Færslur: 2008 Maí
25.05.2008 23:47
Reykjavíkurnætur
Mér fannst við hæfi að henda inn smá færslu hér til að láta vita að við værum nú ekki alveg hætt í blogginu góða.
Ég var að enda við að endurnýja áskriftina að blogginu og því verðum við að reyna að vera dugleg á þessu ári og halda þessu svolítið uppfærðu annað slagið.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur skötuhjúum, við vorum bæði að koma frá útlandinu, ég frá Norge og Hlín frá Svíþjóð.
Annars er það helsta sem er að frétta er að prófin okkar eru búin og okkur gekk báðum bara hreint ágætlega. Við náðum bæði öllum prófunum og erum bara nokkuð sátt með einkunnir okkar.
Við erum sem sagt komin núna til Reykjavíkur í sumar, erum flutt inn á Hótel Pabba í Garðabænum. Skrýtið að koma í gamla herbergið sitt aftur svona. Allt nýmálað og orðið svaka flott.
Annars er stefnan hjá okkur í sumar að reyna að afla einhverja seðla, það kostar víst að lifa á þessum "krepputímum"
Hlín er með sína föstu vinnu á Landspítalanum og verður þar í sumar. Ásamt því að hún fékk smá hliðarvinnu við að hjálpa við rannsókn á vegum Háskóla Íslands, eitthvað í þá áttina.. Fer allt að skýrast. En það hljómar voðalega spennandi alla vega.
Ég fékk vinnu hjá Vífilfelli hjá markaðsdeildinni. Ég er alveg gífurlega þakklátur fyrir það tækifæri (thanks bro) því þetta á eftir að nýtast mér í náminu alveg heilann helling. Svo er nú ekki verra að geta sett þetta á ferilskránna skooo
. Ég mun sem sagt verða að aðstoða við ýmsar herferðir sem verða í sumar, ég er ekki alveg kominn inn í þetta hvernig málin verða en þetta hljómaði alla vega mjög spennandi það sem ég fékk að vita. Verður fjölbreytt og skemmtilegt sumar.
Ég ætla svo að koma með góða færslu um Noregsferðina hjá mér núna fljótlega ásamt nokkrum myndum.
Hef þetta ekki lengra í bili, bara láta vita að við vorum bara geymd en ekki gleymd..
Kveðja, Gunni og Hlín.
Ég var að enda við að endurnýja áskriftina að blogginu og því verðum við að reyna að vera dugleg á þessu ári og halda þessu svolítið uppfærðu annað slagið.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur skötuhjúum, við vorum bæði að koma frá útlandinu, ég frá Norge og Hlín frá Svíþjóð.
Annars er það helsta sem er að frétta er að prófin okkar eru búin og okkur gekk báðum bara hreint ágætlega. Við náðum bæði öllum prófunum og erum bara nokkuð sátt með einkunnir okkar.
Við erum sem sagt komin núna til Reykjavíkur í sumar, erum flutt inn á Hótel Pabba í Garðabænum. Skrýtið að koma í gamla herbergið sitt aftur svona. Allt nýmálað og orðið svaka flott.
Annars er stefnan hjá okkur í sumar að reyna að afla einhverja seðla, það kostar víst að lifa á þessum "krepputímum"

Hlín er með sína föstu vinnu á Landspítalanum og verður þar í sumar. Ásamt því að hún fékk smá hliðarvinnu við að hjálpa við rannsókn á vegum Háskóla Íslands, eitthvað í þá áttina.. Fer allt að skýrast. En það hljómar voðalega spennandi alla vega.
Ég fékk vinnu hjá Vífilfelli hjá markaðsdeildinni. Ég er alveg gífurlega þakklátur fyrir það tækifæri (thanks bro) því þetta á eftir að nýtast mér í náminu alveg heilann helling. Svo er nú ekki verra að geta sett þetta á ferilskránna skooo

Ég ætla svo að koma með góða færslu um Noregsferðina hjá mér núna fljótlega ásamt nokkrum myndum.
Hef þetta ekki lengra í bili, bara láta vita að við vorum bara geymd en ekki gleymd..
Kveðja, Gunni og Hlín.
Skrifað af Gunnar
- 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106408
Samtals gestir: 6829
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:32:05