Færslur: 2008 Júlí

14.07.2008 14:08

Ótitlað

Sælinú,

Mikið getur nú verið erfitt að muna eftir þessu blessaði bloggi. Það er ekki eins og maður sitji nú ekki við tölvu mest megnið af deginum. Jæja

Annars gengur lífið bara sinn vanagang og ekkert mikið spennandi búið að gerast. Ég er búinn í speglunar aðgerðinni á hnénu á mér og ég held að hún hafi gengið bara alveg ágætlega. Ég er enn svolítið bæklaður í að ganga rétt aftur en það kemur fljótlega.

Ég þarf að vera snöggur í gang og halda áfram að hreyfa mig, ég og Kristmann félagi minn erum svona að reyna að stefna að því að labba Laugarveginn seint í ágúst ef ég verð í lagi. En maður leyfir bara löppinni að ráða því.

Annars erum við nú bara búin að vera að vinna bæði ég og Hlín á fullu. Hlín fer nú reyndar svo út til Mallorca þar næsta miðvikudag. Voðalega nice .

Svo þarf maður bara svona fljótlega að fara að hugsa um næstu önn gera sig tilbúinn. En það er búið að vera ágætt að fá smá frí í sumar þó það sé alveg hellingur að gera. Þá er þetta bara aðeins öðruvísi álag.

Jæja ekki meira í bili,

Kveðja, Gunnar Lár.
  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18

Eldra efni

Gunni og Hlín

Tenglar