Færslur: 2009 Janúar
25.01.2009 22:35
Bloggurus Ógurlegus
Jæja gott fólk, ekki allir í stuði?
Önnin hjá mér og Hlín er svona rétt að byrja og maður er að byrja finna fyrir álaginu svona hægt og rólega. Ég sé fram á mikla verkefna vinnu hjá mér þessa önnina, miklu meiri en í fyrra þó hún hafi þó verið alveg nóg.
En ég fékk loksins útur endurtektarprófinu mínu í Fjármálum og ég náði því sem betur fer. Ekki þó hægt að segja það um meirihlutan af fólkinu sem tók prófið, það féllu sjö eða átta af fimmtán manns sem þreyttu prófið. Hæsta einkunn var 6 ..... Ekki uppbyggilegt það að mínu mati.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Við höfum bara verið að slappa af og hafa það náðugt svona að mestu. Fórum í hressilegan göngutúr í dag og skelltum okkur upp tröppurnar hjá kirkjunni. Hlín setti persónulegt met í sinni fyrstu ferð (hahaha) og fór á 48 sec. Ég lagði ekki í tímatöku að svo stöddu
Ég hef aðeins verið að leika mér að taka myndir upp á síðkastið og mig langaði að henda nokkrum hérna inn. Ég var sérstaklega ánægður með nokkrar myndir sem ég náði af tveimur hestum sem ég og Hlín keyrðum uppað þegar við vorum að rúnta eitthvað í hestahverfinu fyrir utan Ak. Þeir voru bara í rólegheitunum á veginum sem við vorum að keyra, annar var með hnakk á sér nema hann snéri öfugt. Mig grunaði nú strax að hesturinn hefði hent knapanum af baki. Ég fór aðeins útur bílnum og labbaði rólega í áttina að þeim, þeir virtust ekkert vera fælnir við það þannig ég gekk bara örlítið lengra, smellti fullt af myndum i leiðinni. En svo þegar ég var að kíkja í linsuna þá allt í einu tóku þeir á rás í áttina að mér, ég hélt bara áfram að mynda og þeir stöðvuðu svo bara nokkrum metrum fyrir framan mig. Klappaði þeim aðeins og tók fleiri myndir. En svo þegar við vorum að keyra til baka frá þeim þá sjáum við mann með hjálm labbandi á veginum. Ég stoppaði hjá honum og þá auðvitað kom í ljós að þetta var knapinn, hesturinn hafði hent honum af baki. Hann var sjálfsagt um áttrætt karlinn, hann var nú alveg í lagi sýndist mér eftir byltuna
Set nokkrar myndir hérna:




Þið getið séð myndirnar sjálfsagt í stærra formi inn á Albúminu.
Megið endilega kommenta á myndirnar ef þið hafið áhuga.
Jæja annars er það ekki meira í bili.
Kveðja, Hlín og Gunni.
Önnin hjá mér og Hlín er svona rétt að byrja og maður er að byrja finna fyrir álaginu svona hægt og rólega. Ég sé fram á mikla verkefna vinnu hjá mér þessa önnina, miklu meiri en í fyrra þó hún hafi þó verið alveg nóg.
En ég fékk loksins útur endurtektarprófinu mínu í Fjármálum og ég náði því sem betur fer. Ekki þó hægt að segja það um meirihlutan af fólkinu sem tók prófið, það féllu sjö eða átta af fimmtán manns sem þreyttu prófið. Hæsta einkunn var 6 ..... Ekki uppbyggilegt það að mínu mati.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Við höfum bara verið að slappa af og hafa það náðugt svona að mestu. Fórum í hressilegan göngutúr í dag og skelltum okkur upp tröppurnar hjá kirkjunni. Hlín setti persónulegt met í sinni fyrstu ferð (hahaha) og fór á 48 sec. Ég lagði ekki í tímatöku að svo stöddu

Ég hef aðeins verið að leika mér að taka myndir upp á síðkastið og mig langaði að henda nokkrum hérna inn. Ég var sérstaklega ánægður með nokkrar myndir sem ég náði af tveimur hestum sem ég og Hlín keyrðum uppað þegar við vorum að rúnta eitthvað í hestahverfinu fyrir utan Ak. Þeir voru bara í rólegheitunum á veginum sem við vorum að keyra, annar var með hnakk á sér nema hann snéri öfugt. Mig grunaði nú strax að hesturinn hefði hent knapanum af baki. Ég fór aðeins útur bílnum og labbaði rólega í áttina að þeim, þeir virtust ekkert vera fælnir við það þannig ég gekk bara örlítið lengra, smellti fullt af myndum i leiðinni. En svo þegar ég var að kíkja í linsuna þá allt í einu tóku þeir á rás í áttina að mér, ég hélt bara áfram að mynda og þeir stöðvuðu svo bara nokkrum metrum fyrir framan mig. Klappaði þeim aðeins og tók fleiri myndir. En svo þegar við vorum að keyra til baka frá þeim þá sjáum við mann með hjálm labbandi á veginum. Ég stoppaði hjá honum og þá auðvitað kom í ljós að þetta var knapinn, hesturinn hafði hent honum af baki. Hann var sjálfsagt um áttrætt karlinn, hann var nú alveg í lagi sýndist mér eftir byltuna

Set nokkrar myndir hérna:




Þið getið séð myndirnar sjálfsagt í stærra formi inn á Albúminu.
Megið endilega kommenta á myndirnar ef þið hafið áhuga.
Jæja annars er það ekki meira í bili.
Kveðja, Hlín og Gunni.
Skrifað af Gunnar
01.01.2009 23:12
Ótitlað
Gleðilegt nýtt ár.
Jæja núna er árið 2008 búið og nýtt ár hafið. Það er ansi langt síðan við skötuhjú höfum skrifað inn á síðuna okkar. Ég held að það væri ekki vitlaust að setja sér þau áramótaheit að vera duglegri að blogga þetta árið. Eða blogga eitthvað yfir höfuð bara.
Annars hafa jólin bara verið góð hjá okkur. Hlín fór með fjölskyldunni sinni til Svíþjóðar og eyddu jólunum þar með Magnúsi. Ég var heima bara á klakanum að hafa það náðugt og nýta tímann og vinna í bílunum hjá mér.
Ný önn fer svo að byrja í skólanum og vonandi mun hún bara ganga vel. Mér alla vega líst ágætlega á þá áfanga sem ég er að fara í og mér skyldist á Hlín að svo væri líka hjá henni. Við erum alla vega hálfnuð með háskólanámið núna og því "aðeins" eitt og hálft ár eftir.
Þetta verður stutt núna hjá mér, ég plata hana Hlín til þess að skrifa eitthvað skemmtilegt fljótlega og jafnvel að setja inn einhverjar myndir.
Kveðja,
Gunnar Lár.
Jæja núna er árið 2008 búið og nýtt ár hafið. Það er ansi langt síðan við skötuhjú höfum skrifað inn á síðuna okkar. Ég held að það væri ekki vitlaust að setja sér þau áramótaheit að vera duglegri að blogga þetta árið. Eða blogga eitthvað yfir höfuð bara.
Annars hafa jólin bara verið góð hjá okkur. Hlín fór með fjölskyldunni sinni til Svíþjóðar og eyddu jólunum þar með Magnúsi. Ég var heima bara á klakanum að hafa það náðugt og nýta tímann og vinna í bílunum hjá mér.
Ný önn fer svo að byrja í skólanum og vonandi mun hún bara ganga vel. Mér alla vega líst ágætlega á þá áfanga sem ég er að fara í og mér skyldist á Hlín að svo væri líka hjá henni. Við erum alla vega hálfnuð með háskólanámið núna og því "aðeins" eitt og hálft ár eftir.
Þetta verður stutt núna hjá mér, ég plata hana Hlín til þess að skrifa eitthvað skemmtilegt fljótlega og jafnvel að setja inn einhverjar myndir.
Kveðja,
Gunnar Lár.
Skrifað af Gunnar
- 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106248
Samtals gestir: 6811
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:49:18