Færslur: 2007 Júní

18.06.2007 23:05

Norge

Jaeja tha erum vid i Noregi nuna. Vid komum seinasta midvikudag hingad eftir erfida keyrslu fra svidtjod

Vid lentum hja mommu um fjogur leytid um nottina. Norskir vegir eru ekki their hradfornustu og thad sem their kalla hradbraut er engu skarra en thjodvegur eitt.

Thegar vid komum fra skipinu lentum vid lika i sma aevintyri. Eg (myndasjuki apaheilinn) helt thad vaeri nu aldeilis snidug hugmynd ad smella einni mynd af skipinu adur en vid faerum. Thannig thegar vid komum utur skipinu beygi eg til vinstri og fer orlitid inn a hofnina, stekk ut smelli tveimur myndum og svo thegar eg er ad fara setjast aftur inn i bil kemur hvitur station bill upp ad mer. Tollurinn... great... Their heldu sem sagt ad eg vaeri ad losa mig vid eiturlyf thar sem eg kom ekki strax i tollskodun. En eg natturulega sa enga tollskodun og eg thad vaeri i lagi ad leggja bilnum tharna. En eftir nanari skodun a okkur og athugun a vegabrefum tha for thetta nu allt vel... En thad var nu samt ekki alveg buid.

Vid vorum buin ad keyra i svona 5 minutur thegar BAMM! rautt flass og enginn sa neitt.. flott tekinn af hradamyndavel.. Eg var sem sagt a svona 69 km hrada a 70 svaedi thegar akkurat skiptist yfir a 60 svaedi og myndavelin kom. Ekkert skilti eda neitt fyrr en vid hlidina a myndavelinni.. Thannig eg byst nu vid ad fa einhverja sma sekt heim ef their finna ut numerid hja mer. Vonum ekki...

En ferdin til mommu gekk annars bara agaetlega ad odru leyti (vid reyndar keyrdum naestum thvi a einhvad helvitis nagdyr sem datt i hug ad thad vaeri god hugmynd ad rolta yfir gotuna)

Vid hofum annars bara verid ad taka tvi rolega og njota thess ad vera til. Buin ad skoda adeins i kring her og borga godann mat.

Vid leggjum af stad til Bergen klukkan 5 i nott og verdum ad vera maett klukkan 16.00 i skipid i check in. Skipid fer svo kl. 19.00 og kemur heim kl 09.00 a fimmtudaginn.

Vonandi lata tollararnir heima okkur i fridi, tho vid seum ekki med neitt tollskylt thannig lagad erum vid bara med svo mikid dot med okkur ad thad halfa vaeri nog.

Skrytid ad hugsa til thess ad ferdin se ad verda buin.. Skrytin tilfinning ad vera fara heim aftur, ekki bua bara i ferdatoskum a hotelum og thurfa alltaf ad drosla ollu upp a hotel hverja einustu nott. En thetta er engu ad sidur buin ad vera alveg aedisleg ferd sem hefur gefid okkur thad mikla reynslu sem mannig gaeti aldrei dottid i hug.

Tho thetta se svona eiginlega seinasta bloggid i ferdinni tha latum vid nu heyra i okkur thegar vid erum lent heim.

Vonandi stendur bimmi gamli sig vel a leidinni a morgun og kemur okkur timanlega i skipid.

Kaer kvedja, Hlin og Gunni.

12.06.2007 17:27

Danmark og Sverige

Jaeja nuna erum vid komin til Svidthjodar. Vid sem sagt keyrdum i fyrradag fra Frankfurt til hennar Evu Bjarkar i Sönderborg i Danmörku. Rosalega gaman ad hitta islendinga og var mikid bladrad um kvoldid yfir bjor og hvitvini. Voda fint. Eg stoppadi hja "verkstaedinu minu" , strakunum i schmiedmann og nadi i restina af dotinu minu (get loksins trodid vokvastyri i bilinn). Ferdin fra Frankfurt var rosalega long. Vid vorum i um thad bil 8 tima a keyrslu og thad var gjorsamlega steikjandi hiti allan timann. En thad var thess virdi utaf vid gatum eytt tha heilum degi i Frankfurt i stadinn sem var vodalega fint.

I gaer keyrdum vid til Ingibjargar , systur hennar hlinar, hun byr rett fyrir utan koben og vorum thar i kvoldmat og ad kikja a nyja husid theirra. Svo eftir thad heldum vid yfir til Sverige og til pabba hlinar i Malmö. Vorum stoppud i tollinum en audvitad erum vid svo saet og aedisleg ad their voru ekkert ad rifast i okkur tho billinn vaeri vel hladinn.

Vid geymdum rosalega mikid af doti hja henni Evu i Danmörku (takk enn og aftur) og ad koma thvi drasli inn i bilinn var ekkert grin. Tok klukkutima ad pakka i bilinn og eg skil ekki hvernig thad komst svona mikid inn i hann.

Thad sem er inn i bil,,  i grofri talningu er:

6X ferdatoskur (ekki litlar)
2X bakpokar
1X kaelibox
2X silsar utan a bilinn (um thad bil 1.5 meter a lengd)
1X spoiler aftan a bilinn
1X svefnpoki
1X motorhjolahjalmur
1X kassi fullur af varahlutum
1X kassi fullur af verkfaerum , asamt startkoplum, thvottafotu og ymsu odru
Plus allur maturinn okkar og allt drasli sem er utum allt.

Vid thurftum svo ad taka allt draslid utur bilnum i gaerkveldi og setja inn Magnusar.

Litlu systur hennar Hlinar flugu svo hingad i dag og eyddum vid deginum i baenum ad kikja i budir og slappa af. A morgun er svo planid ad dutla okkur einhvad fram eftir degi og svo eigum vid pantadann tima i bát fra Stromstad til Sandefjord i Noregi.

Vid aetlum sem sagt ad fara fra Malmö til Arendal thar sem mamma byr.. Aetludum fyrst ad keyra en thetta er yfir tiu tima akstur. Fundum tha bat sem gerir okkur kleift ad sleppa vid Oslo og fjordinn thar thannig baturinn tekur um 2 og halfann tima og eg nae ad leggja mig tha a medan. Baturinn fer um half ellefu um kvoldid og er kominn til Noregs um 1 leytid.
Thurfum ad leggja af stad til Stromstad um svona 4 leytid a morgun. Og eg byst vid ad vera heima hja mommu um svona 3 eda 4 i nott ef thad verda einhverjar tafir. En vid naum tha einum aukadegi.

Svo fram Arendal til Bergen thar sem norraena fer eru svona einhverjir 7 til 8 timar i akstri thannig thetta verda erfidir dagar i keyrslu , serstaklega thar sem norskir, danskir og saenskir vegir eru alveg skelfilegir. 

Reynum ad setja inn kannski einhverjar myndir inn i kvold, annars bara thegar vid komum til mommu.

Kaer kvedja!



07.06.2007 23:30

Deutschland UBER ALLES!


Jæja þá eru við LOKSINS komin til Þýskalands og þvílíkur léttir.

Við erum núna í litlum bæ sem er rétt hjá Heidelberg, man ekki einu sinni hvað hann heitir. Við ætlum að kíkja á tæknisafnið í Sinsheim á morgun og vorum að klára að skoða Burg Eltz kastalann í Móseldalnum í dag.

Það sem við erum búin að bralla upp á síðkastið er að skoða Bodensee, Svarta skóg og Rínardalinn.

Við fórum frá Salzburg til Konstanz í Þýskalandi og lentum á rosa fínni gistingu þar. Við tókum ferju yfir Bodensee sem var rosalega gaman og sá maður þá virkilega hvað þetta er stórt. Við skoðunum auðvitað Mainau og eyddum góðum tíma þar, við tókum sameiginlega ákvörðun að taka því bara rólega núna seinustu dagana þar sem við erum bæði orðin ansi þreytt. Við röltuðum bara um Mainau og nutum þess að vera til.

Svo eftir það keyrðum við í gegnum Svarta skóg sem var algerlega frábært. Ég fór og skoðaði hæsta foss Þýskalands og það var nú meira pissið, þetta var samt voðalega fyndið, við vorum að keyra niður einhvern veg og ég sé þetta skilti með þennan foss og ákveð að kíkja á þetta, Hlín vildi bara bíða í bílnum enda ekki mikil fossaáhugamanneskja þannig ég ákveð að hlaupa og skoða þetta, vildi ekki betur til en ég byrja að hlaupa niður brekkuna að fossinum að hún er svo brött og ég svo dofinn í fótunum eftir allann aksturinn að ég enda á því að hlaupa niður alla helvítis brekkuna sem var svona 700 m og þverbrött, fossinn var ekki meiri en það að ég stoppaði í tvær mínutur og smellti nokkrum myndum... En uppferðin reyndist nú heldur erfiðari en niðurferðin og þegar ég loksins snéri til baka var ég nær dauða en lífi eftir að hafa hlaupið upp fjandans brekkuna aftur.

Svarti skógur var annars bara voðalega fínn, við tókum okkur bara góðan tíma og héldum svo til Stuttgart þar sem beið okkar fín IBIS hótel gisting. Í stuttgart skoðunum við meðal annars Porsche og Mercedes safnið. Og verslunarvillingurinn fékk auðvitað sitt og komst í búðir Það var voðalega gaman á Mercedes safninu , þetta er glænýtt safn sem var opnað árið 2006 og er þvííílíkt flott, 8 hæðir, maður byrjar efst og vinnur sig niður. Meira segja Hlín skemmti sér konunglega. Ég fór einmitt á Mercedes safnið þegar ég var með mömmu og pabba í Þýskalandi fyrir um tíu árum, á mynd af mér með 300 SL Benz sem ég líka tók mynd af mér aftur með núna. Verður gaman að setja það í ramma, búinn að stækka aðeins... Er á hinni myndinni glaðbrosandi og vantar í mig helminginn af tönnunum.

Þegar við vorum búin í Stuttgart þá ætluðum við að fara á akstursbraut sem er kölluð Nurburgring en helvítið var lokað útaf tónleikum sem eru haldnir þar núna (Rock Am Ring) þannig það fór í vaskinn, var búinn að múta hlín með fullt af búðum til að fá að fara þangað... En Hlín var nú bara sátt með að fá einn aukadag í búðum. Við fórum sem sagt til Koblenz og vorum þar í tvo daga, voðalega fínt að vera þar og hótelið sem við fórum á var í miðjum bænum.

Fórum á skemmtilegann kínverskann stað sem hét Ding Dong (byrjar vel) og fengum okkur Take Away af fullt af drasli sem ég kann ekki einu sinni framburðinn á og fengum bæði illt í magann og dótið skilaði sér ansi fljótt í klósettið.. Melt eða ekki.

Eyddum svo þessum dögum í að skoða Rínardalinn og fórum að skoða meðal annars kastala í Móseldalnum sem heitir Burg Eltz.

Svo á leiðinni hingað í þennan bæ sem ég man ekki heitið á gerðist svolítið skringilegt, við vorum að keyra niður eftir Rín þegar ég fæ símhringingu, þetta var þá vinafólk mín og Hlínar sem heita Jónas og Harpa og eru á "interrail" ferðalagi um Evrópu, við höfum verið í smá sambandi við þau og vorum svona búin að tala um jafnvel að hittast einhvers staðar ef við værum á svipuðum slóðum. En okkur óraði aldrei fyrir að hitta þau í Rínardalnum og sérstaklega ekki að þau hefði séð okkur bara á runtinum.

Þannig við kjöftuðum við þau í dágóðan tíma enda langt síðan við töluðum við einhvern annan en hvort annað og hvað þá einhvern sem talar íslensku... Gaman að bera ferðirnar okkar saman, við á bíl og þau með bakpoka á lestaferðalagi. Skemmtilega ólíkar ferðir. Verðum að prufa þetta einhvern daginn.

