Færslur: 2008 Febrúar

02.02.2008 21:47

Snjórkorn falla, á allt og alla....

Jæja núna er snjórinn loksins kominn sem ég er búinn að vera bíða eftir. Við ætluðum að koma suður þessa helgi og ég ætlaði að skella mér í nokkrar vísindaferðir sem voru skipulagðar af skólanum í bænum, en svo varð ekkert úr ferðinni hjá okkur sökum þess við nenntum bara ekki að keyra í þessu veðri í marga tíma, og svo aftur í sunnudag.

Það hefur alla vega kyngt niður snjó hér alveg síðan á fimmtudag og allt orðið vel pakkað af snjó. Ég er búinn að fíla mig í botn að keyra upp á alla hóla og hæðir hér en svo í dag kom smá skellur, var uppi á Vaðlaheiði með einum kunningja mínum úr skólanum og ég braut  boltana í einni drifloku hjá mér. Úps, keyrði í afturdrifinu aftur heim, eins brösulega og það gekk nú að þá komst ég heilu á höldnu til baka.

Afi hennar Hlínar, Loftur var svo góðhjartaður að leyfa mér að setja Trölla inn í skúr til sín og kíkja á vandamálið, vonandi að ég leysi þetta nú eins fljótt og hægt er svo ég geti farið út að spóla aftur. Alveg ómögulegt að hafa jeppann inni í skúr meðan allur snjórinn er.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang og maður er kominn svona aðeins inn í "læru" rútínuna aftur. Fer að líða að verkefnum hjá mér og ætli maður þurfi ekki að fara að huga að þeim og byrja að skrifa niður hugmyndir að því sem maður ætlar að gera.

Mig langaði líka að koma með eitthvað nýtt á bloggið og hef ég ákveðið að hverri færslu frá mér muni ljúka á því að ég kem með eitthvað "quote" frá annað hvort frægri manneskju eða hugsanlega úr bíómynd eða þvíumlíkt.

Anyways, quote bloggsins núna er:
"He has never been known to use a word that might send a reader to the dictionary." -William Faulkner (about Ernest Hemingway)

Kveðja, Snjókallarnir að norðan.
  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106408
Samtals gestir: 6829
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:32:05

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar