Færslur: 2009 Febrúar
25.02.2009 23:48
Blogg og vitleysa
Jæja kominn tími til að henda smá texta hér inn.
Ég var að setja inn myndir úr jeppaferðinni sem ég og Sigmar fórum í Flateyjardal með 4x4 klúbbnum. Fórum á laugardegi snemma morguns og vorum yfir allan daginn. Þetta var alveg mögnuð ferð og gerðist ansi margt skrautlegt. Súkkinn hjá mér dreif þetta nú samt allt og lenti ekkert í neinu basli. Átti í smá erfileikum með árbakkana því það er svo stutt á milli hjóla en það hafðist nú í flestum tilvikum. Þurfti aðeins að kippa í bílinn í einum bakkanum en það telst ekki með. Ég var ekki fastur
Annars er bara allt gott að frétta frá okkur. Ég er að verða vitlaus á allri verkefnavinnunni hjá mér. Skilaði af mér 3 verkefnum seinasta mánudag og þarf að skila 2 næsta mánudag. Og það er eiginlega bara byrjunin. Stærsta verkefni annarinnar er eftir ásamt fleiri öðrum smáverkefnum. (væl væl væl væl)
Annars erum við skötuhjú bara búin að hafa það gott og búin að dunda okkur þegar við höfum frían tíma
Ég mæli endilega með því að kíkja á myndirnar úr ferðinni. Þetta er án efa allra skemmtilegasta jeppaferð sem ég hef farið í og sú bilanafríasta. Það klikkaði ekkert hjá mér og allt hélst í lagi. Svoleiðis á það að vera ;)
Nenni ekki að blaðra meira í bili. Á að vera að læra en það klikkaði eitthvað aðeins. Meistaradeildin og svona,,, ú sí.
Kveðja,
Gunnsi glanni og Hlína fína :)
Ég var að setja inn myndir úr jeppaferðinni sem ég og Sigmar fórum í Flateyjardal með 4x4 klúbbnum. Fórum á laugardegi snemma morguns og vorum yfir allan daginn. Þetta var alveg mögnuð ferð og gerðist ansi margt skrautlegt. Súkkinn hjá mér dreif þetta nú samt allt og lenti ekkert í neinu basli. Átti í smá erfileikum með árbakkana því það er svo stutt á milli hjóla en það hafðist nú í flestum tilvikum. Þurfti aðeins að kippa í bílinn í einum bakkanum en það telst ekki með. Ég var ekki fastur

Annars er bara allt gott að frétta frá okkur. Ég er að verða vitlaus á allri verkefnavinnunni hjá mér. Skilaði af mér 3 verkefnum seinasta mánudag og þarf að skila 2 næsta mánudag. Og það er eiginlega bara byrjunin. Stærsta verkefni annarinnar er eftir ásamt fleiri öðrum smáverkefnum. (væl væl væl væl)
Annars erum við skötuhjú bara búin að hafa það gott og búin að dunda okkur þegar við höfum frían tíma
Ég mæli endilega með því að kíkja á myndirnar úr ferðinni. Þetta er án efa allra skemmtilegasta jeppaferð sem ég hef farið í og sú bilanafríasta. Það klikkaði ekkert hjá mér og allt hélst í lagi. Svoleiðis á það að vera ;)
Nenni ekki að blaðra meira í bili. Á að vera að læra en það klikkaði eitthvað aðeins. Meistaradeildin og svona,,, ú sí.
Kveðja,
Gunnsi glanni og Hlína fína :)
Skrifað af Gunnar
18.02.2009 09:25
Blogg
Guten tag meine damen und herren..
Langaði að setja inn smá færslu hérna þar sem maður hefur verið svo duglegur upp á síðkastið að viðhalda vefnum. (Þetta er ágætis leið til að maður muni hvað maður var að gera á yngri árum þegar maður verður kominn með meiri Alzheimer og man ekki neitt stundinni lengur)
Annars er bara allt gott að frétta frá mér og Hlín. Skólinn er kominn vel af stað og maður er farinn að vinna vel fyrir verkefnavinnunni. Önnin hjá mér og Hlín virðist vera svolítið mismunandi þar sem hennar önn virðist fremur afslöppuð en mín er stanslaus keyrsla og fáránleg verkefnavinna. Akkúrat öfugt miðað við hvernig þetta var seinustu önn... Skemmtilegt.
Annars er það helsta að frétta að ég er að fara í jeppaferð með Eyfirðingadeild 4x4 klúbbsins hérna fyrir norðan næsta laugardag. Mér skylst á manninum sem skipuleggur ferðina að farið verði í Laugafell ef það verður fært þangað. Farið verður kl 08:00 um morguninn og komið heim seinna um daginn. Það verður fróðlegt að sjá hvað Trölli hefur í stærri jeppana.
Jæja ég ætla ekki að blaðra meira í bili þar sem ég á nú víst að vera fylgjast með því sem blessaður Kostnaðarbókhaldskennarinn er að reyna að koma útur sér. Honum tekst það bara ekkert sérlega vel,
Með kveðju
Gunnar
Skrifað af Gunnar
09.02.2009 09:33
Kaupstaðarferð
Ég og Hlín kíktum til Reykjavíkur núna um helgina í smá kaupstaðarferð. Það var stór vísindaferð hjá mér í skólanum og því kjörið að slá til í smá ferðalag.
Ég fór með skólanum í Marel og Seðlabankann, svo fór hópurinn í fleiri fyrirtæki einnig sem ég fór ekki í. Mig hlakkaði mikið til þess að fara í Seðlabankann og hafði ég vonað að Dabbi hefði verið búinn að svara bréfinu frá Jóhönnu áður en heimsóknin var, en svo var nú reyndar ekki.
Varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með heimsóknina í Seðlabankann, við vorum sett í einhvern fyrirlestrarsal og þar var bara talað í einn og hálfan tíma og svo ekkert meir. Maður hélt nú að það yrði farinn "túr" í gegnum húsið og maður fengi aðeins að sjá hvernig væri þarna inni. En við fengum ekki einu sinni að fara í gegnum öryggishliðið

Svo seinna um daginn fór ég í Marel með liðinu og það var mjög gaman. Marel og mjög framarlega í sínum geira og var afskaplega skemmtilegt að skoða fyrirtækið hjá þeim. Þar var einmitt svona "walk around" um fyrirtækið sem ég hafði mikið gaman af. Mæli með Marel ef menn komast í vísindaferð þangað.
Annars var helgin bara róleg hjá okkur. Hlín fór auðvitað í sínar verslunarleiðangra og ég held hún hafi farið oftar í Kringluna heldur en ég fór á klósettið alla helgina

Ég og pabbi réðumst í smá tiltekt heima og fórum með smá drasl upp í bílskúr upp í Mosó. Gerðist nú bara í fyrsta skipti í ansi langan tíma að við tókum eitthvað úr skúrnum en settum ekki bara inn í hann. En það dót fór nú bara mest allt á haugana.
Heimleiðin gekk bara fínt og var heiðskírt mest allan tímann.
Ekki meira í bili,
Kveðja,
Skrifað af Gunnar
01.02.2009 19:30
Sól og blíða á Akureyri
Hæ Hó,
Langaði að skrifa smá texta eftir þennan frábæra dag hér fyrir norðan. Það er búið að vera bongó blíiða í allan dag sem var ekki verra þar sem ég fór í stuttann jeppatúr með nokkrum félögum hér á Akureyri. Getið skoðað nokkrar myndir úr ferðinni í myndaalbúminu
Maður vonar bara að veðrið haldist eitthvað svona fram í vikuna svo maður geti skotist eitthvað aðeins meir..
Ég og Hlín förum svo suður næstu helgi, það er svokölluð "Stóra Vísindaferðin" í skólanum hjá okkur..
Ég held að Hlín ætli ekki í neina ferð en ég var að hugsa um að skella mér í Seðlabankann og í Marel.Verður fróðlegt að sjá ástandið þarna niður í Seðlabanka
Ekkert meira í bili ;)

Langaði að skrifa smá texta eftir þennan frábæra dag hér fyrir norðan. Það er búið að vera bongó blíiða í allan dag sem var ekki verra þar sem ég fór í stuttann jeppatúr með nokkrum félögum hér á Akureyri. Getið skoðað nokkrar myndir úr ferðinni í myndaalbúminu
Maður vonar bara að veðrið haldist eitthvað svona fram í vikuna svo maður geti skotist eitthvað aðeins meir..
Ég og Hlín förum svo suður næstu helgi, það er svokölluð "Stóra Vísindaferðin" í skólanum hjá okkur..
Ég held að Hlín ætli ekki í neina ferð en ég var að hugsa um að skella mér í Seðlabankann og í Marel.Verður fróðlegt að sjá ástandið þarna niður í Seðlabanka
Ekkert meira í bili ;)

Skrifað af Gunnar
- 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 106408
Samtals gestir: 6829
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:32:05