Við erum sem sagt núna bara upp á hóteli og erum að panta okkur gistingu og setja inn myndir á netið. Erum að hugsa um að fara til Frankfurt á morgun og ætlum að kíkja stutt við á tæknisafninu í Sinsheim.

Það fer annars að líða að lokum á ferðinni og maður veit eiginlega ekki hvort maður sé spenntur eða ekki, auðvitað verður gaman að fá einhvað gott að borða og þurfa ekki að búa í ferðatösku en maður á samt eftir að sakna þess um leið og maður er kominn heim. Þannig er það bara alltaf.

Við höfum samt komist að því að Þýskaland er lang besta landið af þeim öllum sem við höfum verið í, maturinn er betri, vegirnir eru betri, bjórinn er betri, það er ódýrara að gista, bensínið er ódýrara. Þannig við erum nokkuð viss um að við komum hingað fyrr en síðar að skoða betur.

Ég ætla að sjá hvað ég nenni að setja margar myndir inn í kvöld, þetta er svo helvíti tímafrekt þar sem við erum með svo mikinn bunka af myndum og það þarf að laga sumar örlítið.

Kær kveðja

Gunni og Hlín

02.06.2007 20:14

Pompei - Perugia - Feneyjar - Salzburg


Jæja núna er kominn tími til að láta heyra aðeins í okkur eftir að hafa verið netlaus í nokkra daga.

Þegar við vorum búin með Róm þá skelltum við okkur yfir einn dag niður til Pompei. Það tók um þrjá tíma að keyra þangað en það var alveg þess virði. Borgin var mikið stærri heldur en við héldum og göturnar þar voru auðvitað rosalega erfiðar í göngu , sérstaklega fyrir mig (Gunnar) útaf ökklanum á mér. En það sem kom okkur á óvart var hversu rosalega flott allar byggingarnar hafa verið þarna. Og einnig hvað þetta var heilt. Ótrúlegt að borg geti bara horfið undir eldgos og fundist svona mikið seinna.

Við kláruðum Pompei um kvöldmatarleytið og áttum gistingu í Perugia. Þann dag var sem sagt keyrt mikið, keyrðum þrjá tíma til Pompei, svo eiginlega bara sömu leið til baka aftur í þrjá tíma og svo til Pompei. Við gistum á Holiday Inn gistingu í Perugia og það var niiiiiice!, lang bestu rúm sem við höfum fengið og loksins náði maður almennilegum svefn.

Svo var stefnan tekin á feneyjar, með smá stoppi í Ferrari safninu í Marinello... stoppuðum ekkert voðalega lengi þar, þurftum að keyra mikið og svo var hinn helmingurinn ekkert voðalega hrifinn af öllu þessu málmdrasli þarna ...

Þennan dag lentum við samt í heiftarlegri umferðarteppu ,,, skildum fyrst ekkert hvað var í gangi og allir stopp, ég fór út og teigði úr mér í svona 15 mínutur og svo sátum við bara og hvíldum okkur inn í bíl. Svo eftir dágóða stund byrjaði allt að færast og svo svona tveimur kílómetrum seinna þá sáum við það.... Það hafði BMW bíll keyrt beint aftan á vöruflutningabíl og bíllinn var gjörsamlega í köku,,,, húddið og mótorinn höfðu kramist undir stönginni sem eru aftan á trukkunum og af því litla sem ég kunni nú við að horfa á þetta þá sýndist mér nú ökumaðurinn alla vega ekki hafa sloppið ómeiddur úr þessu. En vonandi fór þetta nú ekki eins illa og þetta leit út.. Maður fann greinilegan mun á umferðinni eftir þetta, hún var töluvert rólegri og virtust flestir vera svona hálf slegnir..

