Færslur: 2008 Janúar

28.01.2008 16:25

Akureyrarvísur



Jæja, er ekki komið að hinu alls ekki algengu og hvað þá skipulögðu bloggfærslu uppfærslu hjá okkur skötuhjúunum.

Það er allt gott að frétta héðan og allt sæmilega rólegt ennþá, skólinn er ekki farinn í gang að fullu svo maður bíður hvellsins bara með makindum (auðvitað dettur manni ekki í hug að læra fram í tímann, það er stranglega bannað með lögum... :) )

Það er búið að vera í nógu að snúast hjá okkur að nýta tímann svona áður en álagið byrjar að dunda í litlu íbúðinni okkar, vorum að klára að setja upp skápinn sem við keyptum í Ikea og koma honum fyrir, sem var nú hægara sagt en gert og hvað þá að finna gólfpláss til að setja flykkið saman. En það hófst á endanum og á hún Hlín loksins almennilega hirslur undir öll fötin sín milljón.

Veðrið er bara búið að vera ágætt miðað við þarna í rokrassgati hjá ykkur fyrir sunnan, þó mætti nú alveg eitthvað af þessum snjó sem virtist hafa villst af leið og endað á Suðurnesjunum alveg koma hingað. Trölli greyið (nei mér finnst engin kaldhæðni í að kalla jeppann minn trölla hehe ) er farið að langa í smá snjóhvell til að fara út að leika, fór í smá skottúr með Hauki félaga mínum hérna fyrir norðan eftir að við gerðum heiðarlega tilraun til að fara á skíði en það var svo hvasst að það var ekki hundi út sigandi þannig við ákvaðum bara að fara í smá bíltúr í staðinn.

Stefnan er svo að koma suður næstu helgi, það er stór vísindaferð í skólanum sem ég hef nú samt á tilfinningunni að sé ekki mikill stemmari fyrir hérna. Við erum alla vega að hugsa um að skella okkur suður og jafnvel kíkja eitthvað með fólkinu sem fer.

Ég keypti mér svo loksins kort í ræktinni í stöð sem heitir Átak hérna, virðist vera ágæt, svipar svolítið til "World Class" þemans sem ég er nú reyndar ekkert afskaplega hrifinn af en þetta verður nú sjálfsagt allt í góðu.

Jæja nóg af bulli í dag, bloggið er víst ekki nógu góð afsökun svona lengi til þess að halda ekki áfram að hripa niður tölfræði .

Kveðja.

Gunni og Hlín.

23.01.2008 10:13

Ótitlað

jæja ákvað að koma með smá blogg, ég á reyndar að vera að fylgjast með í sálfræði tíma.. :Þ

það er annars lítið að frétta af okkur, við erum bara á fullu í skólanum og læra læra læra. við erum búin að vera seinustu daga uppá bókasafni fram eftir kvöldi til að læra, því okkur gengur mun betur að læra þar heldur en heima.

við stefnum að því að koma í heimsókn til Reykjavíkur fyrstu helgina í febrúar. Imba systir var að eiga lítinn strák og mig langar svo að fara að heimsækja hann, ég á reyndar að skila verkefni mánudaginn eftir þá helgi, en ég verð bara að vera dugleg og klára það í bílnum á leiðinni.

Gunni náði upptökuprófunum sínum :)

annars er ekkert meira að frétta.. skrifa meira seinna ;*

kveðja. Hlín :)

09.01.2008 07:10

2008!

jæja ég held að það sé komin tími til skrifa smá hérna, af tilefni þess að árið var að klárast.

þetta ár var nú alveg rosalegt, miklar breytingar sem urðu á því.

við útskrifuðumst bæði úr menntó í des 2006, þannig árið 2007 byrjaði með mikilli vinnu hjá okkur báðum, Hlín vann á krabbameinsdeildinni og meðgöngudeildinni í 150% starfi liggur við og Gunni vann í vélrás og í að gera upp bimmann þannig hann var í vinnu bara allan sólarhringinn :P

svo í apríl fórum við loksins í ferðina okkar til Evrópu :) það var alveg frábært og við tölum um þessa ferð á hverjum degi, hún var svo æðisleg :) og við erum auðvitað búin að ákveða að fara í einhverja svipaða ferð aftur :)            frá apríl til júni, lifðum við á hótelum og í bílnum. borðuðum góðan mat, skoðuðum nýja staði á hverjum degi, sötruðum bjór og versluðum að sjálfsögðu ;) og svo þegar við komum aftur þá byrjaði bara sama gamla farið aftur, vinna vinna vinna..

svo í ágúst fluttum við til akureyrar og byrjuðum í skólanum. það var rosaleg breyting að fara úr garðabænum hingað til akureyrar í okkar eigin íbúð, en það er alveg frábært að búa hérna og skólinn hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur báðum :) við höfum kynnst frábæru fólki og námið er mjög skemmtilegt.

ágúst til desember fór ekki í annað en að læra læra læra, við gátum kíkt tvisvar til reykjavíkur á þessum tíma og þá var sko djammað ;)


vonandi verður þetta ár jafn skemmtilegt, en aðeins rólegra.

það er ýmislegt planað á þessu ári

Imba systir Hlínar á að eiga barn bara á hverri stundu og Hlín getur ekki beðið :)  var búin að vona að það kæmi í jólafríinu en gæinn ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér!

ásta og kata systur Hlínar fermast í mars, þannig við kíkjum í bæinn þá. þær eru líka að leika í leiksýningu í skólanum sínum þannig Hlín ætlar að fara sérferð til að horfa á þær, hún vill auðvitað ekki missa af leikkonunum sínum :)
svo ætlar Gunni líklega að fara til Noregs að hitta mömmu sína og Hlín ætlar líklega til Bandaríkjanna með mömmu sinni og systrum og versla smá ;).

við eigum 5 ára sambandsafmæli á árinu þannig það verður gert eitthvað extra rómó í tilefni þess :)

en aðalplanið verður auðvitað að læra og ná árinu með stæl :)


við viljum bara óska öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir það liðna :) vonandi eigum við nú eftir að hitta fólkið okkar meira á þessu ári :)

með bestu kveðjum akureyrarpakkið
Gunni og Hlín




ps. áramótaheitið okkar er að blogga meira :P
 þannig það koma nýjar fréttir af okkur þegar skólinn er byrjaður aftur :)
  • 1
Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106327
Samtals gestir: 6820
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:10:49

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar