sem eins og jóhannesi páli nr 2.
Við fórum svo upp í "Kúpulinn" sem var ekki nema 500 þrep fyrir þá sem kusu að kaupa miða í stiga, ekki lyftu (við tökum ekki lyftur í þessari ferð takk fyrir) og þá tók svona temmilega á. Gaman að sjá innan í kirkjuna svona hátt uppi og inn í dómuna. Svo fórum við út og fengum flott útsýni yfir bæinn.
Róm er mikið stærri heldur en þær borgir sem við höfum verið að skoða, eða þeas allt mikið dreifðara, þannig í dag tókum við bara þetta tvennt, svona það helsta. Gengum reyndar svo mikið á endanum að við enduðum hjá hringleikahúsinu, en við vorum svo þreytt að við tókum bara lestina heim og sjáum það á morgun.
Planið er svo að klára róm á morgun og fara svo til Pompei daginn eftir, neðar förum við ekki. Svo keyrum við til Feneyja og stoppum þar í einn dag. Meira er ekki ákveðið alveg með föstu. En eitt er víst að tíminn er að hlaupa frá okkur. Þótt ótrúlegt megi virðast.
En manni fer nú að hlakka samt til að geta tekið því rólega, við ætlum að reyna liggja bara í sólbaði hjá mömmu í Noregi, við erum orðin ansi lúin, Hlín greyið sofnaði klukkan 9 í kvöld meðan ég hef verið að hamast við að setja inn myndir (þetta tekur engann smá tíma)
Svo fer nú að líða að því að við förum að fá að vita hvort við komumst inn í háskólana. Það ætti að verða forvitnilegt.
Bless í bili :) Reynum kannski að setja inn myndir frá ítalíu á morgun.
Kveðja, Gunni og Hlín Svefnstrumpur.
24.05.2007 23:03
Dijon - Avignon - Millau - Avignon- Arles - Marseilles - Cannes - Monaco - Torino
Jæja núna er kominn tími fyrir smá skriffinnsku hérna.
Síðustu dagar hjá okkur hafa ekki verið neitt eðlilega stífir og mikið að skoða. Við höfum ekki verið í miklu internet sambandi og eingöngu farið á netcafé til þess að panta gistingar.
Eftir að við vorum í París ákváðum við að keyra til Dijon, sem verður að segjast kom okkur virkilega á óvart. Við ætluðum bara að vera í eina nótt en ákvaðum að eyða tveimur dögum þar sem við fundum svo skemmtilegann kastala til þess að skoða. Chateu De Bussi Rabutin. Það var rosalega gaman að sjá þann kastala þar sem hann hafði ekki verið eins endursmíðaður eins og aðrir sem ég hef til dæmis séð í þýskalandi. Leiðin þangað var líka alveg æðisleg, lengst upp í sveit og þvílikt krappir og erfiðir vegir sem bmwinum hefur nú ekki fundist leiðinlegt að negla.
Þegar við vorum búin með Dijon fórum við að ákveða hvert við ætluðum næst og fórum við svona að hugsa að því að halda suður á við. Við ákvaðum svo bara eiginlega uppúr þurru að fara að skoða Viaduct Millau brúnna sem trónir yfir smábænum Millau rétt hjá Arles í Frakklandi. Brúin var smiðuð árið 2004 og er ein hæst brú í Frakklandi (ef ekki sú hæsta) Við sem sagt gistum þar og skoðuðum brúnna sem var rosalega gaman.
Eftir þar fórum við til Avignon og skoðuðm hana mjög vel. Höll páfana eins og það hét var rosalega áhugaverð og landslagið er líka bara frábært þar. Við renndum einnig til Arles um kvöldið og skoðunum hringleikahúsið örlítið.
Svo í dag, þá fórum við frá Avignon, keyrðum niður til Marseilles og þræddum strandlengjuna alveg eins og hún leggur sig. Þetta tók svakalegann tíma og við vorum að koma bara núna upp á hótel í Torino á Ítalíu, þannig keyrslan í dag er búin að vera 13 klukkutímar takk fyrir. Við byrjuðum á Marseilles sem við renndum bara snöggt í gegn, svo tóku við þessir æðislegu smábæir við ströndina við vorum eiginlega bara bæði agndofa yfir fegurðinni þarna. Vegirnir voru frábært, háar brekkur, erfiðar beygjur og lítil umferð. Þegar við fórum svo að koma nær Cannes fórum við nú að finna örlítið fyrir kvikmyndahátiðinni sem er þar núna. Umferðin þyngdist örlítið og við ákvaðum að stoppa ekkert lengi þar. Við rétt keyrðum eftir ströndinni, tókum myndir og slöppuðum aðeins af. Svo áður en við komum til Monaco þá fundum lítinn Pizza stað sem okkur ótrúlega en satt tókst að biðja um pizzu, biðja þau um að hlaða myndavélina okkar og að fá að nota klósettið. Maður þarf ekkert að læra tungumálið ef maður er bara nógu góður í puttamálunum.
Þegar við vorum búin með Cannes var klukkan orðin helvíti margt, og við vorum eiginlega jafnvel á því að sleppa Monaco, en einhvern veginn villtumst við þarna niður og anskotinn hafi það ég ætlaði aldrei að komast þaðan í burtu, loksins þegar öll þolinmæði var þrotin og gps apparatið var að segja mér að gera vinstri beygju beint inn í klettinn við ströndina að þá keyrði ég bara einhvað, endaði á grand prix brautinni þar og brenndi þaðan í burtu. En við fengum nú samt að sjá svona það mesta sem var þar. Rosalega mikið af flottum bílum þarna og fólk greinilega á einhvað af seðlum.
Við verðum samt að játa að við hlupum svolítið á okkur að halda að við gætum rennt yfir þetta allt á einum degi (já eða ég...) En við vitum alla vega að við viljum skoða þetta betur, en ég held að ef maður ætli að vera þarna einhvað þá verður maður að vera í rétta gírnum. Við erum meira í svona menningarferð. Það væri ábyggilega voðalega gaman að fara á ríveruna í svona 2 vikur og sóla sig og skoða svæðið þarna þar sem þetta er ofboðslega fallegt þarna ekkert svo dýrt ef maður er bara nógu klár (internet-árgangurinn)
Við erum sem sagt núna í Torino á hóteli sem átti að kosta 250 evrur nóttin en var magically lækkað niður í 50 (eflaust plat á heimasíðunni til þess að allir haldi að þeir séu að fá ****** hótel.
Þetta var samt allt of langur akstur á einum degi, við lentum líka í þessu fína þrumuveðri í Ítalíu og smá rigningu.
Við sáum á skiltum í dag að það var 33+ hiti, gæti hafa verið í sól en engu að síður þá var heiftarlega heitt og ég held að ég sé búinn að drekka 4 lítra af vatni í dag sem fóru allir jafnfljótann út um svitaholurnar.
Okkur langaði annars bara að láta vita að við erum ekki búin að gleyma ykkur og við reynum að verða svolítð dugleg núna í ítalíu að blogga. Við reynum líka að nota símann sem minnst, þeir eru orðnir frekar háir blessaðir símareikningarnir.. Sérstaklega eftir allar samræðurnar við gluggakompaníið fyrir rúðuna í bílinn.
Eitt sem maður hefur samt tekið eftir með þessari borgir hérna í frakklandi er að það eru allir bara útum allt, mótorhjólin bera enga virðingu fyrir bílunum , og enginn ber virðiningu fyrir gangandi vegfarendum, ef maður hleypir fólki yfir á gangbraut þá liggur við að maður fái bara rósir fyrir. og það eru allir bílarnir hérna beyglaðir eða skemmdir þannig ég hef þurft að velja mér stæði frekar varlega sem eru nú af skornum skammti.
EIgum við ekki bara að segja þetta gott í bili, við hlökkum svo bara til að heyra í ykkur og það fer nú að styttast í endalokin á þessu.
Kær kveðja.
Ferðalangarnir.
Síðustu dagar hjá okkur hafa ekki verið neitt eðlilega stífir og mikið að skoða. Við höfum ekki verið í miklu internet sambandi og eingöngu farið á netcafé til þess að panta gistingar.
Eftir að við vorum í París ákváðum við að keyra til Dijon, sem verður að segjast kom okkur virkilega á óvart. Við ætluðum bara að vera í eina nótt en ákvaðum að eyða tveimur dögum þar sem við fundum svo skemmtilegann kastala til þess að skoða. Chateu De Bussi Rabutin. Það var rosalega gaman að sjá þann kastala þar sem hann hafði ekki verið eins endursmíðaður eins og aðrir sem ég hef til dæmis séð í þýskalandi. Leiðin þangað var líka alveg æðisleg, lengst upp í sveit og þvílikt krappir og erfiðir vegir sem bmwinum hefur nú ekki fundist leiðinlegt að negla.
Þegar við vorum búin með Dijon fórum við að ákveða hvert við ætluðum næst og fórum við svona að hugsa að því að halda suður á við. Við ákvaðum svo bara eiginlega uppúr þurru að fara að skoða Viaduct Millau brúnna sem trónir yfir smábænum Millau rétt hjá Arles í Frakklandi. Brúin var smiðuð árið 2004 og er ein hæst brú í Frakklandi (ef ekki sú hæsta) Við sem sagt gistum þar og skoðuðum brúnna sem var rosalega gaman.
Eftir þar fórum við til Avignon og skoðuðm hana mjög vel. Höll páfana eins og það hét var rosalega áhugaverð og landslagið er líka bara frábært þar. Við renndum einnig til Arles um kvöldið og skoðunum hringleikahúsið örlítið.
Svo í dag, þá fórum við frá Avignon, keyrðum niður til Marseilles og þræddum strandlengjuna alveg eins og hún leggur sig. Þetta tók svakalegann tíma og við vorum að koma bara núna upp á hótel í Torino á Ítalíu, þannig keyrslan í dag er búin að vera 13 klukkutímar takk fyrir. Við byrjuðum á Marseilles sem við renndum bara snöggt í gegn, svo tóku við þessir æðislegu smábæir við ströndina við vorum eiginlega bara bæði agndofa yfir fegurðinni þarna. Vegirnir voru frábært, háar brekkur, erfiðar beygjur og lítil umferð. Þegar við fórum svo að koma nær Cannes fórum við nú að finna örlítið fyrir kvikmyndahátiðinni sem er þar núna. Umferðin þyngdist örlítið og við ákvaðum að stoppa ekkert lengi þar. Við rétt keyrðum eftir ströndinni, tókum myndir og slöppuðum aðeins af. Svo áður en við komum til Monaco þá fundum lítinn Pizza stað sem okkur ótrúlega en satt tókst að biðja um pizzu, biðja þau um að hlaða myndavélina okkar og að fá að nota klósettið. Maður þarf ekkert að læra tungumálið ef maður er bara nógu góður í puttamálunum.
Þegar við vorum búin með Cannes var klukkan orðin helvíti margt, og við vorum eiginlega jafnvel á því að sleppa Monaco, en einhvern veginn villtumst við þarna niður og anskotinn hafi það ég ætlaði aldrei að komast þaðan í burtu, loksins þegar öll þolinmæði var þrotin og gps apparatið var að segja mér að gera vinstri beygju beint inn í klettinn við ströndina að þá keyrði ég bara einhvað, endaði á grand prix brautinni þar og brenndi þaðan í burtu. En við fengum nú samt að sjá svona það mesta sem var þar. Rosalega mikið af flottum bílum þarna og fólk greinilega á einhvað af seðlum.
Við verðum samt að játa að við hlupum svolítið á okkur að halda að við gætum rennt yfir þetta allt á einum degi (já eða ég...) En við vitum alla vega að við viljum skoða þetta betur, en ég held að ef maður ætli að vera þarna einhvað þá verður maður að vera í rétta gírnum. Við erum meira í svona menningarferð. Það væri ábyggilega voðalega gaman að fara á ríveruna í svona 2 vikur og sóla sig og skoða svæðið þarna þar sem þetta er ofboðslega fallegt þarna ekkert svo dýrt ef maður er bara nógu klár (internet-árgangurinn)
Við erum sem sagt núna í Torino á hóteli sem átti að kosta 250 evrur nóttin en var magically lækkað niður í 50 (eflaust plat á heimasíðunni til þess að allir haldi að þeir séu að fá ****** hótel.
Þetta var samt allt of langur akstur á einum degi, við lentum líka í þessu fína þrumuveðri í Ítalíu og smá rigningu.
Við sáum á skiltum í dag að það var 33+ hiti, gæti hafa verið í sól en engu að síður þá var heiftarlega heitt og ég held að ég sé búinn að drekka 4 lítra af vatni í dag sem fóru allir jafnfljótann út um svitaholurnar.
Okkur langaði annars bara að láta vita að við erum ekki búin að gleyma ykkur og við reynum að verða svolítð dugleg núna í ítalíu að blogga. Við reynum líka að nota símann sem minnst, þeir eru orðnir frekar háir blessaðir símareikningarnir.. Sérstaklega eftir allar samræðurnar við gluggakompaníið fyrir rúðuna í bílinn.
Eitt sem maður hefur samt tekið eftir með þessari borgir hérna í frakklandi er að það eru allir bara útum allt, mótorhjólin bera enga virðingu fyrir bílunum , og enginn ber virðiningu fyrir gangandi vegfarendum, ef maður hleypir fólki yfir á gangbraut þá liggur við að maður fái bara rósir fyrir. og það eru allir bílarnir hérna beyglaðir eða skemmdir þannig ég hef þurft að velja mér stæði frekar varlega sem eru nú af skornum skammti.
EIgum við ekki bara að segja þetta gott í bili, við hlökkum svo bara til að heyra í ykkur og það fer nú að styttast í endalokin á þessu.
Kær kveðja.
Ferðalangarnir.
18.05.2007 18:51
Sacré Bleu! - Frakkland - París
Jæja núna erum við í borg ástarinnar París.
Við erum búin að vera hérna í þrjá daga og búin að skoða rosalega mikið. Við lögðum bilnum bara í bílastæðahús og erum búin að labba borgina þvert og kruss, búin að taka lestina einu sinni og þá vorum við líka að fara um 6 km.
París er samt svolítið spes borg, hún er rosalega fallegt og allt það en hún er samt sem áður líka frekar leiðingjörn. Menningin hér er svo allt öðru vísi heldur en heima, það er erfitt að finna pub hérna sem hægt er að setjast inn fá sér bjór og halda svo áfram, hérna þarf maður alltaf að fá borð, sér þjón og helst að panta einhvað ógurlega dýrt. Hlín líka vill koma því fram að það er ekki gaman að versla hérna nema maður eigi fullt af peningum og sé merkjafrík..
En svona í alvörunni að þá er þetta bara búið að vera voðalega gott. Við erum búin að skoða Sigurbogann, Eiffelturninn(gegngum alla leið upp, sem var hægt að ganga þ.e.a.s) Louvre safnið, sem er svolítið stór biti í einu ef þú ert ekki með brennandi listaáhuga, en voðalega gaman að sjá samt Monu Lisu og Venus með berum augum. Þó okkur hafi engan vegin fundist þau fallegustu verkin þarna.
Við fórum auðvitað líka í Notre Dam kirkuna sem okkur fannst rosalega gaman því það var messa þar, virkilega flott að labba þar upp og skoða útsýnið.
París er því bara búin að vera voðalega fín, erum orðin svolítið þreytt reyndar bæði líkamlega og andlega, búin að ferðast mikið og orðin svolítið þreytt.
En á morgun förum við til Dijon, erum að fikra okkur betur suður á bóginn. Ætlum að prufa að renna til Cannes og kíkja á þessa kvikmyndahátið, reikna með ekki með gistinu þar sem það er nú líklega ekki hægt að finna hana þar.
En já, ég get ekki skrifað meira þar sem ég þurfti að borga 5 evrur fyrir 45 mínutur...!
Pósta myndum fljótlega, búinn að taka fullt af myndum héðan
Kær kveðja.!
Hlín og Gunni
Við erum búin að vera hérna í þrjá daga og búin að skoða rosalega mikið. Við lögðum bilnum bara í bílastæðahús og erum búin að labba borgina þvert og kruss, búin að taka lestina einu sinni og þá vorum við líka að fara um 6 km.
París er samt svolítið spes borg, hún er rosalega fallegt og allt það en hún er samt sem áður líka frekar leiðingjörn. Menningin hér er svo allt öðru vísi heldur en heima, það er erfitt að finna pub hérna sem hægt er að setjast inn fá sér bjór og halda svo áfram, hérna þarf maður alltaf að fá borð, sér þjón og helst að panta einhvað ógurlega dýrt. Hlín líka vill koma því fram að það er ekki gaman að versla hérna nema maður eigi fullt af peningum og sé merkjafrík..
En svona í alvörunni að þá er þetta bara búið að vera voðalega gott. Við erum búin að skoða Sigurbogann, Eiffelturninn(gegngum alla leið upp, sem var hægt að ganga þ.e.a.s) Louvre safnið, sem er svolítið stór biti í einu ef þú ert ekki með brennandi listaáhuga, en voðalega gaman að sjá samt Monu Lisu og Venus með berum augum. Þó okkur hafi engan vegin fundist þau fallegustu verkin þarna.
Við fórum auðvitað líka í Notre Dam kirkuna sem okkur fannst rosalega gaman því það var messa þar, virkilega flott að labba þar upp og skoða útsýnið.
París er því bara búin að vera voðalega fín, erum orðin svolítið þreytt reyndar bæði líkamlega og andlega, búin að ferðast mikið og orðin svolítið þreytt.
En á morgun förum við til Dijon, erum að fikra okkur betur suður á bóginn. Ætlum að prufa að renna til Cannes og kíkja á þessa kvikmyndahátið, reikna með ekki með gistinu þar sem það er nú líklega ekki hægt að finna hana þar.
En já, ég get ekki skrifað meira þar sem ég þurfti að borga 5 evrur fyrir 45 mínutur...!
Pósta myndum fljótlega, búinn að taka fullt af myndum héðan
Kær kveðja.!
Hlín og Gunni
13.05.2007 23:50
Belgia - Brussel
Heil og Sæl
Núna erum við stödd í Brussel í Belgíu. Nýja rúðan mín verður sett í á morgun hér þannig dagurinn í dag fór bara svona að mestu í skoðunarferðir.
Brussel kom okkur alveg skemmtilega á óvart, rosalegt mannlífið í gamla bænum og margt skemmtilegt að skoða. Rosalegur ágangur samt frá mönnum frá veitingastöðum sem voru að reyna lokka mann inn á sína staði. Einn gerðist svo frakkur að bjóða mér fríann mat,,, langaði nú að spyrja hann hvað bjórinn kostaði þá.. hehe.
Ég fékk að leggja bílnum í bílastæðahús á hóteli hérna í nágreninu sem heitir 4 points, konan í móttökunni benti mér á það þar sem bíllinn er auðvitað bara með plexiglers hliðarrúðu að þá tók ég engann séns á því.
Við fengum líka helvíti fína rigningu hérna áðan, við vorum að labba heim úr bænum þegar við byrjun að heyra þrumur og eldingar, svo bara eins og fingri hafi verið smellt þá var eins og það hafi verið sturtað úr fötu yfir bæinn í svona 20 mínutur, það fór allt á flot, flæddi uppúr holræsum, og allar götur urðu bara að litlum lækjum. Hlupum inn í svona ATM skýli og héngum þar í smá stund, regnhlífarnar okkar virkuðu bara ekkert í þessu veðri. En þetta var ansi fróðlegt þó maður hafi svoleiðis rennblotnað.
Það var mjög gott að komast í smá sturtu hérna þar sem maður hafði engann tíma til að sturta sig í Amsterdam, plús að það var ekkert í boði held ég.
Ég er búinn að setja inn fullt af myndum núna inn í kvöld. Þetta blogg er orðið bara sæmilegasta vinna. En það er rosalega gaman að þið getið fylgst með okkur, ég ætla reyna klára setja inn smá lýsingar á myndirnar líka svo þið getið fylgst með því hvað við erum að skoða.
Planið fyrir vikuna er að fá rúðuna klukkan eitt á morgun og byrja svo að keyra áleiðis til Frakklands , Paris.
Við eigum gistingu pantaða þar á budget hóteli í fjóra daga. Það var ekkert voðalega ódýrt, um 3000 kall nóttin á manninn en engu að síður ágætt miðað við hvað við verðum lengi, það var hvergi laust svona lengi þessa daga.
Við höfuð svo aðeins verið að skoða hvað kostar að fara í Disneyland, við erum eiginlega alveg á báðum áttum, þetta er voðalega dýrt. Við sjáum til hvað við eyðum í París og ákveðum okkur svo hvort við kíkjum.
Við ætlum svo að keyra niður frakkland og að strandlengjunni, okkur langar að rekja hana aðeins en við ætlum að reyna að forðast að gista þar. Verðum að kíkja í Monaco í smá stund.
Langaði bara að henda inn smá færslu og minna á myndirnar. Ég veit að þetta er mikið og kannski margt af því sama, en ég nenni ekki að fara betur yfir þetta og vinna þær einhvað til. Þetta er bara of mikið magn til þess plús ég er í fríi..
Btw, fundum hótel hérna sem heitir "Hótel Alma" .. ;) Sést á einni myndinni.
Núna erum við stödd í Brussel í Belgíu. Nýja rúðan mín verður sett í á morgun hér þannig dagurinn í dag fór bara svona að mestu í skoðunarferðir.
Brussel kom okkur alveg skemmtilega á óvart, rosalegt mannlífið í gamla bænum og margt skemmtilegt að skoða. Rosalegur ágangur samt frá mönnum frá veitingastöðum sem voru að reyna lokka mann inn á sína staði. Einn gerðist svo frakkur að bjóða mér fríann mat,,, langaði nú að spyrja hann hvað bjórinn kostaði þá.. hehe.
Ég fékk að leggja bílnum í bílastæðahús á hóteli hérna í nágreninu sem heitir 4 points, konan í móttökunni benti mér á það þar sem bíllinn er auðvitað bara með plexiglers hliðarrúðu að þá tók ég engann séns á því.
Við fengum líka helvíti fína rigningu hérna áðan, við vorum að labba heim úr bænum þegar við byrjun að heyra þrumur og eldingar, svo bara eins og fingri hafi verið smellt þá var eins og það hafi verið sturtað úr fötu yfir bæinn í svona 20 mínutur, það fór allt á flot, flæddi uppúr holræsum, og allar götur urðu bara að litlum lækjum. Hlupum inn í svona ATM skýli og héngum þar í smá stund, regnhlífarnar okkar virkuðu bara ekkert í þessu veðri. En þetta var ansi fróðlegt þó maður hafi svoleiðis rennblotnað.
Það var mjög gott að komast í smá sturtu hérna þar sem maður hafði engann tíma til að sturta sig í Amsterdam, plús að það var ekkert í boði held ég.
Ég er búinn að setja inn fullt af myndum núna inn í kvöld. Þetta blogg er orðið bara sæmilegasta vinna. En það er rosalega gaman að þið getið fylgst með okkur, ég ætla reyna klára setja inn smá lýsingar á myndirnar líka svo þið getið fylgst með því hvað við erum að skoða.
Planið fyrir vikuna er að fá rúðuna klukkan eitt á morgun og byrja svo að keyra áleiðis til Frakklands , Paris.
Við eigum gistingu pantaða þar á budget hóteli í fjóra daga. Það var ekkert voðalega ódýrt, um 3000 kall nóttin á manninn en engu að síður ágætt miðað við hvað við verðum lengi, það var hvergi laust svona lengi þessa daga.
Við höfuð svo aðeins verið að skoða hvað kostar að fara í Disneyland, við erum eiginlega alveg á báðum áttum, þetta er voðalega dýrt. Við sjáum til hvað við eyðum í París og ákveðum okkur svo hvort við kíkjum.
Við ætlum svo að keyra niður frakkland og að strandlengjunni, okkur langar að rekja hana aðeins en við ætlum að reyna að forðast að gista þar. Verðum að kíkja í Monaco í smá stund.
Langaði bara að henda inn smá færslu og minna á myndirnar. Ég veit að þetta er mikið og kannski margt af því sama, en ég nenni ekki að fara betur yfir þetta og vinna þær einhvað til. Þetta er bara of mikið magn til þess plús ég er í fríi..

Btw, fundum hótel hérna sem heitir "Hótel Alma" .. ;) Sést á einni myndinni.
11.05.2007 19:41
Allt er gott sem endar vel... eða hvað..
Já Sælinú.
Núna erum við skötuhjúin stödd í Antwerpen í Belgíu á rosalega fínu hosteli.
Dvölin í Amsterdam er búin að vera svolítið spes. Við vörum á hóteli seinasta mánudag sem heitir Bastion Hotel, þar blogguðum við seinast.
Gistingin sem við fengum svo var fín, þetta var bara heimafólk sem var með svona "Bed And Breakfast" dæmi. Fín rúm og ekkert út á það að setja.
Um daginn fórum við svo niður í bæ og löbbuðum um og skoðunum. Dagurinn var hreint út sagt æðislegur. Fórum og skoðunum berar stelpur og skoðunum aðeins í búðir, villtumst inn með breskum hóp á "Live Sex Show", fengum það svo ódýrt að það var ekki hægt að sleppa því,,,, he he. Svo um svona 11 leytið förum við heim og þegar þar er komið ætla ég rétt að kíkja á bílinn. Ég grínast svo við Hlín og segi "jæja bíllinn er þó alla vega ennþá þarna", en svo sér Hlín að glugginn í farþegahurðinni var brotinn...
Hjartað sleppti svona einu til tveimur slögum, ég hleyp að bílnum og sé að hurðin er opin. Ég hafði ekki einu sinni pælt að það var ekkert dót enn í honum. Enn meira hissa. Ég sá að það var búið að spenna hanskahólfið upp. Það voru glerbrot útum allann bílinn en bíllinn samt ekkert skemmdur. Fyrir utan rúðuna að sjálfsögðu.
Við rekum svo andlitið í miða. Á miðanum stendur að lögreglan í Noord, hverfið sem við gistum í hafi fundið bílinn svona og tekið restina af dótina sem var í bílnum. Við setjumst inn í bíl, ég í framsætið og hlín aftur í og bíllinn staðinn flatur niður á lögreglustöð.
Það var reyndar búið að loka lögreglustöðinni þegar við komum þangað en maðurinn sem var á vakt var svo góður að hleypa okkur inn og kallaði út mannskap. Þegar við komum inn á lögreglustöðina þá fengum við að sjá restina af dótinu. Svona fljótt á litið fannst okkur það eina sem vantaði var dótið úr hanskahólfinu og matartaskan okkar. Ég var svona búinn að sætta mig við tapið þegar við fórum svo að leita betur og komumst að því að EKKERT var tekið úr hanskahólfinu, radarvarinn minn var þar og ýmislegt annað dót sem var nú kannski ekki verðmætt en engu að síður.
Þannig það eina sem þessir djöfulins niðursetningar hafa komist með í burtu er maturinn okkar, þurr íslenskur matur, bakaðar baunir, núðlur, pasta, vatn og 3x bjórar... Djöfull hefði ég viljað sjá svipinn á þeim þegar þeir hlupu með þessa þungu tösku haldandi að þeir voru aldeilis komnir í feitt. Eina sem var í matartöskunni sem ég sakna eru nokkrir BMW varahlutir sem eru verðmetnir á svona 10-15 þúsund, en tryggingarnar borga það.
Ok, þannig skaðinn var ekki mikill fyrir okkar. En auðvitað er rúðan brotin. Lögregluskýrsla er tekin og við fáum dótið afhent, ég fæ hjá þeim plastpoka og fer og loka fyrir gatið. Svo spyr ég hvort ég megi ekki skilja bílinn eftir og það er ekkert mál.
Svo þegar við förum að búa okkur undir að fara labba með farangurinn þennan 1.0 km sem var á hostelið þá bjóðast þeir til að skutla okkur. Sé lögregluna heima bjóða upp á svona þjónustu. Lögreglan þarna var bara nice og kom virkilega vel fram við okkur. Lögreglumaðurinn sagði einnig að hann vonaði að þessir gaurar fengju hressilega í magann af Íslensku Kjötsúpunni okkar.
Nóttin eftir þetta var svolítið skrýtin. Hlín svaf ekki mikið en ég var svo örmagna að ég lognaðist útaf fljótlega. Daginn eftir var svo hringt í tryggingingarnar og var konan á hostelinu svo elskuleg að leyfa okkur að hringja. Þar fékk ég bara nei. Ég er ekki með kaskó þannig tjónið er ekki bætt. En auðvitað fæ ég farangurinn og það bætt, þannig maður verður bara að reyna fá einhvað til baka í því. Það samtal endaði bara með allt í lagi bless og ég snéri mér bara í því að redda rúðunni.
Lögreglan í Noord gaf mér upp "Touring Information" símanúmer sem ég hringdi í og útskýrði vandamálið okkar í. Þar var mér bent á fyrirtæki sem heitir Carglass og er mjög stórt í Hollandi, ég hringdi þangað og samdægurs var búið að setja Plexigler fyrir brotnu rúðuna til bráðabirgða. Orginal rúðan er ekki til, enda mjög spes rúða (lituð græn orginal frá BMW). Við fengum svo svar frá carglass að rúðan ætti ekki að koma fyrr en næsta mánudag, næstkomandi þ.e.a.s. Ok. Nennum ekki að bíða eftir því.
Ég fór þá að hugsa, spurði þá að því hvort Carglass væri annars staðar í Evrópu, já,,, ok flott, Belgíu? Já... Ok flott.
Eigum sem sagt pantaðann tíma í nýja rúðu næsta mánudag í Brussel, rúðar tilbúin þar og allt í góðu. Gaf þeim upp verksmiðjunúmerið á bílnum þannig þeir eiga að geta reddað réttu rúðunni. Ef ekki.. Þá er Carglass í Frakklandi..
Maður er allt svo jákvæður.
Þannig núna erum við bara sitjandi í Antwerpen að skrifa til ykkar. Seinustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir en maður sér alla vega fyrir endann á þessu.
Amsterdam var annars bara rosalega skemmtileg borg, ég hafði nátturulega komið áður þarna og kunni vel við þar. Það rigndi reyndar allann tímann þarna og við fjárfestum í fínum regnhlífum sem voru ekki eins stórar eins og þessi ég sem var með.
Við höfðum svolítinn tíma í Amsterdam þannig við náðum að skoða mikið. Fórum á Madam Tussoud safnið, Önnu Frank safnið, Riikjjjjj (??) Museum og í sightseeing bát um Amsterdam.
Já gleymdi einu,,, Þar sem við gistum í Noord, sem var smá frá Amsterdam, og síki á milli þá gekk voðalega fínn bátur þarna á milli á korters fresti. Voðalega sniðugt ferðamáti og algerlega frír.
Á morgun ætlum við að keyra aðeins um Belgíu og skoða, það eru bara 45 mínutur til Brussels þannig við þurfum ekkert að flýta okkar.
Okkar langaði líka að biðjast afsökunar á því hversu lítið hefur heyrst í okkur, bæði í síma og á blogginu.
Bæði er dýrt að hringja og við höfum frekar takmarkaðann tíma á daginn til að blogga. Og á kvöldin er maður yfirleitt alveg búinn enda löbbum við flest allt sem við förum. Vonlaust að vera á bíl í stórborgum. Enda sér maður mikið meira fótgangandi.
Ferðin hingað til Antwerp var hins vegar alveg ömurleg, það var umferðarteppa alla leiðina hingað. Það á að taka um 1 1/2 tíma. En tók svona 4-5... Ekki gaman og það var sjúklega heitt í bílnum
Jæja núna er maður aftur búinn að missa sig í skrifunum, sem betur fer skrifa ég hrikalega hratt og þetta tekur ekkert of langann tíma.
Endilega verið dugleg að kvitta fyrir ykkur. Gaman að lesa álitin ykkar.
Núna erum við skötuhjúin stödd í Antwerpen í Belgíu á rosalega fínu hosteli.
Dvölin í Amsterdam er búin að vera svolítið spes. Við vörum á hóteli seinasta mánudag sem heitir Bastion Hotel, þar blogguðum við seinast.
Gistingin sem við fengum svo var fín, þetta var bara heimafólk sem var með svona "Bed And Breakfast" dæmi. Fín rúm og ekkert út á það að setja.
Um daginn fórum við svo niður í bæ og löbbuðum um og skoðunum. Dagurinn var hreint út sagt æðislegur. Fórum og skoðunum berar stelpur og skoðunum aðeins í búðir, villtumst inn með breskum hóp á "Live Sex Show", fengum það svo ódýrt að það var ekki hægt að sleppa því,,,, he he. Svo um svona 11 leytið förum við heim og þegar þar er komið ætla ég rétt að kíkja á bílinn. Ég grínast svo við Hlín og segi "jæja bíllinn er þó alla vega ennþá þarna", en svo sér Hlín að glugginn í farþegahurðinni var brotinn...
Hjartað sleppti svona einu til tveimur slögum, ég hleyp að bílnum og sé að hurðin er opin. Ég hafði ekki einu sinni pælt að það var ekkert dót enn í honum. Enn meira hissa. Ég sá að það var búið að spenna hanskahólfið upp. Það voru glerbrot útum allann bílinn en bíllinn samt ekkert skemmdur. Fyrir utan rúðuna að sjálfsögðu.
Við rekum svo andlitið í miða. Á miðanum stendur að lögreglan í Noord, hverfið sem við gistum í hafi fundið bílinn svona og tekið restina af dótina sem var í bílnum. Við setjumst inn í bíl, ég í framsætið og hlín aftur í og bíllinn staðinn flatur niður á lögreglustöð.
Það var reyndar búið að loka lögreglustöðinni þegar við komum þangað en maðurinn sem var á vakt var svo góður að hleypa okkur inn og kallaði út mannskap. Þegar við komum inn á lögreglustöðina þá fengum við að sjá restina af dótinu. Svona fljótt á litið fannst okkur það eina sem vantaði var dótið úr hanskahólfinu og matartaskan okkar. Ég var svona búinn að sætta mig við tapið þegar við fórum svo að leita betur og komumst að því að EKKERT var tekið úr hanskahólfinu, radarvarinn minn var þar og ýmislegt annað dót sem var nú kannski ekki verðmætt en engu að síður.
Þannig það eina sem þessir djöfulins niðursetningar hafa komist með í burtu er maturinn okkar, þurr íslenskur matur, bakaðar baunir, núðlur, pasta, vatn og 3x bjórar... Djöfull hefði ég viljað sjá svipinn á þeim þegar þeir hlupu með þessa þungu tösku haldandi að þeir voru aldeilis komnir í feitt. Eina sem var í matartöskunni sem ég sakna eru nokkrir BMW varahlutir sem eru verðmetnir á svona 10-15 þúsund, en tryggingarnar borga það.
Ok, þannig skaðinn var ekki mikill fyrir okkar. En auðvitað er rúðan brotin. Lögregluskýrsla er tekin og við fáum dótið afhent, ég fæ hjá þeim plastpoka og fer og loka fyrir gatið. Svo spyr ég hvort ég megi ekki skilja bílinn eftir og það er ekkert mál.
Svo þegar við förum að búa okkur undir að fara labba með farangurinn þennan 1.0 km sem var á hostelið þá bjóðast þeir til að skutla okkur. Sé lögregluna heima bjóða upp á svona þjónustu. Lögreglan þarna var bara nice og kom virkilega vel fram við okkur. Lögreglumaðurinn sagði einnig að hann vonaði að þessir gaurar fengju hressilega í magann af Íslensku Kjötsúpunni okkar.
Nóttin eftir þetta var svolítið skrýtin. Hlín svaf ekki mikið en ég var svo örmagna að ég lognaðist útaf fljótlega. Daginn eftir var svo hringt í tryggingingarnar og var konan á hostelinu svo elskuleg að leyfa okkur að hringja. Þar fékk ég bara nei. Ég er ekki með kaskó þannig tjónið er ekki bætt. En auðvitað fæ ég farangurinn og það bætt, þannig maður verður bara að reyna fá einhvað til baka í því. Það samtal endaði bara með allt í lagi bless og ég snéri mér bara í því að redda rúðunni.
Lögreglan í Noord gaf mér upp "Touring Information" símanúmer sem ég hringdi í og útskýrði vandamálið okkar í. Þar var mér bent á fyrirtæki sem heitir Carglass og er mjög stórt í Hollandi, ég hringdi þangað og samdægurs var búið að setja Plexigler fyrir brotnu rúðuna til bráðabirgða. Orginal rúðan er ekki til, enda mjög spes rúða (lituð græn orginal frá BMW). Við fengum svo svar frá carglass að rúðan ætti ekki að koma fyrr en næsta mánudag, næstkomandi þ.e.a.s. Ok. Nennum ekki að bíða eftir því.
Ég fór þá að hugsa, spurði þá að því hvort Carglass væri annars staðar í Evrópu, já,,, ok flott, Belgíu? Já... Ok flott.
Eigum sem sagt pantaðann tíma í nýja rúðu næsta mánudag í Brussel, rúðar tilbúin þar og allt í góðu. Gaf þeim upp verksmiðjunúmerið á bílnum þannig þeir eiga að geta reddað réttu rúðunni. Ef ekki.. Þá er Carglass í Frakklandi..

Þannig núna erum við bara sitjandi í Antwerpen að skrifa til ykkar. Seinustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir en maður sér alla vega fyrir endann á þessu.
Amsterdam var annars bara rosalega skemmtileg borg, ég hafði nátturulega komið áður þarna og kunni vel við þar. Það rigndi reyndar allann tímann þarna og við fjárfestum í fínum regnhlífum sem voru ekki eins stórar eins og þessi ég sem var með.
Við höfðum svolítinn tíma í Amsterdam þannig við náðum að skoða mikið. Fórum á Madam Tussoud safnið, Önnu Frank safnið, Riikjjjjj (??) Museum og í sightseeing bát um Amsterdam.
Já gleymdi einu,,, Þar sem við gistum í Noord, sem var smá frá Amsterdam, og síki á milli þá gekk voðalega fínn bátur þarna á milli á korters fresti. Voðalega sniðugt ferðamáti og algerlega frír.
Á morgun ætlum við að keyra aðeins um Belgíu og skoða, það eru bara 45 mínutur til Brussels þannig við þurfum ekkert að flýta okkar.
Okkar langaði líka að biðjast afsökunar á því hversu lítið hefur heyrst í okkur, bæði í síma og á blogginu.
Bæði er dýrt að hringja og við höfum frekar takmarkaðann tíma á daginn til að blogga. Og á kvöldin er maður yfirleitt alveg búinn enda löbbum við flest allt sem við förum. Vonlaust að vera á bíl í stórborgum. Enda sér maður mikið meira fótgangandi.
Ferðin hingað til Antwerp var hins vegar alveg ömurleg, það var umferðarteppa alla leiðina hingað. Það á að taka um 1 1/2 tíma. En tók svona 4-5... Ekki gaman og það var sjúklega heitt í bílnum

Jæja núna er maður aftur búinn að missa sig í skrifunum, sem betur fer skrifa ég hrikalega hratt og þetta tekur ekkert of langann tíma.
Endilega verið dugleg að kvitta fyrir ykkur. Gaman að lesa álitin ykkar.
07.05.2007 21:31
Hamburg - Berlin - Amsterdam
Jæja núna er orðinn svolítið síðan seinast heyrðist í okkur.
Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá okkur, við fórum til Hamburgar eftir að hafa náð í bílinn miðvikudaginn seinasta. Við eyddum deginum í Hamburg í dýragarðinum sem er þar, hann er rosalega flottur og kostar mjög lítið inn í hann.
Það er frá voðalega litlu að segja þann dag en Guðjón bauð okkur svo að koma til sín til Berlínar þar sem hann var með nokkra viðskiptavini í viðskiptaferð þar. Auðvitað þáðum við 3 daga ókeypis gistingu þannig við brunuðum bara inn á næsta "rúmfatalager" og keyptum þessa fínu vindsæng. Sem svo endaði með að vera held ég þægilegri en rúmið og Guðjón neitaði að sofa á öðru en henni.
Við ætluðum ekki að fara til Berlínar strax, við ætluðum að taka hana á leiðinni frá Póllandi en við ákvaðum bara að skella okkur þar sem þetta var ekki nema 300 km frá Hamburg,
Við skoðunum Berlín hátt og lágt enda bæði búin að læra rosalega mikið um söguna sem hefur átt sér stað þar.
Við skoðunum auðvitað Brandenburgarhliðið, Checkpoint Charlie(safnið þar er mjög áhugavert, kem með myndir þaðan seinna),
Berliner Dom - Rosalega gaman að koma þar, kostaði lítið inn og maður fékk að fara upp í "dómuna" í kirkjunni og fékk útsýni yfir alla borgina. Einnig var grafhýsi undir kirkjunni þar sem aðallinn var jarðaður. Rosalegar kistur þar og rosalega áhugavert að skoða þar.
Minnisvarðinn um Helförina - Þetta eru 2700+ steinkistur sem er búið að raða í mismunandi hæðir og hóla til minningar um Helförina. Svo er safn þar undir sem tók svolítið á mann, bréf frá fólki sem var í Auscwitz og aðrir miður glaðlegir hlutir.
Sony Center - Þetta er svona City in a City, það er allt þarna, fórum í svona 3D sýningu frá IMAX, 45 mínutna mynd um risaeðlur á þýsku, ótrúlega gaman að vera með svona þríviddagleraugu eins og hálviti og sjá dýrin koma bókstaflega útum skjáinn.
Fullt í viðbót sem ég man ekki alveg í augnablikinu,
Þannig overall var Berlín bara frábær borg, ég reyndar mæli ekki með því að keyra í borginni. Ákváðum eitt kvöldið að keyra niður í miðbæ og fá okkur að borða , það endaði ekki betur en að við keyrðum eins og fávitar útum allt, fundum nokkra staði en engin bílastæði. Þannig við fórum bara í fílu og átum á ítölskum stað sem var þarna við hliðina sem okkur líkaði vel við.
Fengum líka eina stöðumælasekt sem gekk alveg herfilega að borga, eyddum tveimur tímum að keyra á milli banka og annara staða og loksins þegar ég náði að borga hana var það á pósthúsi , og ástæðan af hverju ég var þar inni var að ég var að spyrjast fyrir hvar ég gæti borgað þetta (var að leita af sérstökum banka sem var titlaður á sektinni) Stöðumælasekt upp á heilar 5 Evrur...
Vildum lika bara þakka Guðjóni kærlega fyrir að leyfa okkur að gista á þessu fancy smancy hóteli :) Þetta var rosalega gaman og frábært að þurfa ekki að hafa áhyggjur af gistingu.
Dagurinn í dag fór svo í að keyra til Amsterdam, við ætluðum þaðan frá Hamburg þannig við ákváðum bara að skella okkur þangað og halda dagskránni óbreyttri. Þetta voru um 700 km sem reyndust nú frekar seinfarnir. Rigndi ALLA leiðina, þá er ég ekki að tala um skúrir. Það var eins og einhver hefði bara sturtað Atlantshafinu yfir helvítis landið í allann dag. Þegar við loksins komum svo til Amsterdam þá fórum við í að leita okkur að gistinu, það gekk ekki betur en að við enduðum á hóteli í Noord (rétt fyrir utan Amsterdam) og þurftum að punga svolítið út fyrir þeirri gistingu. En hins vegar þá var þráðlaust net hérna þannig við náðum að græja gistinu fyrir næstu daga. Fundum gistinu í Amsterdam í tvær nætur fyrir það sama og þessi eina kostaði. En þegar við fórum að skoða betur álitin á gististaðnum þá kom í ljós þetta væri bara heimagisting heima hjá einhverju fólki. En flestir voru nú sæmilega ánægðir með þetta þannig vonandi verður þetta í lagi, við þurfum bara rúm til að sofa á og that's it. Við ætlum að vakna snemma og finna þennan stað og leggja bílnum þar, tókum þennan stað sérstaklega þar sem það er frítt að leggja bílnum. Kostar $$$$ að leggja inn í Amsterdam, þ.e.a.s ef þú finnur stæði.
Jæja ég held að þetta sé komið nóg í bili. Það vonandi líður ekki svona langt þangað til við bloggum næst. Við förum til Belgíu og Lúx þegar við verðum búin með Amsterdam. Ætlum að taka því rólega bara þar þangað til við ráðumst á París, þurfum að skipuleggja hana vel þar sem hún er svo dýr.
Kær Kveðja
Hlín og Gunni ;)
Ps, reyni að setja inn nýjar myndir fljótlega, erum með alveg búnka að bæði áhugaverðum og fyndnum myndum. (ein mynd af mér klípa í brjóstin á Angelinu Jolie...
- 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18