Svo þegar við komum til Malcontenta, sem er lítill bær (hverfi) fyrir utan Feneyjar, höfðum ekki efni á því að gista í Feneyjum, enda kostar það líka svona 300-4000 evrur nóttin þannig það var ekki alveg option.. Plús það eru engar götur,,, :)

Feneyjar voru samt ekkert eins og við bjuggumst við, borgin sjálf er tiltörulegra hrein, miðað við það sem maður hafði heyrt. Það er samt ekkert voðalega mikið að skoða þar, við eiginlega eyddum bara deginum í að rölta um borgina og neita að kaupa töskur og lítil asnaleg gúmmídýr af helvítis farandsölunum. Við reyndum aðeins að kíkja í búðir þar, gunna vantaði nærbuxur en einu merkin sem voru þar að einhverju viti voru Prada, Gucci, Valentino og einhvað annað kjaftæði sem enginn vill borga fyrir... Gunni kíkti í eina kirkju þar sem það mátti ekki fara með bakpoka þar inn, Hlín var svo góð að láta múta sér með ís svo ég gæti stokkið inn í tíu mínutur, hún var voðalega ánægð með það.. Enda enginn smáís.. Besti ís í heimi.

Við vorum að pæla í að skella okkur á gondóla, en við ákváðum bara að horfa á hina bjánana og taka myndir af þeim.

Um kvöldmatarleytið ákváðum við nú að fara bara að skella okkur upp á hótel, þegar við vorum komin svona tíu mínutur af stað í umferðarteppuna með strætónunum þá byrjaði að hellirigna.. Sluppum ansi vel þar.

Deginum í dag eyddum við svo bara í að keyra til Salzburg, við vorum að pæla í að fara fyrst til Sviss og koma við í bænum Zermatt, sem er þar sem ég hef farið svolítið á skíði gegnum árin. En það tók bara of langan tíma samkvæmt gps kellingunni. Við gistum sem sagt hérna í nótt og höldum svo til sviss á morgun, ætlum að taka daginn í að rúnta framhjá innsbruck og í gegnum alpana, planið er svo að enda hjá Bodensee í þýskalandi og skoða Svarta skóg.. Ég hef komið þangað mjög oft, en eins og gengur og gerist er alzheimerinn alveg að fara með mann þannig ég man ekki einu sinni hvað ég gerði í gær (tek alla ferðina upp á diktafón svo ég geti bloggað.. erfitt líf )

Eitt sem við gleymdum að segja frá er seinasta daginn sem við vorum í Róm, þá vorum við að skoða hringleikahúsið og þegar við vorum að koma þangað út kemur einhver stelpuskjáta upp að mér og spyr hvort ég vilji ekki skrifa undir einhvers konar undirskriftarlista fyrir fátæk börn. Jú jú svo sem,,, ok, skrifaði einhvað bull nafn og kjaftæðisland en svo heimtaði hún pening frá mér í kjölfarið. Ss, hún biður mig um að skrifa undir þetta skjal og ég á að gefa henni pening fyrir fátæk börn,,, hélt nú ekki.. Ég var nú reyndar ekki með neinn pening í lausu á mér þannig ég laug nú ekkert með það, en hún brást öll sú versta við og gretti sig ógurlega og sagði á sinni bjöguðu ítölsk´-ættuðu ensku "fuck you bitch".. Já takk fyrir það kærlega, og vonandi svelta börnin þín ekki sem þú virðist hafa svona miklar áhyggjur af.. Býst nú ekki við að þessi peningur sem ég átti að gefa henni hafi verið handa þeim.. Það samt sem svona fólk gerir sér ekki grein fyrir er að það veit ekkert við hvern það er að steita hnefann í, hvað veit hún nema ég hafi gleymt að taka lyfin mín í morgun og hefði gefinn henni einn góðann á hann.. En þar sem ég er svo góðhjartaður þá ullaði ég bara á hana og gekk mína leið..

Endilega ef þið hafið einhverja staði að skoða annað hvort í sviss eða í þýskalandi þá endilega skellið þeim á netið, við erum nú reyndar að verða uppiskroppa með tíma en það má alltaf bæta einhverju inn í þessa lauslegu "dagskrá okkar" ef svo má kalla.

Sé til hvort ég nenni að setja inn myndir í kvöld, þetta er svoddann flóð sem við eigum af þessu myndadóti.

Kveðja frá Hlín og Gunna :)




  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106408
Samtals gestir: 6829
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:32:05

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar